Nýjar kvöldvökur - 01.01.1921, Qupperneq 25

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1921, Qupperneq 25
NÝJAR KVÖLDÖVKUR. 21 hann nokkra daga, því að hann hafði verið í miðdegisveislum, en að eins um það leyti dags hittust þau Edith venjulega. Háskóiakennarinn var sjaldan heima, og árdegis var hann oftast að vinnu á myndastofu sinni. Er hann hafði svarað spurningum Edithar, var Sylvía litla ámint um, að heilsa föður sín- um. Háskólakennarinn klappaði henni á koll- inn án þess að líta á hana og sagði: »Gott er, gott er!« Hann sneri sjer nú að Kalla, sem kom inn í stofuna. i Hann skoðaði dúfurnar, þótti þær fallegar og bað Edith um að borga þær. Síðan tók Karólína við þeim til þess að fara með þær út í dúfnabyrgið. Schneider vildi auðsjáanlega útkljá þetta mál sem skjótast, til þess að ræða við drenginn um eitthvað annað, sem honum var meira áhugamál, sem sje um trjehestinn. — Pað var sterkur þáttur í skapgerð Schnei- ders, að hann bar hlýjan hug til allra, sem gæddir voru listgáfu. Honum, sem voru öll nauðsynleg gjöld vegna barna sinna mjög óljúf og fjekst eigi til að eyða neinu þeim til upp- eldis, var þannig farið, að ef ungmenni, gædd listgáfu, urðu á vegi hans, þá var hann vís til að leggja mikið í sölurnar til þess að koma þeim á framfæri og gefa þeim kost á, að stunda það nám, er hæfileikar þeirra virtust stefna að. Ef börn hans hefðu haft hneigð til að verða málarar eða myndhöggvarar, mundi Schneider vissulega hafa borið hlýrri hug til þeirra en raun bar vitni. »Jæja, drengur minn,« mælti háskólakennar- inn, »komstu með hestinn, sem þú varst að smíða?« Kaili hneigði sig djúpt og rjetti háskólakenn- aranum listaverk sitt. Schneider tók trjehestinn, skoðaði hann gaumgæfilega, og var augljóst, að honum Ieist vel á hann. Hann spurðH Kalla margs, en hann leysti greiðlega úr spurningunum. Er yfirheyrsla þessi stóð sem hæst, kom Karólína inn og ljet háskólakennarann vita, að tveir menn biðu hans og vildu finna hann að máli. »Komdu niður á myndastofu mína, drengur minn, og bíddu mín þar,« mælti háskólakenn- arinn og tók Kalla með sjer. Edith gekk aftur inn í hitt herbergið tneð Sylvíu og stóð Richard þá við einn gluggann. Regar hún kom inn, sneri Richard sjer að henni og sagði: • Einn enn, sem bakar honum fjáreyðslu, og þó lætur hann son sinn verða verkamann vegna skorts á námsfje handa honum. Rú verður að játa, Edith, að . . .« »Hugur föður þíns er gagntekinn af listinni. Pað er galli, sem eigi ber að álasa honum fyrir.« »VissuIega eigi, ef það gerði eigi það að verkum, að hann vanrækti föðurskyldu sína.« »Richard,« mælti Edith alvörugefin, »tala þú eigi svo mikið um vanrækslu föður þíns á skyldum sínum, en hugsaðu fremur um, að verða sjálfur gæfu þinnar smiður. Lát vinn- una sefa beiskjuna í sálu þinni, lát hana verða huggun þína, bætur alíra rauna þinna.« »Rjett hefir þú að mæla, Edith. Lítið gagn- ar mjer að öfunda þessa aumingja, sem hann verndar. Vertu sæl! Nú verð jeg að fara. Framvegis skal jeg verða eins iðinn og jeg hefi áður verið kærulaus og latur.« Richard nálgaðist dyrnar og ætlaði að fara, en um leið opnaði Karólína þær og Ijet telpu, um tíu ára gamla, koma inn. »Síra Z. hefir sent barn þetta hingað til ungfreyjunnar,« sagði Karólína. »Hún er með brjef frá prestinum.« »Jeg veit, hvernig í öllu liggur,* mælti Ed- ith. »Komdu hingað barnið mitt. Presturinn mintist á þig við mig um daginn.« Richard hafði staðnæmst á miðju gólfinu og leit á Gerðu litlu. Sum barnsandlit hafa undraverð áhrif á sál mannsins. Pau eru sem opinberun hins ó- komna, Pað er sem í þeim spegli sig fram- tíð þrungin gleði eða sársauka. Pau virðast segja: Að nokkrum árum liðnum mun jeg eiga þátt í örlögum þínum. Andlit Gerðu hafði slík áhrif á Ricþard,
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.