Nýjar kvöldvökur - 01.01.1921, Qupperneq 78

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1921, Qupperneq 78
74 NÝJARK VÖLDVÖKUR. H e i m . Saga frá Síberíu eftir Nlkolaj Teleschov. I. Rað var heiðrík, kyrlát sumarnótt. Tunglið sáldraði silfurgeislum sínum yfir hjerað eitt eyðilegt í Síheríu, fiatlent, með lágum hálsum úti við sjóndeildarhringinn. Peir glóðu einnig á þakinu á fáeinum fjalabyrgjum við eina hina svonefndu *stöð« á póstveginum inni í Austur- Síberíu. F*au voru bygð sem nokkurskonar sæluhús handa rússneskuin bændum, sem á hverju ári leita til Síberíu, einkum þegar upp- skeran bregst heima. Út úr skugga eins þeirra skautst dálítill drenghnokki. Hann litaðist um alt í kring og hljóp svo í hendingskasti út á veginn, — veginn breiða, ósljetta, með djúpu hjólförununi, sem hann hafði komið eftir, þeg- ar hann kom heiman frá Rússlandi. Hann var stöðugt að líta til baka, því hann óttaðist, að sjer yrði veitt eftirför. En það kotn enginn á eftir horium, og að stundar- korni liðnu varð hann rólegri, nam staðar og bijes mæðinni og hjelt svo af stað i hægðum sínum í vesturátt. Hann var einn þessara svokölluðu munaðar- leysingja, einn hinna mörgu, er útílytjendurnir skilja eftir á leið sinni. Foreldrar hans voru bæði dáin úr taugaveiki og Semjan varð eftir á stöðinni einn síns liðs, innan um ókunnugt fólk og í ókunnu landi, nokkur þúsund rastir frá sveitaþorpinu, þar sem hann var fæddur. Hann mundi vel eftir hvítu kirkjunni þar með grænu hjálmhvolfunum, vatnsmylnunni og litlu ánni, Usjupka; þar hafði hann buslað í sefinu við bakkana með drengjunum og veitt krabba. Eti hvar þorpið lá og hvað orðið var af Usjupka, um það vissi hann jafnlítið og það, hvar hann nú var staddur. Hann mundi að eins eftir því, að hann hafði komið með foreldrum sfnum eftir þessum breiða vegi, er iiann nú var á ferð um, og að þau skömmu áður höfðu farið yfir fljót, er hlaut að vera að minsta kosti tíu sinnum breið- ara en Usjupka. Þar áður höfðu þau fyrst farið með járnbrautarlest stuttan spðl, svo yfir vatnsfall í bát og síðan á ný með járnbrautar- lest, og hann áleit, að með því að ganga nið- ur eftir veginum, hlyti hann að finna fljótið og svo kæmist liann aftur á járnbrautina og svo iieim í þorpið með hvítu kirkjunni, þar sem liann þekti alla berfættu drengina á götunni. Hann fór að hugsa um foreldra stna. Fyrst hafði faðir hans lagst og móðir hans hjúkrað honum, og þá hafði Semjan orðið að sjá um sig sjálfur. Eftir nokkurn títna dó svo faðir hans, en þá lagðist móðirin til svefns á ullar- voðina, sem þau komu með að heimau. Loks hafði húu verið lögð í kassa, eins ogfaðirinn, og borin út fyrir furutrje nokkur, er stóðu í röð skamt frá stöðirmi. Semjan mundi hvað hann hafði grátið sárt og beðið um leyfi til að fara heim, en menn höfðu sagt, að hann skyldi vera kyr þar sem hann væri kominn og bíða. Á hverjum degi fjekk hann rúgbrauð og kálsúpu, en þegar hann vildi tala við ein- hvern af fullorðna fólkinu, var honum atinað- hvort ekki svarað eða sagt, að það hefði ann- að að gera en hugsa um hann. Yfirmaðurinn á stöðinni, með einkennishúfuna, var loks einn- ig orðinn reiður bonum, og hafði sagt, að ef hann ekki vildi borða mat sinn og hætta að skæla, þá skyldi hann verða dreginn á eyrun- um. Fyrir utan Semjan voru þrjár litlar stúlk- ur og einn drengur á stöðinni. Foreldrar þeirra höfðtt gleymt að taka þau með, þegar þeir fóru. En þau börn voru svo ung, að þau gátu varla gengið stuðningslaust, svo hann hafði ekkert gaman af að Ieika við þau. Rannig liðu dagar og vikur. Semjan bjo alt af í fjalabyrginu og fékk ekki leyfi til að leggja einn af stað. Loks varð hann leiður á þessu. Vegurinn, sem lá beint til Usjupka, var rétt fyrir utan húsið. Úr því hann ekki fjekk leyfi íil að fara með góðu, þá datt hon- um í hug að strjúka. Rá komst hann aftur til drengjanna prestsins, sem áttu öli ósköp af
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.