Nýjar kvöldvökur - 01.01.1921, Síða 27

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1921, Síða 27
NÝJAR KVÖLDVÖKUR. 23 hard með hinu indæla, barnslega brosi á vör- unum, hugsaði hann: »Petta barn, sem engrar gleði hefir notið og á enga framtíð fyrir höndum, geturhlegið; hvaða rjett hefi jeg þá til að kvarta, sem fær er um að komast ti! vegs og virðingar? f*að get jeg, ef jeg set mjer fastlega það mark; en hún, veslings barnið, mun aidrei geta breytt lífsstöðu sinni svo mjög, að hún verði frjáls kona, í stað þess að vera ambátt stritsins.c Hreykinn vegna þessarar meðvitundar hjelt Richard til litgerðarverksmiðjunnar, þangað, sem hann daginn áður hafði ákveðið að fara aldrei framar. Gerða hjelt heim til móður sinnar, glöð yfir því, að hafa verkefni meðferðis, en án dýrð- legra framtíðarvona. VIII. Meðan Richard og Gerða hittust fyrsta sinnj og skildust síðan, hafði Karl verið inni í mynda. stofu háskólakennarans og notað tækifærið til þess að skoða hana gaumgæfilega í næði. Frá sjer numinn af fögnuði hjelt hann í fyrstu, að hann mundi aldrei verða búinn að skoða alla þessa dýrð. Hann vissi eigi á hverju hann ætti að byrja. Loks ákvað hann, að staðnæm- ast frammi fyrir fagurri marmarasmíð. Tilgang myndarinnar og hið snildarríka í gerð hennar bar hann að sjálfsögðu eigi skynbragð á, en alt mótaði það sig djúpt í sál drengsins, og hinir hugsjónariku drætlir vöktu svo mjög list- gáfu hans, að hann stóð sem steini lostinn frammi fyrir þessu listaverki, sem um ómuna- tíð mun halda nafni Schneiders á lofti. Pegar ofsakæti hans var ögn farin að minka, hugsaði Karl: »Ó, hver sem skorið gæti slíkai myndir í trje! Pað væri eitthvað annað en menn og hestar.c Vjer viljum samt eigi þreyta lesendurna með því, að fylgja Karli eftir meðan hann var að skoða hin ýmsu listaverk, fullgerð og ófullgerð^ sem á myndastofunni gat að lfta. Vjer ætlum að eins að geta þess, að meðan Karl sökti sjer niður í að skoða alt hið fagra og dásamlega umhverfis sig, gætti hann þess eigi, að hver klukkustundin ieið á fætur annari; árdegi var |okið, hádegi komið og Iiðið fram á síðdegið, án þess nokkur kæmi inn í myndastofuna og sækti hann. Hugur hans var svo önnum kaf- inn, að hann kendi ekki til hungurs. Loks, þegar leið að kveldi, voru dyrnar opn- aðar og háskólakennarinn kom inn; honum virtist koma á óvart, að hitta nokkra lifandi veru í helgidómi sínum. »Hvað er þetta?c kallaði hann og hafði al- veg gleymt Karli. »Hvernig ertu hingað kominnpc Drengurinn sneri sjer við, þegar hann heyrði kallið, og nú sá háskólakennarinn framan í hann. »Ó, nú man jeg það,» bætti hann hlægj- andi við. »Jeg var alveg búinn að gleyma, að jeg lokaði þig hjer inni. Jæja, drengur minn, þú ert líklega banhungraður?c »Nei, jeg hefi ekki verið að hugsa um mat. Það hefir mjer alls eigi komið í hug,c mælti Karl. »Um hvað hefir þú verið að hugsaPc »Um alt það, sem hjer er inni. Mjer fanst svo yndislegt að skoða alla þessa hluti, og svo var jeg að hugsa um, hvernig jeg mundi geta lært að skera í trje eins fagra hluti og þá, sem hjer eru.c »Og svo gleymdirðu bæði tíma og hungri. Slíkt má kalla áhuga. Veistu hvað framorð- ið er?c »Nei, en það er víst bráðum komið hádégi. Nú kemur mjer í hug, að Níels er sjálfsagt órór og Stína reið, af því að jeg er ekki enn kominn heim. Pað er víst best að komast sem fljótast af stað.c »Bíddu dálítið.c mælti háskólakennarinn og tók upp veski sitt. »í fyrsta lagi er klukkan 6 síðdegis og þess vegna verðurðu að fá þjer einhvern mat. Svo ætla jeg að gefa þjer þessa tíu ríkisdali íyrir hestinn þinn og Ioks ætia jeg að taka þig til náms. Biddu bróður þinn að
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.