Nýjar kvöldvökur - 01.01.1921, Page 30

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1921, Page 30
26 NYJAR KVÖLDVÖKUR, það get jeg sagt þjer, og jeg hefi nú eytt mörgum klukkustundum bæði í dag í gær. Kondu uú inn í vinnustofuna!* Hjartað sló hratt í brjósti Karls, þegar hann fylgdi á eftir bróður sínum. »Setstu að vinnu þinni,« mælti Níels og fór að hafa fataskifti. Karl áleit best að lilýða og hefja eigi samræður, því að þegar Níels var ekki í skapi til að halda uppi samræðum, var eigi unt að fá hann til þess. Karl fór að hamast að gera við kvenskó. Þegar Níels var kominn í vinnufðt sín, sett- ist hann beint á móti Karli og tók að sauma. Hálf klukkustund Ieið og ekkert rauf þögn- ina nema hamarshöggin hjá Karli. Loks leit Níels upp, horfði föstum augum á bróður sinn og virti hann fyrir sjer með ástúðlegu brosi. »Heyrðu, Karl,« mælti hann. »Það lítur eigi út fyrir, að við eigum samleið til N.-kaupangs.« »Jeg fæ þá að fara til háskólakennarans,« mælti Karl og eldur brann úr augum hans. »Þú færð að fara þangað fyrst síra Z. álítur það fyrir bestu, en mig tekur það sárt, því að jeg ber ekkert traust til framtíðar þessara tignu listamanna. En það fer sem má.« »Elsku, besti Níels, en hvað jeg er ham- ingjusamur,* hrópaði Karl og greip hönd bróð- ur síns. »Þú munt komast að raun um, að jeg verð nýtur maður.« »Vel getur það verið, og mundi mjer gleði- efni; en komistu til vegs og virðingar, þá ferðu máske að fyrirlíta bróður þinn, almúga- manninn. Svo látum við útrætt um þetta mál, en hafðu fataskifti og farðu tii háskólakennar- ans og segðu honum, að jeg leyfi þjer að stunda nám hjá honum.« Níels ætlaði að byrja að vinna á ný, en Karl þreif í handlegg hans og mælti rauna- lega: »Níels, mjer kemur nú nokkuð í hug, sem jeg hefi ekki hugsað um áður, og það veldur því, að mig langar ekkert að fara til háskóla- kennarans.« »í gær var þjer það svo hugleikið.* »Þá hugsaði jeg ekki um, að ef jeg færi til hans, þá yrði jeg að skilja við þig. En, Ní- els, mjer mundi veitast það svo erfitt.* »KarlI« hrópaði Níels. »Þú ert góður dreng- ur, og þú getur nú farið til háskólakennarans og orðið frægur listamaður, því að nú veit jeg, að þú. munir aldrei fyrirlíta bróður þinn. Og láttu ekki hryggja þig, þó að við verðum að skilja, því að við munum hittast aftur; því lofa jeg þjer.« Níels þrýsti hönd bróður síns og sagði, að hann skyldi halda af stað. IX. Viku seinna var Karl kominn burt úr húsi bróður síns og setstur að hjá Schneider há- skólakennara og átti að hefja nám sitt. Háskólakennarinn var maður hagsýnn og bjó sem best í hag fyrir námsvein sinn. Það var sama kvöldið og Karl hafði farið að heiman. Níels sat að vanda við vinnu sína, en var hryggur á svip og óvanalega seinvirkur. »Golt kvöld, herra Gústavson,« var sagt með vingjarnlegri kvenmannsrödd úti fyrir gluggan- um. Níels Ieit upp og stokkroðnaði. »Hamingjan besta! Það er ungfrú Lovísa,« mælti hann vandræðalegur. Lovísa gekk að glugganum og mælti: »Hvaða skelfing eruð þjer óánægjulegur á svip. Hvað hefir komið fyrir? Jeg kem með meira verkefni frá gæslumanninum; honum geðjast svo vel að vinnu yðar, og kærar þakkir fyrir skóna mína, sem þjer vilduð ekkert taka fyrir að gera við. En hvar er Karl?» Lovísa leit vingjarnlega á Níels, sem virtist vera í miklu meiri vandræðum en unga stúlkan. »Sko, ungfrú Lovísa, það er Karl, sem jeg ber fyrir brjósti,* sagði Níels, »Hann er ekki lengur hjá mjer, en er farinn til meistara, sem mun gera mikið úr honum.« »Hvað segið þjer? Til hvaða skósmiðs?« spurði Lovísa. »Væri hann kominn til skósmiðs, væri alt með fe!du, en hann er kominn til háskóla- kcnnara.*

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.