Nýjar kvöldvökur - 01.01.1921, Side 42
38
NYJAR KVÖLDVÖKUR.
Nú fanst Marianne sem sóiin hefði hætt að
skína og lífið væri orðið myrkt og örvænting-
arfult á svip.
Marianne var samt að eðlisfari svo laus við
alla eigingirni, að hún hugsaði að eins um þá
hagsmuni, sem dóttir hennar hefði af þessum
aðskilnaði, þá er fyrsti sársaukinn hafði vikið
fyrir íhuganinni. Hún gleymdi sjálfri sjer, og
hugur hennar snerist að éins um þau ham-
ingjuspor, sem hún vonaði að dóttir hennar
mundi nú eiga f vændum. Hún myndi kynn-
ast heirninum og læra margt nytsamt. Yfir
þessum hugsunum gleymdi hún sorg sinni og
sætti sig við örlög sín. Hún vann, vonaði og
bað fyrir barni sínu.
II.
í nágrenni Lundúnaborgar var jarðeign, Lisle-
hæð að nafni, sem stórauðugur verksmiðjueig-
andi, eða öllu heldur verslunarfélagið Smith
& Son, átti. Eldri Srnith var faðir konu
Strömbergs.
Rað var við lok ágústmánaðar. Á stóru
veggsvölunum, sem þaktar voru vafningsviði,
sátu ung stúlka og barn. Unga stúlkan virtist
lesa af kappi í bók, sem lá á borði fyrir fram-
an hana. Barnið sat á skemli við fætur henn-
ar og ljek sjer að stórri brúðu. Umhverfis
þær var alt kyrt og rótt. Rað var sem engar
aðrar lifandi verur væru í þessum fagra sum-
arbústað.
Vagnskrölt heyrðist í nokkurri fjarlægð.
»Nú er mamma að koma,« mælti barnið og
leit á ungu stúlkuna.
»Nei, Elísa, það er að eins skrautvagninn,
sem kemur aftur,« svaraði Gerða. »Rú veist,
að mamma þín kemur ekki fyr en að nokkr-
um dögum liðnum.®
»Rað er leitt.«
Elfsa stóð á fætur, lagði handlegginn um
háls ungu stúlkunnar og bætti við:
»Mig laíigar svo mikið til þess að fara og
leika mjer við Tomma. Mi jeg það? Við
skulum ekki fara út úr garðinum.*
»Farðu þá,« mælti Gerða. »Jeg kem rjett
á eftir til að líta eftir ykkur.«
Elísa litla kysti Gerðu, ldappaði saman lóf-
unum og stökk af stað.
Stundarkorn Ieið svo að hún leit eigi upp
frá bókinni; hún var svo sokkin niður í lest-
urinn, að hún tók ekki eftir, að ungur maður
nálgaðist hana.
Pá er hann var alveg kominn að svölunum
nam hann staðar og virti fyrir sjer ln'ð íbygna,
fríða andlit ungmeyjarinnar. Hin óvenjulega
fegurð þess hreif hann. Er hann hafði lengi
staðið þannig, gekk hann nær.
»Fyrirgefið, en mig Iangaði til að vita, hvort
herra Smith eldri sje heima,« mælti komumað-
ur og heilsaði.
Gerða leit óttaslegin upp við hljóm þessar-
ar raddar. Ungi maðurinn stóð á svalagang-
riðinu og studdi hendinni á handriðið.
Rá er Gerða kom auga á hann, stökk hún
á fætur, varð fyrst náföl, síðan stokkrjóð, gekk
nokkur skref áfram og hrópaði:
»Richard!«
Síðan nam hún staðar, leit niður og auðsætt
var á svip hennar, að hiín var í mestu vand-
ræðum.
í einni svipan var ungi maðurinn kominn
upp á veggsvalirnar. Svipur hans lýsti undrun.
»Hvað? Rjer þekkið mig,« mælti hann.
»Hvar og hvenær höfum við sjest?«
Hann ávarpaði hana auðvitað á ensku.
»í Svíþjóð höfum við sjest. Síðan eru átta
ár. Þjer báðuð mig þá að minnast yðar og
jeg hefi eigi gleymt loforði mínu,« mælti unga
stúlkan á sænsku.
»Fyrir átta árum . . . í Svíþjóð, en þá vor-
uð þjer að eins barn.«
»Já, og auk þess mjög fátækt barn.«
»Svo!«
Richard rifjaði upp fyrir sjer, en gat eigi
minst fátæka barnsins.
»Jeg hefi dyggilega geymt minningu yðar,
en þjer hafið.alveg gleymt hinni fátæku Gerðu,«
sagði ungmærin með angurblíðu brosi.
i