Nýjar kvöldvökur - 01.01.1921, Side 49
NÝJAR KVÖLDVÖKUR.
45
IV.
Vikur liðu án þess að ungmennin tvö gáfu
gaum að því, að tímans hjó! rann hratt með
þau og ef til vili með hamingju þeirra.
Dögum saman gátu þau eigi talast við, en
litu hvort ti! annars brosandi, hýrum augum.
Pá er Milly og frú Smith mágkona hennar
voru eigi heima, voru þau Richard og Gerða
saraan.
Pau bygðu þá ótal skýjaborgir, eins og þús-
undir elskenda hafa gert áður og munu gera
síðar.
Dag nokkurn, þá er Gerða var ein heima
á Lislehæð og Richard heimsótti hana að Iok-
inni vinnu, barst talið að fortíðinni og atburð-
um þeim, sem gerst höfðu á þeim átta árum,
sem þau voru eigi saman.
Gerða hafði eigi frá mörgu að segja, því
að líf hennar hafði eigi verið tilbreylingaríkt.
Hana Iangaði til að Richard segði sjer frá,
hvernig það hefði gerst, að hann, sem áður
var óbreyttur litarasveinn, væri orðinn stjórn-
andi svo stórrar verksmiðju.
»Til þess rjettilega að geta dæmt um Iíf
mitt,« mælti Richard, »verður þú að kynnast
því frá því að pabbi kvæntist í síðara sinnið.
Pá er mamma dó, átti hann ekki neitt og við
fengum því engan móðurarf systkinin.
Ári síðar kvæntist hann Antoníu Hjort, dótt-
ur auðugs verksmiðjueiganda. Hann fjekk all-
mikinn heimanmund með henni og gat þá
komið fjármálum sínum í gott horf.
Brúðkaupið var haldið á Woxnesi, eignar-
jörð Hjorts verksmiðjueiganda. Jeg var þá í
lyfjabúð. í nóvember, mánuði eftir giftinguna,
kom pabbi heim með hina ungu konu sína.
Hann tók mig nú úr lyfjabúðinni. —
Pað var að kveldi dags, sem pabbi fór með
mig inn til stjúpu minnar, og þeirri stund
gleymi jeg eigi. Jeg var nýorðinn fjórtán ára
og var all-þroskaður andlega og líkamlega.
Antonía sat í legubekk. Lampinn dreifði
daufu skini um herbergið, en alt ljósmagn
hans ljek um hina ungu konu, en hún var afar
gáfuleg ásýndum og mjög fríð sýnum.
»Antonía, hjer er Richard,« mælti pabbi.
Hún hóf nú upp höfuð sitt og hvesti á mig
dökkbrún augun; blíðublær ljek um þau
og lýstu svo miklum hjartagæðum, að það var
sem engill birtist þar sjónum manns.
Hún rjetti mjer örfandi hendina og sam-
stundis náði hún valdi á hinum ákaflynda
sveini. Jeg greip litlu hendina og kysti hana.
Með nokkrum látlausum vinarorðum bauð hún
mig velkominn og sagðist af fremsta megni
ætla að ganga mjer í móðurstað.
Hún, sem var svo ung, feimin og ófram-
færin, eins og hún væri nýkomin af barnsaldri,
mælti þessi móðurorð við mig, sem lengi hafði
átt við óánægju og gremju að búa.
Orð hennar höfðu enn meiri áhrif en feg-
urð hennar. Jeg gat grátið af að hugsa til
þess, að þessi töfrandi vera væri eiginkona
föður míns.
Ó, mig grunaði þá eigi, hve stutt lífsbraut
hennar yrði,
Alt fyrsta árið, sem jeg var heima, Ias jeg
og vann af mesta kappi. Antonía hvatti mig
til þess.
Vorið, sem jeg varð fimtán ára, var jeg
fermdur.
Antonía reyndi til þess, að fá föður minn
til að láta mig ganga mentaveginn, en allar
fortölur hennar urðu árangurslausar.
Dag nokkurn kallaði faðir minn mig til sín.
Pá hafði hann ákveðið, að jeg skyldi verða
litari.
Jeg átti þá að verða handiðnamaður.
Gerða, jeg vil eigi segja þjer, hvað okkur
fór á milli. — Mjer varð þungbært að skilja
við æskuheimili mitt.
Faðir minn var úti, þá er jeg gekk inn í
stofuna til þess að kveðja Antoníu. Jeg sá
vott um tár á andliti hennar. Hún rjetti mjer
hönd sína og mælti:
»Jeg get eigi með orðum lýst, hve mig tek-
ur það sárt, að gela eigi orðið þjer að neinu
liði. Pessi stund er mjer sár og mjer finst
sem þetta sje mjer að kenna. Jeg hefi eigi