Nýjar kvöldvökur - 01.01.1921, Blaðsíða 62

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1921, Blaðsíða 62
58 NÝJAR KVÖLDVÖKUR. Pá er Gerða hafði lesið brjefið, fjekk hun Strömberg það aftur með þessum orðum: »Jeg mun biðja Richard Schneider og MiIIy Smith gæfu og gengis.* »Særir það yður eigi, að hann hefir .svo skjótt gleymt ást sinni á yður?« »Herra Strömberg, látum útrætt um þetta mál,« sagði Gerða í all-drembilegum róm. »Gjarnan mín vegna, einkum er jeg sje, að fregnin særir yður. Peim mun auðveldara að koma fram með uppástungu mína. Hafið þjer aldrei hugsað um að giftast?« »Nei. Fátækum stúlkum virðist eigi leyft að giftast af ást; að selja frelsi sitt til þess að sjeð sje fyrir manni, er eigi í samræmi við lífsregl- ur þær, sem jeg, barn vinnunnar, hefi lært.« »Hvers vegna eigi?« »Af því að jeg hefi vanist því frá bernsku, að sjá fyrir mjer sjálf og afla mjer lífsviður- væris. Að eins sá, sem eigi nennir að vinna, selur frelsi sitt, en eigi sá, sem hefir lært að starfa og elskar það frelsi, sem er ávöxtur þess.« »Þjer hafið þá ákveðið að giftast eigiP« »Já, það hefi jeg gert.« »En gerum nú ráð fyrir, að heill og ham- ingja margra væri undir því komin, að þjer giftust. Munduð þjer samt hika við það?« »Ef jeg elskaði eigi þann mann, sem byði mjer hönd sína, gæti jeg eigi orðið öðrum til hamingju. Frammi fyrir altari guðs get jeg eigi unnið rangan eið, en jeg gerði það, ef jeg lofaðist til að elska þann mann, sem jeg eigi elska.« , iRjer eruð eins fastákveðnar og þjer ættuð miljónir auðs,« mælti Strömberg og hnyklaði brýrnar. »Einmitt af því, að jeg á eigi annað en frelsi mitt og sjálfstæði, get jeg verið það,« svaraði Gerða. % »Þrátt fyrir ummæli yðar,« hjelt Strömberg áfram, »vil jeg samt, að þjer athugið uppá- stungu mína. Jeg bið yður að varpa eigi gá- lauslega frá yður því, sem yður nú stendur til boða, en íhuga gaumgæfilega breytni yðar. Synjun verður yður máske örlagaríkari en þjer æt!ið.« Strömberg stóð á fætur og gekk til Gerðu^ sem fann kuldahroll fara um sig alla. Hún skalf af kvíða fyrir framhaldinu af orðum hans. »Maður nokkur, sem kominn er af æsku- aldri, en elskar yður af heilum hug, býður yð- ur hönd sína. Hann er stórríkur. Hann get- ur búið móður yðar hamingjusama ellidaga, veitt yður virðingarmikið heiti og ást, sem aldrei kólnar, ef þjer viljið verða eiginkona hans. Á yðar valdi er það, að gera mann þennan hamingjusaman og ganga dóttur hans í móðurstað. Hann krefst eigi ástar af yður, því að hann veit, að hjarta yðar er öðrum gefið, en hann vonast til, að yður fari að þykja vænt um hann, þá er þjer sjáið, hve heitt hann ann yður. Pessi maður, sem leggur framtíðarheil! sína í yðar hendur, er Pehr Strömberg. Hann grátbænir yður um, að íhuga tilboð sitt vel áður en þjer hafnið því. Jeg æski einkis fremur en að verða stoð yðar í líf- inu, og jeg mundi verða ógæfusamur, ef að þjer neydduð mig til að verða óvin yðar. Að viku liðinni krefst jeg svarsyðar. Verið sælar.« Hann fór út úr herberginu. Gerða lagði aftur augun og þrýsti vasaklútnum að vörum sjer til þess að kæfa angistarópið, sem nærri var stigið upp frá brjósti hennar. Richard heitbundinn annari! Búinn að gleyma henni! Hann hafði eigi svarað brjefinu, sem hún sendi honum við brottför sína af Eng- landi — eigi fyrirgefið henni. Henni fanst hún vera svo einmana og varnarlaus. Henni fanst allar óheillir lífsins steðja að sjer. Hún var all-áköf í skapi að eðlistari og þjáðist hún þvi mikið í fyrstu, þá er andstreymi mætti henni og sársaukinn bar hana algerlega ofur- liði, en strax er frá leið, náði sálarþróttur hennar yfirtökunum. Hún varpaði þá af sjer drunganum, sem þjáningin hafði valdið, og leitaðist við að sætta sig við orðinn hlut eða vinna bug á bölinu. Þannig fór hún einnig nú að. Pá er mesti sársaukinn hafði linast, hóf hún upp höfuð sitt, þrýsti höndunum að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.