Nýjar kvöldvökur - 01.01.1921, Qupperneq 66

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1921, Qupperneq 66
62 NYJAR KVÖLDVÖKUR. VIII. F*á er umhugsunartími Gerðu var liðinn, nit- aði hún Strömberg þetta brjef: »Hr. verksmiðjueigandi! — Með fullri við- urkenning á þakklætisskuld þeirri, sem við mæðgur stöndum í við yður, svara jeg sam- kvæmt ósk yðar hinu heiðraða tilboði yðar. Hefði jeg eigi í Englandi lært að virða bseytni yðar og hinn göfuga hugsunarhátt yðar, mundi jeg hafa verið í þungum hug í dag, en sá, sem hefir sýnt mjer eins mikla velvild og samúð eins og þjer, getur eigi reiðst, er jeg segi hreinskilnislega, að jeg get eigi orðið konan yðar. Skapferli mínu og lundarlagi er þannig farið, að jeg verð slæm eiginkona, ef jeg giftist þeim, sem jeg eigi elska, og jeg vil aldrei takast þær skyldur á herðar, sem jeg finn, að jeg get eigi rækt. Jafn þakklát og jeg er yður fyrir tilboð yðar, jafn ákveðin er jeg í að hafna því, og JeS bið um, að þjer hugsið helst með hlýleik til yðar ætíð þakklátu Gerðu Ahrneil«. Strömberg var að drekka morgunkaffið, þá er hann fjekk þetta brjef, Hann las það tvisvar sinnum, braut það síðan hægt saman og var alt annað en blíður á svipinn. Hann lagði brjefið á borðið og tautaði: • ♦ Heimskulega mær, sem heldur að þu ráðir við mann með mínu skaplyndi. Jeg hefi verið göfuglyndur við þig, en af hverju? Af því að jeg elska þig frá því að jeg sá þig fyrst. Þú heldur máske, að bænir og blíðmæli hafi áhrif á mig? þjer skjátlast; jeg hugsa að eins um óskir mínar og fullnæging þeirra. Viljir þú bjóða mjer byrginn, þá vertu á verði, því að þau vopn, sem jeg beiti, eru hættuleg og þess eðlis, að óhjákvæmilegt er að þau tortími jajer algerlega, fátæka, vinavana, verndaralausa barn- inu, sem engan á að nema hruma móðurina. Urslit baráttu okkar eru fyrirfram ákveðin.« Hann reis á fætur, gekk að skrifborðinu og rftaði svohljóöandi brjef: »Jeg virði þær hvatir, sem valda neitun yðar, og ræði eigi meira um það mál. Jeg bið yður að eins að sýna mjer þá góðvild, að borða miðdegisverð í dag með frú Hólm og Elísu. Jeg þarf að heiman, en vonast til að geta vottað yður virðingu mína áður. Pehr Strömberg*. Brjef þetta átti þjónninn gð fá ungfrú Ahr- nell sjálfri. Pá er Gerða gekk inn í stofuna var Strðm- berg þar einn fyrir. Gerðu brá í brún við að sjá hann, og er hann með mikilli kurteisi gekk á móti henni og bauð henni inn í dagstofuna, fór hana að gruna, að samræða þeirra mundi eigi verða skemtileg. »Jeg verð að biðja ungfrú Ahrnell að veita mjer áheyrn stundarkorn í tilefni af miðakorn- inu, sem þjer senduð mjer,« mælti Strömberg um leið og þau gengu inn í hitt herbergið. Hann ýtti stól að Gerðu, en studdist sjálfur við Iegubekkinn. »Pjer hafnið tilboði minu,« mælti hann, »og þótt jeg virði hvatir yðar, vil jeg samt leyfa mjer að spyrja yður, hvort þjer breytið skyn- samlega gagnvart sjálfri yður og ættingjum yð- ar með því að fara þannig að. Jeg ræði eigi um móður yðar, eu minni yður á, að maður sá, sem nú er vinur yðar, getur orðið hræði- legur andstæðíngur, ef hann gerist óvinur yð- ar. Á hverjum haldið þjer að reiði mín bitni þá? Á föður yðar, sem algerlega er á mínu valdi. Auðveldlega get jeg látið hann sæta harðri refsingu. Hann lifir eigi að eins í tví- kvæni, en nóttina áður en hann fór frá Sví- þjóð myrti hann Hengel gamla, stal peningum hans og fór með þá til Vestur-Indlands, en veslings hásetinn, sem var alveg saklaus, var kærður og tekinn fastur.« Gerða sat sem steini lostin og starði fram undan sjer. »Haldið þjer, að þjer breytið nú rjett í að hafna þeim manni, sem veit alt þetta uin föð- ur yðar, og neyða hann þannig til að beita vopnum sínum og hegna bófa, sem nógu lengi hefir komist hjá rjettmætri hegningu.*
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.