Nýjar kvöldvökur - 01.01.1921, Side 83
NÝJAR KVÖLDVÖKUR.
70
ið slitrótt og Semjan heyrði afa segja: *Já,
vinir minir, það er enginn leikur!« — Og
bændurnir svöruðu: »Nei, það er það ekki!«
— Svo urðu raddir þeirra daufar og ógreini-
legar, líkt og býilugnasuða. Rjett á eftir fóru
rauðir hringir að dansa fyrir augum Semjans
og síðan brá Usjupka-ánni fyrir; fyrir handan
hana sást greinilega garðurinn prestsins. Sem-
jan ætlaði að stökkva út í ána, þótt vatnið
væri kalt, og synda yfir um, en gamli maður-
inn þreif i fótinn á honum og sagði: »Nei,
það er enginn leikurl* — Síðan fóru rauðu
og grænu hringirnir að dansa aftur, og þeir
urðu svo margir, að þeir runnu saman í eitt.
Semjan svaf eins og steinn.
VI.
Hann vaknaði snemma morguninn eftir. Pað
var skýjafar á loftinu og k2ldur vindurinn rauk
með byijum inn í slokknað bálið, þyrlaði ösk-
unni út milii viðarstubbanna og dreifði henni
víðsvegar. Bændurnir voru allir á burtu og
ókunni maðurinn lá f hnipri á jörðunni. Sem-
jan reis upp. »AfiU kallaði hann til gamla
mannsins, en fjekk ekkert svar. »Hvar eru
bændurnir?« datt honum í hug, og alt í einu
varð hann hræddur um afa. .Vindurinn ýlfraði
og þeytti burt ösknnni, það skrjáfaði og urg-
aði í nokkrum hálfbrunnum greinurn og langt,
langt utan af sljettunni bárust eins og ömur-
legar stunur til hans. »Aíi!« kallaði Semjan
aftur, en vindþyturinn yíirgnæfði köll hans.
Augun lokuðust móti vilja hans og höfuðið
hneig niður á aðra öxlina. Hann lagðist út
af aftur og úr öllum áttum þaut við í eyru
honum: s —s—s—s. Hann dreymdi eitthvað
óljóslega utn, að ræningjar væru komriir og
hefðu drepið gamla nsanninn. Svo virtist hon-
um, að hann vera kominn að þorpshliðinu
heima, og að einhver varnaði honum inngöngu,
en drægi hann með sjer út á víða völlu; þar
stóð stórt hús. »Nú, svo þú ætlar heim!« er
aagt með hryssingslegri rödd. Maður með ein-
kennishúfu á höfði hellir heitri kálsúpu í munn-
inn á honum, langt niður í hálsínn. Og súp-
an er svo sjóðheit, að það fer að loga innan
í honuni. Höfuðið þrútnar út af reyknum
og barkinn herpist saman. Semjan er alveg
að kafna. — — Við það vaknaði hann.
Við hlið hans situr ókunni maðurinn og
hristir höfuðið, efablandinn á svip. »Hvernig
líður þjer, drengur tninn?« spyr hann og legg-
ur hendina á enni hans. Uppi yfir sjer lítur
Semjan þokudrungað loftið, þunt, grátt skegg
og tvö dapurleg augu. »J*ja, vinur minn.
Rú ert víst ekki heilbrígður?« — »Afi!« var
alt, er Semjan gat sagt. »Nú-nú, stúfur, reyndu
að standa upp!« — Gamli maðurinn lyfti hon-
um upp, setti haun á kuje sjer og Ijet hann
halla höfðinu að brjósti sjer. »Reyndu nú að
jafna þig, svo við getum komist dálítið lengra,
því ekki dugar að deyja hjer. Guð mun hjálpa
okkur!«
Að klukkustundu liðinni stauiuðust þeir of-
urhægt niður eftir veginum og hjeldu hvor ut-
an um annan. Gamli maðurinn varð að styðja
Senijan, því hann var svo óstyrkur, að hann
gat ekki gengið einsamall. »Verst að það er
svo langt til bæjarins,« sagði gamli maðurinn.
»Rú verður að fara á sjúkrahúsið. Rað er
stór munur með þig eða mig: Rú getur að
likindum beiðst inngöngu þar, en mjer er best
að láta sem allra minst sjá mig í bænum;
best af öllu, að jeg ekki kæmi þar.«
Eftir litla stund nam Semjan staðar og hneig
niður. »Afi, fæturnir vilja ekki leugra — lof-
aðu mjer að bvíla m'g ofurlitla stund!« —
»Við skulum þá heldur fara þarna inn í skóg-
arjaðarinn — þar er skjól. Styddu þig við
mig — svona! Nú höldum við af stað!«
Reir settust í rjóðtir í skóginum og gamli
maðtirinn safnaði santan kvistum og iaufi handa
drengnum að liggja á. »Reyndu nú til að sofna
dálitla stuttd; það getur-skeð, að þjer skáni
við það.« —■ »Afi,« sagði Semjan með bæn-
arróm, »farðu ekki frá mjer, svo jeg liggi hjer
einsamall. Farðu ekki fiá mjer, afi!«
Hann fór að gráta beisklega, en þá voru
kraftarnir þrotnir. Alt fór að hringsnúast á
flugaferð í kringum hann og það var eins og
klipið væri með töngum í gagnaugun.
»Heim, heim!« stundi hann nokkrum sinn-
unt og leitaðist við að lyfta blýþungu augna-
lokununt, en hann gat ekkert greint lengur;
alt stóð í ljósum logum kringum hann. Stund-
um virtist honum hann liggja meðal ókuunra
niaima í óktinnu húsi. Einu sinni sá hann
móður sína greinilega, og í annað skifti busl-
aði hann í sefinu við Usjupka-ána. Svo komu
ókunnu mennirnir altur og einn þeirra sagði
eitthvað við hann, en Semjatt svaraði engu, —
hann var að leita að afa og gat ekki fundið
hann. — Dagur og nótt runnu saman í eitt,
og loks. lauk Semjan upp augunum og var
með fullu ráði.
Hann lá í járnrúmi inni í hvítmálaðri stofu.
Hann horfði á hvítt loftið uppi yfir sjer; á því
var gulur blettur eftir regnvatn, sem lekið hafði