Nýjar kvöldvökur - 01.01.1921, Page 84
80
NÝJAR KVÓLDVÖKUR.
niður. Hann sá líka ofurlítið grannvaxið, blað-
laust trje, er riðaði fram og aftur fyrir utan
gluggann og hugsaði með skelfingu: »Nú er
jeg kotninn aftur á stöðina!« Og hánn ætlaði
að stökkva á fætur og hlaupa sinn veg, en þá
gat hann hvorki hrært legg nje lið og höfuðið
var eins og gróið fast við koddann. »Hvar
er afi?« hugsaði Semjan og litaðist um eftir
honum. En hann sá hvorki afa eða skóginn
eða póstveginn með djúpu hjólförunum. Pá
varð hann sárhryggur út af því, að gamli föru-
nauturinn hans hafði látið hann liggja svona
eftir og tárin runnu niður eftir fölu, mögru
kinnunum.
VII.
Nokkru seinna stóð Semjan við gluggann
og horfði út á mannauða götuna, þar sem
vindurinn feykti visnum blöðum í vatnspyttina
og Ijet þau sigla, Hann var í gráum sjúkra-
hússfötum og enn þá fölur og máttlftill eftir
lungnabólguna. Bak við hann stóð einn eftir-
litsmannanna á sjúkrahúsinu, aldraður uppgjafa-
undirforingi, og gægðist einnig þegjandi út á
götuna, eins og þar væri eitthvað skemtilegt
að sjá. — Hann hafði þegar oft sagt Semjan,
að gamall maður, illa klæddur, hefði komið
með hann í fanginu til sjúkrahússins. En í
ganginum höfðu þeit mætt lögreglustjóranum,
sem var á eftirlitsferð. Lögreglustjórinn leit
framan í gamla manninn. »Nei, sjáum til, góð-
an daginn! Við mætumst þá hjerna! Jeg hjelt
annars að þú værir vel geymdur í Krasnojarsk!*
Gamli maðurinn var nærri hniginn niður. »Nú,«
hjelt lögreglustjórinn áfram, »svo þú ert kom-
inn á ferðalag aftur!« — Hann var strax grip-
inn þarna. Þetta er í þriója skiftið, sem hann
hefir strokið; nú strýkur hanu ekki framar. í
hvert skifti, sem Semjan ias kvöldbænina sína,
bætti hann við: »Drottinn, frelsaðu afa frá
lögreglustjóramini!«
»í dag verða fangarnir sendir af stað hjeð-
an,« sagði hermaðurinn. »Gættu að! Nú fara
þeir bráðum að koma! — Parna lcoma þeir!«
Semjan hlustaði; uiidarlegt, dimt hljóð barst
til eyrna hans. Svo kom hópur hermanna í
háum stígvjelum og með byssur um öxl. Rjett
á eftir þeim gengu um tuttugu inenn í gráum
kuflum, með gráar, kringlóttar flókahúfur á
höfðum og sefskó á fótum. Fjötrarnir hringl-
uðu um úlnliði þeirra og slógust um öklana.
Beggja megin við þá og á eftir þeim gengu
hermenn; allir báru þeir sig kuldalega.
Semjan fann hjartað slá hægra og hægra í
brjósti sjer meðan haun rreð andlitið við rúð-
una slarði inn í þennan gráklædda hóp, til
þess að reyna að sj/i eitt kunnugt andlit. Alt
í einu rak hann upp hljóð, eða öllu heldur
örvæntingaróp, og fór að berja á rúðuna með
hnúunum. »Afi, afi, afi!« Hann hafði komið
auga á gainla vininn sinn meðal fanganna;
hann gekk höktandi í fjötriitium rjett fyrir ut-
an gluggann. »Afi, afi!« hrópaði Semjan;
hann gleymdi sjálfum sjer fyrir ótta og gleði.
Margir litu upp, er þeir heyrðu dumpið í rúð-
una, gamli maðurinn Hka. Semjan leit inn í
gráu, döpru augun hans og las ástúðina út úr
þeirn, er hann drap raunalega höfði til hans
að skilnaði.
Tárin flóðu niður andlit drengsins veika og
hjartað barðist svo ótt, að það var eins og
það ætlaði að springa — en fangarnir voru
þegar horfnir fyrir strætishornið. Semjan hjelt
samt áfram að berja á rúðuna og hrópa: »Afi!«
En eftirlitsmaðurinn í stofunni sagði önuglega:
»Af hverju ertu að öskra? Hættu þessu góli!
Pú verður víst bráðlega sendur heim á sveit-
ina þína, því þú ert ekki annað en barn og
lrefir ekkert að gera hjer, þegar þú á annað
borð ert orðinn frískur. Pú. verður bara send-
ur heim — skilurðu það? Hættu svo að
grenja!«
En drengurinn grjet samt, þrýsti andlitinu að
rúðunni og reyndi að sjá íyrir hornið, þang-
að, sem vinurinn hans tryggi og lífgjafinn,
ókunni maðurinn, drógst þögull áfram í fjötr-
um sínum.
Þorst. M. G. Hörgdal, þýddi.
SKR/TLUR.
íri mætti lögregluþjóni á götu, seni veifaði bar-
efli í hendi sjer.
»Hvað er klukkan?* spurði Irinn.
Lögregluþjónninn lemur bareflinu í höfuð honum
og segir: »Sló eitt rjett í þessu.«
»Ó, guð, jeg þakka þjer, að jeg kom ekki einni
stundu fyr,* varð íranum að orði.
Prestur einn átti dóttur, sem var fremur gefin
fyrir að vera úti seint á kveldin og skelti skolleyr-
unum við hinum kristilegu áminningum föður síns.
Eitt sinn sem oftar kom hún heiin nær miðnætti
og fann húsið lokað, en komst þó inn um glugga
og til herbergis síns. Morguninn eftir, þegar prest-
ur situr að morgunverði, kemur dóttir hans inn í
borðsíofuna, en um leið og prestur sjer hana, hróp;
ar hann í kennimannstón: »Par ertu þá komin, þu
lastanna og djöfulsins barn!« ... -
»Qóðan daginn, faðir minn!« svaraði dóttirin i
bljúgum undirgefnisróm.