Nýjar kvöldvökur - 01.01.1921, Síða 26

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1921, Síða 26
22 NYJAR KVÖLDVÖKUR. Honum virtist hann hafa sjeð það í draumi, en eigi þannig eins og það nú var, heldur eins og það mundi verða einhvern tíma. Gerða hafði einnig fest sjónir á Richard. Pegar hann leit á hana, roðnaði hún og brosti, eins og börnum er títt, er þau verða þess vör, að þau vekja eftirtekt einhvers. Gerða var mjög fátæklega til fara, en þó snyrtilega. Hún gekk til Edith og fjetti henni brjefið. Richard sneri sjer að Edith og spurði: »Hver á þessa litlu stúlku og um hvað hefir síra Z. talað við þig?« »Jeg skal undir eins segja þjer það, þá er jeg hefi lesið brjefið.« Edith reif brjefið upp, og þegar hún hafði lesið það, fjekk hún Richard það og mælti: »Lestu og þú munt þá komast að raun um, hve ógæfusamt líf sumra manna er. Starfið er gleði, Richard, þegar maður er ungur, heil- brigður og hraustur; en þegar veikindi kalla að, þegar orkan er á þrotum, þegar liggu nærri, að maður kikni undir byrðinni, þá er öðru máli að gegna; og hversu margir verðar þó eigi að strita baki brotnu við lítil laun ti þess að komast hjá hungurdauða.* Richard las brjefið. Pað var sönn lýsing á örlögum Marianne; frásögn um það, hve nærri lá, að hún sykki að fullu niður í eymd og volæði, og um það, hvernig Gerða litla reyndi að vinna sjer svo mikið inn með saumum, að foreldrar hennar yrðu eigi hungurmorða á neyð- artímunum. Síra Z. mintist einnig á hjálp þá, sem þau hefðu fengið, að móðirin væri komin af sjúkra- húsinu og að þær mæðgur þyrftu stöðuga at- vinnu til þess að örbirgðin sækti þær eigi heim sem fyr. Edith hafði lafað þeim vinnu, þeg- ar hún hitti prestinn skömmu áður og hann var nú að minna hana á það með þessu brjefi. Meðan Richard var að lesa brjefið, fór Ed- ith og tók upp ljereftsböggul, sem hún hafði búið um. Böggullinn var allstór og spurði Edith því Gerðu, hvorl hún gæti borið hann, eða hvort hún ætti eigi heldur að senda þeim hann síðar um daginn. »Jeg get vel borið hann,« sagði Gerða. »Á því græðum við nokkrar klukkustundir, og á þeim tíma saumum við mamma talsvert. Pví fyr sem byrjað er, því fyr búið.« »Jeg sje, að þú vilt hafa hraðann á,« mælti Edith, hringdi á Karólínu og bauð henni að gæða Iitlu stúlkunni á sætuþykni og kökum. Gerða borðaði sætuþyknið, en geymdi kök- urnar. Edith spurði hana nokkurra spurninga um bernsku hennar. Hin litla níu ára gamla mær Ieysti svo greiðlega úr spurningum þeim, sem fyrir hana voru lagðar, að auðsjeð var, að skilningur hennar hafði þroskast snemma í skóla rauna og mæðu. Hún hafði glatað hinu töfrandi áhyggjuleysi barnsins, en aftur á móti aflað sjer nokkurrar lífsreynslu, sem hafði þrosk- að skilning hennar, þótt dýijkeypt og þungbær væri. Gerða var samt gædd þeim heillaríku skapsmunum, sém halda slíku fjöri, þrátt fyrir allan hverfleik lífsins, að þeir virðast sækja þrótt sinn í einhverja Ijóslind í djúpi hjartans, sem mæða og neyð fær eigi þurausið. Trú, von og traust barnshjartans gerðu sorgir og þrautir þessarar smámeyjar að hverfulum skýjum, sem kærleikssólin dreifði á braut. Par eð Gerða var vön vinnu frá fyrstu bernskuár- um, varð starfið henni eigi þungbært, heldur miklu fremur samgróið öllu eðli hennar. Hún hafði alist upp í fátækt og bar því engar fjar- stæðar óskir í brjósti, og þar sem hún var óvön samneyti við aðra og hluttekning þeirra, tók hún sjerhverri velvild með mestu þökkum. Þegar Richard var búinn að lesa brjefið, virti hann smánieyna lengi fyrir sjer. Hin fáu ár, sem hún hafði lifað síðan hún fór að þroskast og stálpast, höfðu verið þungbær og skuggaleg; þetta veslings barn hafði aldrei þekt gleði og sælu æskunnar, Pað eitt var henni ljóst, að hún var í heiminn borinn til þess að brjóta sjer braut með erfiðu, illa launuðu striti. Petta var ungmeynni þungbær en gagn- leg fræðsla. Pegar Gerða fór og kvaddi Edith og Ric-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.