Nýjar kvöldvökur - 01.01.1921, Qupperneq 60

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1921, Qupperneq 60
56 NÝJAR KVÖLDVÖKUR. þinni?« hrópaði Richard og greip með ákefð hendur hennar. »Nei, það getur eigi verið.* »Ást mín fylgir þjer alla daga, en samt verð- um við að skilja. Dagana, sem þú varst í burtu frá Lislehæð, gerðust þeir atburðir, sem gersamlega hindra samlíf okkar.« *F*að er ómögulegt!« hrópaði Richard og roði hljóp fram í andlit hans. »Hugsaðu um, hvað þú ert að gera; hafðu eigi ró mína og ást að leiksoppi. . f*á gæti svo farið, að jeg formæiti þjer.« »Richard, talaðu eigi þannig,* bað Gerða og spenti greipar. *Hjer á jarðríki átt þú einn hjarta mitt og hinumegin grafar er það einnig þitt, en jafn áreiðanlegt er einriig hitt, að við getum eigi og skulum eigi verða hjón.« »Gerða, er þetta síðasta orð þitt ?« spurði Richard og stóð á fætur. »Hlýddu á mig,« grátbændi Gerða. »Farðu eigi frá mjer í reiði.« »Jeg vil ekki og get ekki hlýtt á þig fyr en þú hefir svarað mjer. Er það fastur ásetning- ur þinn, að verða eigi konan mín?« »Já, jeg get ekki og má ekki verða það,« hvíslaði Gerða og fól andlitið í höndum sjer. Stundarkorn var gripið fast um handlegg hennar, en síðan slept. Gerða leit upp — Richard var horfinn. Morguninn eftir fjekk Gerða miða frá Ström- berg svohljóðandi: »Ungfrú Ahrnell! — Með eimskipinn R —, sem fer frá Lundúnum klukkan 3 síðdegis dag, förum við til Svíþjóðar. Gerið svo vel að hafa alt tilbúið klukkan 1. Hr. Smith hefir beðið mig að segja yður, að þjer megið láta vinnufólk hans hjálpa yður til að ganga frá dótinu. Elísa verður hjá afa sínum síðustu stundirnar. í flýti Pehr Strömberg. Gerða sendi Richard undir eins miða og bað hann að finna sig áður en hún færi. Boðberinn færði henni það svar, að herra Schneider væri farinn til Lundúna og væri eigi væntanlegur í bráð. Gerða var óhuggandi. Að fara burt án þess að kveðja hann, að fara burt án þess að geta sagt honum, að að eins ást — ástin í almætti sínu — hefði ráðið breytni hennar, það fanst henni óbærilegt. Eftir að búið var að klæða Elísu og koma dótinu fyrir, settist Gerða niður og skrifaði Richard langt brjef þrungið ást, og bað hann innilega að skrifa sjer nokkrar línur með þeirri huggun, að hann væri henni eigi reiður. Pá er hún hafði lokið brjefinu, kom Ström- berg til að sækja hana og dóttur sína. Klukkan eitt hjelt vagninn af stað með þau frá Lislehæð. Klukkan þrjú lagði eimskipið af stað, sem flytja átti Gerðu aftur heim til ætt- jarðarinnar eftir eins árs burtveru. VII. Sumarið var liðið. Fagurt septemberkvöld sjáum vjer Gerðu sitja á gamla staðnum við litla gluggann í Hökensstræti. Alt er óbreytt í híbýlum frú Ahrnell. Mari- anne situr í sama hægindastólnum og vinnur af kappi eins og fyr. Gerða saumar út. Ætla mætti, að tíminn hefði staðið kyr, ef andlit Gerðu hefði eigi augsýnilega verið alvarlegra og yfir því hvílt þunglyndisblær, sem eigi var þar áður. Hver sá, sem sjeð hafði Gerðu áður en Strömberg sterg inn í bústað móður hennar, mundi hafa átt erfitt með að skilja í því, hversu mikið eitt ár hafði getað breytt hinu áhyggjulausa barni, sem sat syngjandi að verki. Hún var nú orðin fullþroskuð kona. Henni var eigi ókunnugt um sorg þá og beiskju, gleði og hamingju, sem lífið hefir á boðstól- um. Lesa mátti úr augum hennar, að hugs- anir hennar, skaplyndi og tilfinningar höfðu breytt um stefnu. Endur og sinnum leit frú Ahrnell á dóttur sína, sem var önnum kafin við vinnuna. Hún hugsaði ef til vill á sömu leið og margar mæð- ur á undan henni: »Best hefði verið, að Gerða hefði eigi farið að heiman. Jeg hefði eigi átt að sleppa henni.«
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.