Nýjar kvöldvökur - 01.01.1921, Side 69

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1921, Side 69
NÝJAR KVÖLDÖVKUR. 65 Gerða fór að verða háif kvíðafuli, er Ström- berg fór eigi. Hana tók að gruna, að eitt- hvað byggi undir. Henni fjell einnig miður, að hann hafði eigi augun af henni, og henni varð verulega órótt innan brjósts, þá er hann sneri sjer að henni og mælti: »Jeg á að bera yður kveðju frá Elísu, ung- frú Ahrnell. Hún fór að Vesturási' í gær.« Gerða hneigðí sig í þakkarskyni. Strömberg hjelt áfram: íRá er við töluðum síðast saman gleymdi jeg aðalefninu; jeg var svo ákafureftir að heyra ákvörðun yðar. En hreinskilnislega sagt, þá á jeg bágt með að trúa því, að þjer hafið tekið fulinaðarákvörðun. Pjer hafið máske skift um skoðun síðan í fyrradag. Ef svo er, þá getið þjer treyst á mtg í lífi og dauða.« Marianne leit á dóttur sína kvíðafull og ein- kénnileg á svip. »Jeg tek aldrei aftur það, sem jeg sagði, seinast er við fundumst,* fullyrti Gerða. »Ekki? Eruð þjer alveg viss um það?« »Já, fyllilega.* »Pá látum við útrætt um það mál, en snú- um okkur að brjefi, sem jeg hefi fengið frá hr. Bernhard,« mælti Strömberg og dró brjef hægt upp úr vasa sínum. Gerða náfölnaði, stökk á fætur og mælti: »f*jer ætlið þó eigi að lesa það?« »Jeg ætlaði ekki að gera það, en nú ætla jeg að gera það. Þjer hafið viljað haga því svo. Yður er einni um að kenna.« »Hvað er þetta, dóttir mín,« sagði Mari- aune, »leynirðu móður þína einhverju?* »Frú,« mælti Strömberg með kuldaglotti, sjeg er hræddur um, að dóttir yðar Ieyni móð. ur sína fleiru en einu.« »Gerða, hver er þessi Bernhard, sem þú vilt ekki að jeg heyri brjefið frá?« spurði Marianne og leit hörkulega á dóttur sína. Hin taugasjúka kona var svo æst, að hendur henn- ar skulfu. »Jæja, ungfrú Ahrnell, gerið svo vel að skýra móður yðar frá manni þessum og hvernig kunningsskap ykkar er háttað,« mælti Ström- berg. »P*jer neyðið mig eigi til að gers það?« Gerða þagði. Æðarnar þrútnuðu á enni hennar; hún átti í hörðu stríði við sjálfa sig. Rá er stundarkorn var liðið án þess að Gerða svaraði, stóð Marianne á fætur og hróp- aði með ákefð: »Jeg krefst þess, Gerða, að þú segir mjer, hvernig í öllu liggur.« »Mamma, jeg get eigi sagt þjer neitt um hr. Bernhard. Jeg get ekki frætt þig neitt um þann mann, þótt þú reiðist mjer og misskiljir mig.« »Pú hikar þá við að segja nnjer, hvernig kunningsskap ykkar er varið?« mælti Marianne svo æst, að hún gat varla staðið á fótum. »Jeg er ekki í neinum kunningsskap við hann, og jeg grátbæni þig, elsku mamma, að spyrja mig eigi frekar. Mjer er ómögulegt að segja þjer neitt um hann. Þú ættir að þekkja mig svo vei, að þú tryðir mjer, þegar jeg sver og sárt við legg, að dóttir þín hafi eigi franiið neitt það, sem verðskuldar reiði þína.« »Ef svo er, áttu ekki að dylja neitt. Viljir þú að jeg treysti þjer, þá verðurðu að vera — hreinskilin.« »En það er mjer eigi hægt; jeg mundi valda þjer sársauka með því.« Marianne dró að sjer hendurnar, sem Gerða hafði gripið um, sneri sjer að Strömberg og mælti: »Hr. Strömberg, jeg s»ri yður við dreng- skap yðar, að sýna mjer brjef það, sem þjer mintust á við dóttur mína. Jeg verð að fá að vita leyndarmál það, sem hún dylur fyrir mjer, enda þólt hjarta mitt springi af sorg.« Strömberg leit á Gerðu og lesa mátti úr augum hans: »Enn þá er tækifæri; með einu orði getið þjer bjargað móður yðar frá .því böli, aem mundi ríða henr.i að fullu.« Umhyggjan fyrir móðurinni varð nú þyngri á metum í hug Gerðu og hún tautaði: 9

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.