Fréttatíminn


Fréttatíminn - 29.11.2013, Page 70

Fréttatíminn - 29.11.2013, Page 70
70 matur & vín Helgin 29. nóvember-1. desember 2013 Fást í verslunum Hagkaups og Bónus Hráefni 500g brauðhveiti 7g salt (sleppa ef notað er saltað smjör) 50g sykur 2 pk þurrger 140ml heit mjólk 5 egg við stofuhita (plús eitt í viðbót til að pensla með) 250g mjúkt smjör (smá að auki til að smyrja formið) 120g þurrkuð kirsuber 120g rúsínur 120g kúrenur 100g heilar möndlur (afhýddar) Aðferð Setjið hveiti, salt (ef notað), sykur, ger, mjólk og egg í hrærivélarskál og hnoðið varlega í tvær mínútur. Aukið hraðann smám saman og hrærið í 6-8 mínútur til viðbótar þangað til komið er mjúkt deig. Bætið smjörinu út í og hnoðið í 5-8 mínútur til viðbótar. Deigið verður mjög mjúkt. Bætið við ávöxtum og hnetum og hnoðið öllu saman. Setjið í skál og setjið filmu ofan á. Geymið í ísskáp yfir nótt. Smyrjið kökumótið með bræddu smjöri. Takið deigið úr ísskáp, hnoðið ögn í höndunum, mótið í stóra kúlu og setjið í mótið. Látið standa við stofuhita í 2-3 klukku- stundir, þangað til deigið er farið að rísa upp fyrir barmana á mótinu. Penslið með eggi. Setjið inn í 180 gráðu heitan ofn og bakið í 25 mín- útur. Lækkið í 120 gráður og bakið í 25 mínútur til viðbótar, stingið próni í deigið og kannið hvort það er fullbakað. Fylgist vel með bakstrinum, svo kakan verði ekki of brún. Hafið í huga að sykurinn og smjörið í deiginu getur brúnast of mikið áður en kakan er í raun fullbökuð. Þegar kakan er bökuð, takið hana úr mótinu og leyfið henni að kólna. Stráið loks flórsykri yfir til skrauts áður en kakan er borin fram. Ítalir eiga sínar jólahefðir, rétt eins og aðrar þjóðir, og hefur ein þeirra breiðst út um heim- inn. Það er ítalska jólakakan Panet- tone sem víða þykir algjörlega ómiss- andi á jólaborðið. Hún minnir á hið franska brioche enda bökuð úr geri. Pipar og salt á Klapparstíg selur mót sem hægt er að nota til að baka þessa stóru, flottu köku. Þau þurfa að vera 18 cm há. Að öðrum kosti er hægt að nota hefðbundið, hátt kökumót, en setja bökunarpappír í það (sjá mynd), til þess að hækka það. Panettone – yndisleg og ilmandi ítölsk jólakaka

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.