Nýjar kvöldvökur - 01.01.1921, Qupperneq 50

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1921, Qupperneq 50
46 NVJAR KVOLDVOKUR. getað hagað orðum mínum þannig, að þau hefðu áhrif á hug og hjarta föður þíns.« Antonía fór aftur að gráta. Táf í þessum augum! Antonía grjet — mín vegna. Jeg gat staðist alt nema þetta og reyndi af fremsta megni að sefa hana, og full- vissaði hana um, að jeg mundi þolinmóður beia örlög mín, ef hún harmaði eigi, og jeg fór að heiman án gremju, með þakklátu hjarta vegna ástar hennar á mjer. Jeg vil eigi þreyta þig á, að segja þjer frá meðferð H.-bergs á verkamönnum sinum, sem mjer gramdist svo mjög, að hún hefði komið mjer til einhverra ofbeldisverka, ef Antoníu hefði eigi notið við. A hverjum sunnudegi fór jeg heim. Jeg kom þangað oft bálreiður föður mínum og á- kveðinn í að segja houum, hve illa jegálitiað hann hefði uppfylt skyldur sínar við mig; en ef að jeg að eins sat móti Antoníu og hún leit á mig raunalegum eða hryggum augum, fann jeg, að jeg gat eigi stygt hana með því að segja frá, hve illa mjer liði. Laugardag nokkurn var mjer íþyngt með svo miklu erfiði, að jeg fjekk blóðspýting og var borinn inn í herbergi mitt í yfirliði og hjúkr- uðu konurnar í húsinu mjer. Sunnudagurinn leið og jeg varð að liggja rúmfastur; mánudagurinn fór á sömu leið. H.-berg, sem að öllum líkindum var kvíða- fullur mín vegna, Ijet sækja lækni, sem sagði, að jeg yrði að njóta algerðrar hvfldar. Herbergi mitt var hægra megin við stofu hans. Jeg var sá eini af verkamönnum hans, sem hafði einkaherbergi. Pað voru einu hlunn- indin, sem faðir minn hafði áskilið mjer. Rað var um kveldið í rökkrinu, að jeg heyrði mannamál í stofunni. Mjer lá við að stökkva upp úr rúminu, er jeg heyrði þann málróm, þrátt fyrir verkina, sem þjáðu niig. Jeg þekti þann róm of vel til þess, að villast á honum og öðrum. Jeg heyrði hann segja þessi orð við bústýru H.-bergs: »Er ungi Schneider veikur og við höfum ekki verið lijtin vita það? Jeg var hrædd um það fyrst hann eigi kom heim í gær og því ók jeg hingað. Gerið svo vel að fara með mig til hans.* »Með Ijúfu geði,« svaraði bústýran, »en ef prófessorsfrúin leyfir, skal jeg segja yður dálít- ið um veikindi hans og mitt álit, og sorglegt er, hvaða meðferð hann sætir, jafn efnilegt ungmenni. Hann liggnr nú rúmfastur vegna of mikillar vinnuhörku. Hann hefir fengið blóðspýting.* Jeg heyrði angistaróp og hjartað titraði í brjósti mjer. Nú varð þögn og bústýran mælti: »Hjer er vatn. Viljið þjer eigi drekka? Hefði mig grunað, að orð mín mundu valda yður slíkum sársauka, þá mundi jeg eigi hafa sagt neitt og . . .« »Hvar er stjúpsonur minn?« tók titrandi rödd fram í fyrir henni. Samstundis voru dyrnar opnaðar. Einhver hraðaði sjer yfir að rúmi mínu. Myrkrið olli því, að jeg gat eigi greint andlitsdrættina. Hún laut niður að mjer og titrandi hönd snart enni mitt og rödd hvíslaði: »Hvernig líður þjer, Richard ? Sagt er, að þú hafir blóðspýtiug og jeg hefi eigi betur rækt skýldur mínar við þig, en að þú hefir orðið að inna af hendi slíkt erfiði.« Nokkur tár hrundu niður á enni mitt. Jeg var svo hrærður, að jeg gat eigi mælt orð frá vörum. Bústýran kom inn með Ijós. Þá er Antonía sá hið bleika andlit mitt, grjet hún sáran. Mjer var eigi hægt að stilla hana. Hún kendi sjer um það, sem orðið var, og fullyrti, að ef hún hefði kunnað að taka mann sinn rjettum tök- um, muudi henni hafa tekist að hindra það, að hann kæmi mjer fyrir hjá hr. H.-berg. Antonía var gædd því sjaldgæfa hugarfari, að leita jafnan að sök hins illa hjá sjálfri sjer, en eigi hjá öðrum. Allar mótbárur mínar gegn þeirri sjálfsásökun hennar urðu árangurslausar. Hún leit svo á, að öll sökin væri hjá sjer. Loks spurði hún, hvort jeg þyldi að vera bor- inn niður í vagninn, svo að hún gæti farið með mig'heim með sjer; annars vaeri hún svift
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.