Nýjar kvöldvökur - 01.01.1921, Qupperneq 74

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1921, Qupperneq 74
70 NÝJARK VÖL.DVÖKUR. og gekk nú að borðinu. Háskólakennarinn at- hugaði brjefið gaumgæfilega. »Hver hefir ritað þessa utanáskrift?* spurði hann og ieit eigi á Kari, sem brá litum. »Ungfrú nokkur, Ahrnell að nafni, sem vön var að saurna fyrir ungfrú Hjort,« svaraði Karl. »Hefir hún saumað nokkuð fyrir mágkonu mína?« spurði háskólakennarinn, »Já,« svaraði Karl. Schneider lagði brjefið frá sjer með fyrir- litningarsvip og mælti: »Hún er þá saumamær, lifandi vjel og ekk- ert annað.« Hann leit í kringum sig og bætti við: »Hjer er safn allskonar hluta eins og á myndastofu. Rú virðist vinna í tómstundum þínum.« Schneider leit nú á skýliborðið og hjartað barðist eins hart í barmi Karls og hann hefði átt unnustu falda þar. Háskólakennarinn steig nokkur spor áfram, eins og hann hefði í hyggju að skoða, hvað væri bak við skýliborðið, en hann breytti um stefnu og færði sig nær dyrunum og rendi snöggvast augum á unglinginn, sem var skelfd- ur á svip. Schneider tók eftir þessu, en ljet eigi í svipinn á því bera, sjer í lagi þar eð grunur einn var sök í komu hans til Karls. Áður en hann fór, spurði hann Karl: »Hvernig stendur á því, að kona, sem skrifar svo fagra rithönd eins og er á þessu brjefi, skuli eigi hafa valið sjer annað starf en sauma?« - »Hún hefir verið og er mjög fátæk,« svar- aði Karl, »og kann lítið annað en að beita nálinni.« »Hún getur skrifað. Hvers vegna starfar hún eigi að afritun? Pað væri arðmeira og þreytu- minna en saumarnir.« »Líklega af því að hún hefir eigi haldið, að hún gæti tekist slíkt starf á hendur,« svaraði Karl. »Pekkir þú þessa saumamær nánar?« spurði háskólakennarinn. »Við vorum sambýlingar áður,« sagði Karl. »Spurðu hana þá, hvort hún geti tekist á hendur afritun fyrir mig. Jeg þarf á manni að halda, sem skrifar fagra rithönd, til slíkra starfa. Jeg skal borga henni vel og henni mun eigi veitast vinnan erfið.« Háskólakennarinn hjelt leiðar sinnar. Karl var í vafa um, hvort hann ætti að segja Gerðu frá tilboði háskólakennarans eða eigi. Að stundarkorni liðnu stökk hann á fætur og mætti: »Best er að ræða um það við Níels.« Karl fór í yfirhöfn sína og hjelt til bróð- ur síns. Þá er háskólakennarinn sá úr glugga sínum að Karl fór, hugsaði hann með sjer: »Skyldi ungmenni þetta beita mig brögð- um og ákærurnar gegn honum vera sannar?* Schneider fór frá glugganum og hjelt áfram hugsunum sínum: »Jeg er hræddur um, að eitthvað sje hæft í því, sem sagt er um hann, þótt jeg vildi óska, að svo væri eigi. Jeg verð að komast eftir því. Hafi hann stolið myndamótum frá rnjer, látið steypa eftir þeim og selt þau, þá á hann engrar miskunnar að vænta.« _ Háskólakennarinn tók lyklakippu úr skrifborði sínu og hjelt til herbergis Karls. Hann lauk upp dyrunum. Hann gekk inn og læsti á eftir sjer. Hann ýtti skýliborðinu til hliðar og svifti burt dúknum, sem huldi myndina. Hann starði lengi á þessa fögru líkneslqu. Loks mælti hann fyrir munni sjer: »Petta eru andlitsdrættir Sylvíu, fegraðir og göfgaðir. Hafi hann mót- að þessa mynd sjálfur, þá . . .« Schneider virti myndina mjðg vandlega fyrir sjer. Hann rannsakaði síðan alt í herbergi Karls nákvæmlega. Sú rannsókn leiddi það í Ijós, að Karl hafði eigi einu sinni tekið efnin frá húsbónda sínum, heldur keypt þau sjálfur. Háskólakennarinn virtist ánægður yfir árangr- inum af leit sinni og reyndi að láta eigi á henni bera. Enginn í húsinu hafði sjeð neitt til ferða hans. Pá er háskólakennarinn kom á vinnustofu sína, tók hann að gera frummynd að einhverju, sem hánn ætlaði að móta. Hann vann að því með kappi og áhuga.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.