Nýjar kvöldvökur - 01.01.1921, Qupperneq 22

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1921, Qupperneq 22
1S NÝJAR KVÖLDVÖKUR. fól hún dóttur sína ársgamla í hennar umsjá á andlátsdegi sínum. — Edith var þá 25 ára að aldri, sjálfráð og þjett í lund. Hennar ytri og innri maður voru í fullu samræmi. Hún var há vexti, vel lim- uð og bar sig tígulega; augun voru stór, dökk- blá og andlitsdrættirnir skýrir. Er lokið var jarðarför systur hennar, hafði hún sagt við mág sinn í ákveðnum rómi: »Jeg lofaði Antoníu á banastund hennar, að annast dóttur hennar; jeg ætla að efna loforð mitt. Jeg er búin að tilkynna fjárhaldsmanni mínum það,« Tíu ár eru liðin frá því að háskólakennar- inn varð ekkjumaður. Edith gekk systurdótt- ur sinni í móðurstað og hafði ákveðið, að helga henni líf sitt. Schneider bjó í litlu, snotru húsi. Edith hafði aðsetur sitt á annari hæð, há- skólakennarinn á þeirri fyrstu. Einkasonur hans bjó á kvistherbergi og á næsta lofti voru myndastofa og vinnustofur há- skólakennarans. Samlífi hans og mágkonunnar var kynlega varið. Hann virti hana að nokkru. Hin kalda ró og mikla festa, sem Edith var eiginleg og gætti svo mjög í framkomu hennar við mág hennar, gerðu að engu ráðríki hans, sem hann annars beitti svo freklega. Hinn góði efnahagur Edithar studdi auk þess að sjálfstæði hennar, því að öll sú um- hyggja og kapp, sem hún sýndi í að gæta heimilis mág síns, var velvild, sprottin af ást hennar á Sylvíu litlu. Háskólakennarinn, sem líkt og aðrir snilling- ar gaf sig fátt að fjármálum, hafði látið bú- stjórnina í hendur húsmæðranna. Hann sá að Edith var kona sem ineð hygni og gætni annaðist um slíkt. Honum var því áhugamál, að hún gengi dóttur sinni framveg- is í inóðurstað, og væri bústýra sín, og hann gerði því alt, sem í hans valdi stóð til þess að sina mágkonu sinni þá virðing og ná- kvæmni, sem henni bar. — Auk þess var Edith fögur, drambsöm og óframfærin, er því auðskilið, að hún hafi náð miklum tökum á mági sfnum. Það var mánudaginn eftir að háskólakennar- inn heimsótti Gústavson. Edith sat að vinnu sinni í stórum, fögrum sal, sem prýddur var hinum fegurstu húsgögnum, og ríkulega skreytt- ur myndum og líkneskjum. Gluggarnir voru opnir. Á mjúkri gólfábreiðu sal Sylvía litla, og á einum hinna litlu legu- bekkja, lá ungur maður, um tvítugsaldur, með bók í hönd. Hann Ias þó eigi, en starði upp í loftið. Hann var fölur ásýndum og hörku- legur á svip. Edith leit nokkrum sinnum á unglinginn, en mælti eigi orð frá vörum. Loks stóð Sylvía á fætur flýtti sjer til bróð- ur síns og mælti; »Richard, gerðu fyrir mig við þennan mann.« Sveinninn þaut upp, rauk á fætur, ýtti barn- inu til hliðar og kallaði hástöfum: íRetta má eigi svo til ganga; einhvern enda verður það að taka. Við verðum að tala sam- an, þótt það yrði síðasta samræða okkar hjer á jarðríki.« Hann gekk til Edithar, sem Iagði sauma sína frá sjer og kallaði á Sylvíu til þess að gera við leikfang hennar. »Eg hefi,« byrjaði Richard á ný, »hliðrað mjer hjá, að lenda í deilum við hann síðan Antonía dó; jeg hefi gert mitt ítrasfa til þess, að bæta samkomulag okkar, en nú er þolin- mæði mfn á þrotum.« »Hefir þú hugsað þig vel um?« sagði Edilh alvarleg. »Heldurðu að þú græðir nokkuð á því, að óvingast við föður þinn? Jeg er hrædd um, að þú hagnist eigi á því.« »Hverju ætti jeg að glata? Hann getur eigi Iátið mig afskiftalausari en nú er.« »Fjandskapur ykkar mundi valda svívirðing, °g Jeg sje engan hag að slíku, Richard. Sjálfs- þótti þinn, virðing þín fyrir heiti frægs lisla- inanns, á að aftra þjer frá þeirri fásinnu.«
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.