Nýjar kvöldvökur - 01.01.1921, Side 75

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1921, Side 75
NÝJAR KVÖLDVÖKUR. 71 Karl grunaði eigi, að komið hefði verið inn í helgidóm hans og hugsjón hans sjónum leidd, en hjelt leiðar sinnar og steig inn í hús nokk- urt í Svartensstræti. í húsinu voru þrjú her- bergi og eldhús. Var það íbúð Gústavson skósmíðameistara. Hann hafði hlotið þá tign fyrir nokkrum mánuðum og hafði nú 2 sveina og einn námspilt. Stína var eins skapstygg sem fyr, en varð að sitja meir á sjer. Níels var lienni eftirlátur, en hún fjekk eigi að koma á vinnustofutia eða skifta sjer af málum hans. Níels var það sjálfum óskiljanlegt, af hverju hann var ókvæntur; hann unni Lovísu jafn heitt og fyr. Lovísa bar einnig ást í brjósti til hans, en orsökin til þess að þau giftust ekki var sú, að Lovísa hafði jafnan sagt: »Góði Níels minn! Við skulum ekki hugsa til þess fyr en þú ert orðinn meistari.« Pá er Níels loksins var orðinn það, var fyrsta spurning hans: »Jæja, Lovísa, hvenær eigum við þá að halda brúðkaupið?* Lovísa hafði færst undan. Níels varð óá- nægður og kvaðst hafa beðið nógu leugi; sagði að Lovísa ljeki sjer að helgustu tilfinn- ingum hans og fór frá henni í reiði. Pá er heim kom, hafði Stína látið það í veðri vaka, að Lovísa hefði fulla ástæðu til þess að giftast eigi. Sfína átti við, að hún væri svo bundin í báða skó, að hún gæti það eigi, og væri einnig of drambsöm til þess, að játa Níels æskuyfirsjónir sínar. Níels reiddist og sagði Stínu að þegja; örð hennar gerðu honum órótt í skapi. Hann gat eigi gért sjer grein fyrir framkomu Lovfsu, og fór að vantreysta henni; ákvað hann loksins, að biðja hana skýringar, Hann fór því til hennar og krafðist þess, að hún segði sjer af hverju húii vildi eigi halda brúðkaup. Hann var ákafur og ofsafenginn og særði Lovísu með orðum sínum. Hún fór að hágráta og kvaðst alls eigi geta sagt honutn málavöxtu, þótt hún hefði unnað honum heitt í 9 ár. Níels lýsti því yfir um leið og hann fór, að ef hún skýrði honum eigi frá ástæðum sínum, þá væru þau skilin að skiftum. Pefta hafði gerst daginn áður en Karl kom til að leita ráða hjá Níels. Karl gekk inn á vinnustofuna. Einn af svein- unum sat að vinnu. »Er bróðir minn heima?« spurði Karl. »Nei,« svaraði sveinninn. »Jeg held að hann sje genginn í kirkju.« »En Stína er auðvitað heima?« mælti Karl. »Já, hún fer eígi í kirkju, því að þegar meistarinn er að heiman, þá getur hún leikið lausum hala.« »Jeg kannast við það,« svaraði Karl og brosti. Karl fór inn í herbergi bróður síns. Rar var venjulega alt í röð og reglu, en nú var alt á ringulreið. Karl litaðist um og mælti fyrir munni sjer: »Ætli þeim hafi lent saman fyrst Níels er fatinn án þess að laga til? Pá lætur Stína reiði sína bitna á mjer. En hvað um það. Jeg hefi aldrei óttast hana. Leitt er, að Níels skuli ekki giftast Lovísu, svo að hann geti Iátið Stínu eina um geðvonskuna.« Karl var nú kominn að dyrum þeini, sem skildl herbergi Níelsar og Stínu. Hann nam staðar án þess að opna, því að ákafan grát- ekka var að heyra úr herbergi Stínu. »Hvað er á ferðutn?« hugsaði Karl. »ÆtIi Stína sje að gráta?« Hann hlustaði og heyrði röddina segja: »Nei, Stína, jeg stenst það eigi lengur, að Níels tortryggi ntig. Jeg verð að rjúfa loforð mitt og segja honum alt, ef að þjer gerið það eigi.* »A-ha,« hugsaði Karl. »Lovísa er að gráta. Stína hefir lijer haft hönd í bagga með.« Stína heyrðist segja glymjandi rómi: »Rannig efnið þjer það, sem þjer hafið lof- að fyrir guði, og þjer segist vera guðhræddar. Dálagleg guðhræðsla. Segið Níels það, sem yður sýnist; yður mun eigi hagur að því. Jeg er eigi álitin nein gæðamanneskja, en svo mik-

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.