Nýjar kvöldvökur - 01.01.1921, Síða 81

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1921, Síða 81
NYJAR KVOLDVOKUR. 77 sjer á knje og bað þessum orðum: aDrottinn, látíu veturinn koma fljótt!« Stundum gekk hann fram hjá hálf-fúnum og slcektum trje- krossum úti á víðavangi. Hvergi sást hús eða kofi í nánd, bara skógurinn á aðra hlið og heiðin á hina. Semjan stóð hálfgerður beyg- ur af þessum trjekrossum. Reir miniu hann á leiði foreldranna á stöðinni. Og þótt hann þreytíur væri, greikkaði hann sporið og hvísl- aði kjarki í sig rheð orðunum indælu: heirn, heim! Einu sinni kom hann í stóran bæ. F*að var á sunnudegi og Semjan heyrði langt til drun- urnar í stóru dómkirkjuklukkunni. Pær mintu hann á litla þorpið hans heima, og hann fór að hugsa um garðinn prestsins; þar var svo mikið af indælum, rauðum eplum. Gamli vin- ur Semjans, hringjarinn, hafði stuudum sótt þangað nokkur epli handa honum og murrað: »Hana, nagaðu þau, Semjan; þú hefir góðár tennur. Naslaðu þau í þig, bjáninn þinn!« Með hvílíkum fögnuði mundi hann nú ekki hafa klifrað upp í kirkjuturninn til að borða eplin sín og hjálpa gamla hringjaranum til með að toga í klukkustrengina þangað til honum þótti nóg um og hann rak Semjan niður aftur! Utan til í bænum stóðu nokkur gráieit, lág timburhús í röðum beggja megin vegarins, með rauðum og grænum pjáturþökum, illa hirt- um. Fyrir utan þau var jafn margt af svínum og hænsuin eins og mönnum, ef ekki fleira. F*egar lengra kom, byrjaði hinn eiginlegi bær, með hvítum steinhúsum og Ijóskerum meðfram gangstjettunum. Öðru megin við torgið gnæfði há kirkja með fimm hjálmhvolfum og járn- grindum hringinn í kring. Hinum megin var hús eldsvoðavarðarins með háum, mjóum bjálka- turni. Uppi á honum spígsporaði varðmaður. Svo tók við Iöng gata með steinhúsum til beggja hliða og síðan komu aftur timburhúsin. I pílagrímshúsinu bak við kirkjuna hafði Sem- jan fengið fulla skál af heitri súpu og eins mikið af rúgbrauði og hann gat torgað. Nú labbaði hann glaður og ánægður eftir vegin- um út úr bænum aftur. IV. Pað var farið að hausta. »Guði sje lof,* hugsaði hann, »nú kemur veturinn bráðum.« Og honum virtist heimilið færast nær og nær. Á leið hans sáust eklci lengur niislitu fiðrildin. Birkilaufið varð ljósgult og loftið tók á sig fölvan, vatnsgráan hlæ. F’að var oft æði kalt á aiæturna. En Semjan hugsaði að eins; »Guði sje lof, nú er þess ekki langt að bíða, að jeg komist heim!« Eitt sinn snemma morguns gekk Semjan eftir póstveginum; hann var svangur, því hann hafði enn ekki fengið neitt að borða. Hann kom þá auga á mann, er sat flötum beinum undir viðarruuni rjett hjá veginum. Semjan nam stað- ar og mændi vonaraugum á harðsoðið egg, er maðurinn var að plokka skurnið af og beit í með rúgbrauðssneið. »Hvað Vilt þú?« spurði maðuiinn og hjelt áfram að tyggja. Maður þessi var hniginn á efra aldur, magur með innfallin augu og þunt skegg. Hann v.r í tiglóttri treyju, er leit út fyrir að hafa verið snotur einu sinni, en var auðsjáanlega ekki saumuð handa honum. »Hvað vilt þú?« endurtók hatin og hvesti augun á Semjan. »Afi,« stamaði Semjan smeyluir, »gefðu mjer ofurlitinn brauðbita < »Já, því ekki það, vinur minn. Jeg hefi sjáifur betiað þetta brauð út, og það er ekki nema rjett að skifta því.« Hann gaf honum part af brauðsneiðinni og spurði svo: »Hvert ætlarou annars að fara?« »Jeg ætla heim — til Rússlands!« — »Til Rússlands? Pað ætla jeg líka! En hvernig stendur á ferðum þínum?« Semjan sagði honum æfintýri sitt út í æsar, hversu leiðinlegt hefði verið á stöðinni, hve mjög hann hefði þráð að komast heim og hvernig honum loks tókst að strjúka um nótt- ina. Gamli maðurinn hlýddi á sögu hans og kinkaði kolli ánægjulega. »Þú ert heilmikill maður,« sagði hann, þeg- ar sagan var á enda, og klappaði á öxlina á Semjan. — »Jeg er bara hræddur um, að lánið verði ekki með þjer. Að það fari fyrir þjer eins og nijer: hvorki heimili eða hús, ekki einu sinni hundahús. Pá er lífið verra en hundalífU — »En hvaða maður ert þú, afi?« spurði Semjan og settist hjá gamla manninum. — »Hvaða maður jeg er? Hvað ætti jeg svo sem að vera? Jeg er alis ekki neitt!« Gamli maðurinn horfði út í bláinn og strauk hendinni gegnum þunna hárið. Síðan hjelt hann áfram: »Já, drengur minn, þú ert ung- ur, eti samt laðar heimilið þig til sín; það laðar og heillar eins og móðir með útbreidd- an faðminn, svo rnaður getur hvergi haldist við fyrir heimþrá. Svo gengur tnaður og geng- ur, þótt það ætti að vera heiminn á enda, til þess að líta fósturjörðina enn einu sinni. Svona er þráin sterk!« »Hey«ðu, afi! Heldurðu að jeg nái t:l Rúss- lands í vetur?«
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.