Nýjar kvöldvökur - 01.01.1921, Síða 56

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1921, Síða 56
52 NÝJAR KVÖLDVÖKUR. sinnar?* hvíslaði Gerða og tárin streymdu nið- ur vanga hennar. ‘ »Nei, hann á að eins tvær ástríður: Önnur er fjárgræðgin, hin ástin á indversku konunni hans. Líklegt er, að hún geri hann síðar að miljónamæring. Hann eiskar hana vegna feg- urðar hennar og dásamar hana vegna auðæfa föður hennar. Sjáið þjer nú, að þjer megið eigi láta hann vita, að þjer hafið þekt hann.* »Já, það sje jeg,c svaraði Gerða. »Látum hann vera hamingjusaman og njóta auðæfa sinna; hvorki kona hans nje dóttir skuiu raska heiil hans. Veslings mamma! Hvernig gat eiginmaður þinn gleymt þannig ást sinni og blíðu? Hvérnig gat hann þannig vanrækt skyldur sfnar við þig?« »Hann gat það af því að hann hefir aflað sjer auðæfa sinna með því, að fórna friði sam- visku sinnar.« »Friði samvisku sinnar?« tók Gerða upp eftir honum. Henni kom í hug samræðan í garðinum'kvöldið áður. »Já, jeg tek þau orð eigi aftur. En þjer megið eigi krefjast nánari skýringar af mjer. Yður mun máske furða á, að Bernhard óttast eigi mig, sem raskað get hamingju hans, en hann veit, að jeg hefi lofað að þegja og steypa honum því eigi f glötun. Við skildum á Vest- ur-Indlandi fyrir átta árum, en hittumst aftur fyrir misseri, þegar eftir lát konu minnar.* Strömberg strauk vasaklútnum um andlitið, eins og hann vildi hrinda á braut sárri endur- minning og rödd hans varð óstyrk: »Þá er jeg dvaldi í París, var jeg kvöld eitt hjá hr. D., Bernhard og kona hans voru þar einnig. Daginn eftir heimsótti hann mig og sárbændi mig um að segja eigi, að hann ættj konu og barn í Svíþjóð. Jeg lofaði honum að þegja og lagði við drengskap minn, en hann veit frá fornu fari, að óhætt er að treysta mjer. í gær hitti jeg hann í Lundúnum. Tengdafaðir minn hefir viðskifti við verslunar- fjelagið Bernhard og við fylgdumst að hing- að. í för með honum er Simson, æðsti skrif- Stofustjóri hans og trúnaðarmaður, Simson liefir nýlega verið í Svíþjóð í ýmsum erindum fyrir yfirboðara sinn. Við urðum samferða til Englands, og jeg hefi skilið það af orðum hans, að eigingirni Bernhards hefir eigi mink- að. Jæja, ungfrú Ahrnell, jeg grátbæni yður að vera vel á verði og koma eigi upp um yður meðan Bernhard dvelur hjer.« Strömberg stóð á fætur, gekk til Gerðu og sagði í vingjarnlegum, þýðum rómi: »Ef til vill hefir það haft svo góð áhrif á hann að sjá hina fögru og elskulegu dóttur sína, að hann býr svo um hagi hennar fram- vegis, að hún þarf eigi að vinna fyrir sjer, en verður efnalega sjálfstæð. Við vonum, að svo verði, og þjer getið verið viss um, að jeg geri það, sem í mínu valdi stendur, til þess að hvetja hann til að rækja skyldur sínar.« Gerða leit á hann. Viðvörunarröddin þagði. Andlit Strömbergs lýsti svo mikilli samúð og velvild, að sá, er reyndari var og tortrygnari en Gerða, hlaut að láta ginnast af því. Hann hiaut að vera vinur þeirra mæðgna. »Jeg þarf að biðja yður eins,« mælti Gerða með lágri, óstyrkri röddu: »Reynið eigi að fá hr. Bernhard til að gera neitt fyrir mig. Jeg vil eigi þiggja neitt af þeim föður, sem aflað hefir sjer auðæfa með því, að breyta móti heiðri sínum og samvisku.* »Þjer eruð drambsðm, ungfrú Ahrnell. En hafið þjer spurt hjarta yðar? Ef hr. Bernhard engi yður ríkulegan heimanmund, mundi það verða yður heilladrjúgt. Þjer gætuð þá orðið kona þess manns, sem þjer elskið.« Strðmberg horfði fast á Gerðu, sem stokk- roðnaði. »Jeg vil eigi kaupa hamingju mína slíku verði,« svarði Gerða. »Þá hefi jeg engu frekar við að bæta, en jeg skal verða við ósk yðar,« mælti Ström- berg og gekk til dyranna, en sneri sjer við og mælti: »Þjer eruð einstæðingur, ungfrú Ahrnell. Leyfið mjer því að ganga yður f föðurstað og veita yður ráð, sem þjer skuluð íhuga gaum- £æfilega,«
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.