Nýjar kvöldvökur - 01.01.1921, Qupperneq 48

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1921, Qupperneq 48
44 NVJAR kvöldvökur. heill mfn er í höndum þínum. Eigi jeg að hljóta heiðvw og frama, þá verður þú að elska mig. Eigi jeg að verða bölvaður og óánægður vinnuþræll, þá elskaðu mig eigi. Mær! — Pú veitst eigi, hvílikt bál er í brjósti mjer; hve mikið vald þú hefir. A bálið í hjarta mjer að verða eyðandi eldur eða fjörgandi kraftur, sem vekur margan fagran frjóanga til lífs með hlýju sinni? Sjá, það er í þínu valdi. Með ást þinni verð jeg góður og göfug- menni; án hennar eigingjarn þræll. Alt með þjer, ekkert án þín. Hver verð- ur dómur þinn yfir Richard?* Oerða gat varla dregið andann meðan hún las þetta brjef. Henni fanst bióðið stöðvast í æðum sjer; henni sortnaði fyrir augum og lá við yfirliði. Orðin í brjefinu brendu sig inn í sál hennar og knúðu tár fram í augu hennar og þó gat hún eigi grátið. Henni fanst á þeirri stundu, að hún sæi hliðið að sælustað lífsins standa opið, en einnig að kvala- stað þess. Alt hvarf fyrir töfrakrafti vissunnar um það, að vera elskuð. Og i hjarta hennar ómaði að eins ein rödd, sem mælti: »Ast fyrir ást! Jeg get eigi annað.« Gerða fjekk þó eigi lengi færi á, að gefa tilfinningum sínum lausan tauminn, því að El- fsa kom brátt aftur. Varð hún þá að kenna henni, ganga með henni, sitja að máltíðum og skemta Milly. Hún var komin aftur frá Lund- únum og hafði margs að spyrja urn Richard. Auðsætt var, að dóttir hins auðuga Smiths Ijet sjer mjög hugað um hr. Schneider. Loks, þá er Elísa var lögst til hvíldar, fjekk Gerða tæki- færi til þess að lesa brjefið aftur. Hún las það nú með meiri ró. Hún skoðaði i huga sjer liðna tímann og mintist þess, að Richard hafði sagt, að það mundi verða óhamingja sín, ef hann festi sjer konu. Rað fór hrollur um Gerðu. Henni kom í hug hjónaband foreldra sinna. Hún hafði lesið brjef, sem faðir hennar hafði skrifað móður hennar i tilhugalífi þeirra; þau lýstu hinni heit- ustu ást, sem þó hafði kólnað. Faðir hennar hafði átt glæsilega framtíð, þá er hann ungur að aldri kvæntist móður hennar, en hjónaband þeirra gerði hann að beiningamanni. Gerða grjet. Hve oft hafði móðir hennar eigi varað hana við og sagt: »Gæt þín, að láta eigi ást þína koma þjer tii að gera líf þess, sem elskar þig, þrungið sorg og áhyggjum, svo að þú verðir hindrun á vegi hans. Hann mun hætta að elska þig, þá hann sjer, að þú veldur lífsböli hans, og að lokum bölva þjer.« Allur andans þróttur Gerðu braust fram, þá er hún mintist þessara orða. Hún stóð á fæt- ur og gekk inn í fremsta herbergið, fastákveð- in f, að veita Richard það svar, sem hún áleit skyldu sína að veita honum. »Betra er að þola sorg og þjást,« hugsaði Gerða, »en að baka honum langa baráttu við búksorgir og mjer lamandi hugarangur. Hann mun gleyma mjer. Sagt hefir verið, að ástin kólni. Ó, hve lífið er þungbært.* Gerða gekk nú inn í fremsta herbergið, en í sama bili kallaði ástríðuþrungin rödd: »Gerða! Heitt elskaða Gerða, fyrirgefðu,« og Richard varpaði sjer að fótum hennar, vafði hana örmum og talaði eldheit ástarorð. Maður verður að vera eldri, vitrari og hafa meiri lífsreynslu en Gerða hafði, til þess að geta staðist slík orð, sem tala til hjartans og ímyndunaraflsins. Hún var lífshamingja hans. Að elska hann eigi var að ræna hann allri hamingju og gera líf hans að myrkri og raunalegri nótt. Fátæktin og baráttan við lífskjörin hvarf í gleymsku. Gerða, hin fátæka Gerða, gaf Ric- hard sitt unga, auðuga hjarta. Hún sagði hon- um alt, sem hún hafði ákveðið að þegja yfir; að hún hefði unnað honum síðan á barnsaldri og elskað hann sfðan hún sá hann aftur og ætlaðf aldrei að elska nokkurn annan. Pau hjetu hvort öðru ást og helgum trygð- um til dauðans. —
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.