Fréttatíminn - 29.11.2013, Page 38
É g gifti mig 16 ára. Í araba-löndunum eru stelpur yfir-leitt giftar á aldrinum 16-22 ára. Á þeim aldri eru þær
eftirsóttar. Þá eru þær kannski bara
búnar að læra að lesa og skrifa en eru
ekki farnar að hugsa sjálfstætt og
það finnst karlmönnum eftirsóknar-
vert. Vel menntuð kona er ógn. Karl-
menn forðast konur sem vita meira
en þeir. Það er ekki bara þannig í
arabaheiminum,“ segir Amal Tamimi.
Hún er fædd og uppalin í Jerúsalem
í Palestínu en flúði heimilisofbeldi
eiginmannsins árið 1995 og fór með
börnin þeirra fimm til Íslands. Nafn
Amal merkir Von og það er einnig
titill ævisögu hennar sem Kristjana
Guðbrandsdóttir blaðamaður ritar og
er nýkomin út.
Við mælum okkur mót á Íslensku
kaffistofunni og Amal er að borða ís-
lenska kjötsúpu þegar ég mæti. Hún
segist vera mjög hrifin af henni og að
þegar hún bjó í Palestínu hafi hún líka
oft borðað matarmikla kjötsúpu með
lambi. Það er kalt þennan dag og það
er einmitt á slíkum dögum sem henni
finnst íslenska kjötsúpan best.
Lítil hrædd stelpa í fangelsi
Amal hafði marga fjöruna sopið í
Palestínu áður en hún kom til Íslands.
Hún var 7 ára þegar sex daga stríðið
stóð yfir í júní 1967 og Ísrael tók yfir
austur-Jerúsalem og Vesturbakkann
en stríðið var aðeins hluti af áralöng-
um deilum Ísraela og araba
allt frá stofnun Ísraelsríkis
árið 1948. Aðeins 13 ára
gömul fór Amal í fangelsi
í fyrsta og eina skiptið. „Á
okkar svæði var það ekki
jafn mikið tiltökumál eins
og hér á Íslandi. Í Palestínu
eru 13 ára börn handtekin,
lamin illilega og drepin. Við
ólumst upp við að öll rétt-
indi voru tekin frá okkur.
Ég tók þátt í mótmælum
gegn því að Ísraelsríki væri
að taka yfir landið okkar
eins og margir krakkar
gerðu og ég var handtekin
eftir að ég kastaði steinum
að hermönnum. Það var
erfitt að fara í fangelsi en
það var litið á alla sem fóru
í fangelsi fyrir mótmæli sem hetjur
þannig að ég gat ekki talað um tilfinn-
ingar mínar. Ég var bara lítil hrædd
stelpa sem var lokuð inni í myrku
herbergi í tvær vikur og fékk ekkert
að tala við mömmu mína. Um tíma
hélt ég meira að segja að hún væri
dáin. Vistin í fangelsinu var hræðileg
og hafði mikil áhrif á mig. Ég ákvað
að ég ætlaði aldrei aftur í fangelsi.
Frekar vildi ég vera skotin.“
Brátt kom að þeim tíma að jafnöldr-
ur Amal fóru að trúlofa sig. „Þegar
stelpa verður ung kona, fer að fá brjóst
og byrjar á túr, þá fer fólk að spyrja
um hana. Foreldrar sem eiga kannski
25 ára ólofaðan son eru að leita að
brúði handa honum og spyrja þá for-
eldra stúlkunnar hvort þeir séu til í að
láta hana giftast syni sínum. Þetta er
allt samkomulag og þannig frétti ég
af minni trúlofun. 16 ára gömul fór ég
í skólann með trúlofunarhring og það
þótti mjög flott. Það þýddi að einhver
hafði verið að spyrja um mig. Í þessu
samfélagi skiptir ekki máli hvað þú
gerir eða hvað þú kannt, aðalmálið
er að vera gift kona og eignast börn.
Það er markmiðið og öllu er fórnað
til þess. Við sem ólumst upp við þetta
vissum bara ekki betur.“
Andlega ofbeldið verst
Hjónaband Amal og Muhammad var
afar stormasamt. Þau voru aðeins rétt
trúlofuð þegar hann byrjaði að niður-
lægja hana og skipa henni hvernig
hún ætti að haga sér. Amal sagði
móður sinni frá hegðun hans en hún
þvertók fyrir að Amal gæti hætt við
brúðkaupið. Það myndi frekar skaða
orðspor hennar að slíta trúlofun enda
þvert á allar hefðir. Saman eignuðust
þau fimm börn. Fyrst var áherslan
á að hún eignaðist son, því þeir
einir voru álitnir gleðigjafar fyrir fjöl-
skylduna, og síðan að hún eignaðist
annan son því hefð samkvæmt þurftu
drengir að eiga minnst einn bróður.
Fjórða barnið var sonur og það fimmta
líka. Kannski sem betur fer því annars
hefði hún þurft að eignast enn eitt
barnið.
„Þetta var erfitt hjóna-
band og ég var aldrei ham-
ingjusöm. Mér fannst and-
lega ofbeldið verst. Með
árunum fannst mér bar-
smíðarnar einhvern veginn
verða ásættanlegri,“ segir
hún. Lögum samkvæmt gat
Amal ekki skilið við eigin-
manninn án þess að missa
forræði yfir börnunum. Í
nokkurn tíma lagði hún
því um á ráðin að flýja með
börnin fimm til Íslands þar
sem bróðir hennar bjó, Sal-
mann Tamimi. Hún flutti
til Íslands árið 1995 með
þau Falasteen, Fida, Wala,
Majd og Ahd.
„Það var mjög erfitt að
koma inn í nýtt samfélag,
einstæð með fimm börn, og kunna
ekki tungumálið. Bróðir minn hjálpaði
mér að fá atvinnuleyfi og dvalarleyfi.
Ég bjó heima hjá honum fyrstu þrjá
mánuðina, þá komst ég inn í félags-
lega kerfið og fór að leigja íbúð. Ég
var í raun heppin því eins og staðan
er í dag myndi ég ekki geta komið inn
í landið og fengið félagslega aðstoð
strax eftir þrjá mánuði. Ég fékk heim-
ilislækni, börnin komust inn í skóla
og leikskóla. Þetta var algjör lúxus
fannst mér að þurfa ekki að hugsa um
neitt nema að vinna.“ Og Amal vann
XE
IN
N
IX
1
3
11
0
02
Kíktu við að Fosshálsi 1 í Reykjavík
og skoðaðu fallega og skemmtilega
öðruvísi gjafavöru frá BoConcept.
Falleg gjafavara
frá BoConcept!
Púði „turn me around“ Púði „Sari“ Bollar „Collectors“ Vasi „Owl purple“
verð kr. 10.790,- stk. verð kr. 8.990,- stk. verð kr. 9.690,- 6 í pakka verð kr. 10.190,- stk.
Púði „Six assortments“ Teppi „Sari vintage“ Kertastjakar „Japanese Dolls“ Veggklukka „Mega numbers“
verð kr. 9.190,- stk. verð kr. 18.390,- stk. verð kr. 2.995,- stk. verð kr. 9.490,- stk.
Glíman við
bróður minn
Amal Tamimi var aðeins 13 ára þegar hún var sett í fangelsi í Palestínu fyrir mótmæli.
Hún giftist ung og flúði síðar ofbeldisfullan eiginmann með fimm börn og settist að á Ís-
landi. Hún naut í fyrstu aðstoðar bróður síns, Salmann Tamimi, en hann sneri við henni
bakinu þegar hún hóf sambúð með kristnum manni því það samræmist ekki hefðum mús-
lima. Í 18 ár hefur samband systkinanna verið sama og ekkert, en Amal er stolt af því að
hafa verið dætrum sínum góð fyrirmynd.
Ég vildi
ekki að
þær yrðu
tilneyddar
til að
giftast
múslima.
Amal Tamimi ögraði hefðum múslima þegar
hún hóf sambúð með kristnum manni. Hún
undraðist viðbrögð fjölskyldu sinnar sem
afneitaði henni enda hafði fjölskyldan aldrei
verið mjög trúuð. Ljósmynd/Hari
Framhald á næstu opnu
38 viðtal Helgin 29. nóvember-1. desember 2013