Nýjar kvöldvökur - 01.01.1921, Síða 82
78
NYJAR KVÖLDVÖKUR.
fNei, það geturðu ekki, drengur minn, því
nú fer tíðin að kólna og þú hefir ekkert utan
yfir þig. Jeg hefi láiað um í mörg ár, svo
jeg þekki veðrátíuna lijer. Nei, það hepnast
ekki — þú deyrð úr kulda.«
Semjan varð háif-hnuggiiin, þegar hann heyrði
þetta. Gamli maðurínn varð iíka hugsi. Reir
þögðu báðir um stund. »Jæja, hvert ættarðu
þá að halda?« spurði ókunni maðurinn og stóð
upp. — »Jeg, afi? Jeg ætla heim!« — »Nú,
jeg ætla líka heim. Við getum þá orðið sam-
ferða.« St'ðan hjeldu þeír af stað í hægðum
sínum.
V.
Rað var orðið dimt, Hellirigning hafði verið
allan seinni part dagsins, svo ókunni maðurinn
og Semjan voru báðir holdvotir. »Haltu áfram,
litli v;nur, áfram!« sagði gamli maðurinn. »Nú
fer hausíveðráttan harða að byrja og við erum
enn ekki komn'r að landamærunum við Ural-
fjöllin. Hvað ætli verði úr þessu?* — »Jeg
skal haida áfram, afi!« — »Já, ekki veitir af,
því við eiguni enn langan veg fyrir höndum.
Bara að hann ekki frysti, því þá værum við
illa staddir.«
Rótt Semjan væri þreyttur, lá vel á honum.
Honum hafði vaxið hugur við að hitta gamla
manninn. Haim vissi, að afi inundi koma sjer
heim, Rað var líka skemtilegt að haía einhvern
að tala við. Og afi sagði honum margar sög-
ur, bæði úr þorpinu, þar sem hann var upp-
alinn, og frá Síberíu, þar sem menn grafa gull.
Hann sagði honum einnig ýmislegt af iangels-
unum og lífinu þar, um vetrarharðir.din í Sí-
beríu og grænu grösin fögru á vorin, sein
heilla hugann, svo að niaður ekki getur annað
en hlaupið af stað heiin.
»Erum við bráðum komnir heim, afi?«
spurði Semjan.
»Nei, en sjáðu nú til. Nú fer okkur að
veitast erfiðara að fá eitthvað til lífsviðurhalds.
Pað þýðir, að við erum farnir að nálgast Rúss-
land. En ef við komumst alla leið yfir fjöllin,
þá versnar um allan helming; þess vegna segi
jeg: það er best að luaða sjer. Fólkinu í Rúss-
landi þykir vænt um skildinginn, en það er
vara, sein hvorugur okkar hefir. Maður verð-
ur að liggja á nóítunni hvar sem vera skal og
borða það, sem maður sjálfur getur náð í.
Síbería er vingjarulegri, vinur minn; skilurðu
það! Samt er nú best að vera laus við þau
vinahót. Og þess vegna segi jeg enn: það er
best að hraða sjer!«
Kippkorn frá veginura hafði flutningsvagna-
lest búist fyrir til næturhvíidar. Dimt var og
kalt og rauður bjarminn frá stóru báli sendi
vinalega geisla til þeirra fjelaga og benti þeim
að koma. í skugganum á bak við glórði í
hestana, er höfðu verið Ieysíir frá vögnunum
og hoppuðu nú um og rifu í sig grasið. Bænd-
urnir sátu kringum eldinn og ornuðu sjer nteð-
an þeir bjuggu til kveldverðinn.
»Hjer sje guð!« sagði gamli maðurinn og
gekk að bálinu. »Megum við ekki verma okk-
ur ögu lijerna hjá ykkur?« — »Pví ekki það?«
sagði einn í hópniim. Gamli maðurinn settist
niður og rjetti loppnu hendurnar yfir eldinn;
Semjan settist líka. Blautu fötin hans fóru brátt
að þorna og það fór þægindahrollur niður
eftir bakinu á honum.
»Hvaðan eruð þið annars?« spurði einn
bændanna og horfði í andlit ókunna mannsins.
— »0, við erum nú á heim!eið!« — »Er
drengurinn þarna máske sonur þinn?« — »Neí,
hann varð edir af útflytjendunum og á hvorki
föður eða móður.« — »t)ú ert víst sæmilega
blautur, anginn litli!« — Mennlrnir Ijetu Sem-
jan fá besta staðinn við eidinn. Rar sat hann
í hnipri og horfði á, hvernig greinarnar beygð-
ust og engdust í eldinum og á grautarpottinn,
er vall og sauð í. Samtalið snerist um upp-
skeruna, vinnulaunin og þesskonar. Svo kom
maturinn. »Reyndu nú að borða eitthvað,*
sögðu þeir við Semjan. »Rú eit helblár af
kulda, veslingur, alveg eins og plokkaður
hænuungi!«
Semjan borðaði á við tvo og lagðiit svo til
hvíldar. Pað var gott að teygja úr sjer við
eldinn eftir að hafa borðað heitan kveldmat.
Það brakaði og brast svo ánægjulega í viðnum
og lyktina lagði til hans af blautum berkinum,
alveg eins og hafði verið heima í þorpjnu
hans. En hefði hann verið þar, þá mundi
hann áreiðanlega ekki hafa verið lengi að grafa
upp nokkrar kartöflur og fleygja þeim á eldinn.
Semjan mundi vel eftir þessum glóandi heitu,
háífbrunnu kartöflum, sem mann svíður í fing-
urria af, en lykta ilmandi og braka milli tann-
anna. Hátt yfir höfði hans sldnu stjörnurnar
jafn skærar og jafn þjettar þeim, er spegluð-
ust í Usjupka ánni. Hann fór að hugsa um,
að það gæti ómögulega verið langt eftir þang-
að. Fætur hans voru stirðir af þreytu; kuld-
ann lagði frá berri jörðinni á bakið og hlið-
ina á honum. En frá eldinum iagði aftur nota-
legan yl á andlitið oq brjóstið, og honum var
næstum ol heitt á hnjánum. Samtalið var orð-