Fréttatíminn


Fréttatíminn - 29.11.2013, Qupperneq 70

Fréttatíminn - 29.11.2013, Qupperneq 70
70 matur & vín Helgin 29. nóvember-1. desember 2013 Fást í verslunum Hagkaups og Bónus Hráefni 500g brauðhveiti 7g salt (sleppa ef notað er saltað smjör) 50g sykur 2 pk þurrger 140ml heit mjólk 5 egg við stofuhita (plús eitt í viðbót til að pensla með) 250g mjúkt smjör (smá að auki til að smyrja formið) 120g þurrkuð kirsuber 120g rúsínur 120g kúrenur 100g heilar möndlur (afhýddar) Aðferð Setjið hveiti, salt (ef notað), sykur, ger, mjólk og egg í hrærivélarskál og hnoðið varlega í tvær mínútur. Aukið hraðann smám saman og hrærið í 6-8 mínútur til viðbótar þangað til komið er mjúkt deig. Bætið smjörinu út í og hnoðið í 5-8 mínútur til viðbótar. Deigið verður mjög mjúkt. Bætið við ávöxtum og hnetum og hnoðið öllu saman. Setjið í skál og setjið filmu ofan á. Geymið í ísskáp yfir nótt. Smyrjið kökumótið með bræddu smjöri. Takið deigið úr ísskáp, hnoðið ögn í höndunum, mótið í stóra kúlu og setjið í mótið. Látið standa við stofuhita í 2-3 klukku- stundir, þangað til deigið er farið að rísa upp fyrir barmana á mótinu. Penslið með eggi. Setjið inn í 180 gráðu heitan ofn og bakið í 25 mín- útur. Lækkið í 120 gráður og bakið í 25 mínútur til viðbótar, stingið próni í deigið og kannið hvort það er fullbakað. Fylgist vel með bakstrinum, svo kakan verði ekki of brún. Hafið í huga að sykurinn og smjörið í deiginu getur brúnast of mikið áður en kakan er í raun fullbökuð. Þegar kakan er bökuð, takið hana úr mótinu og leyfið henni að kólna. Stráið loks flórsykri yfir til skrauts áður en kakan er borin fram. Ítalir eiga sínar jólahefðir, rétt eins og aðrar þjóðir, og hefur ein þeirra breiðst út um heim- inn. Það er ítalska jólakakan Panet- tone sem víða þykir algjörlega ómiss- andi á jólaborðið. Hún minnir á hið franska brioche enda bökuð úr geri. Pipar og salt á Klapparstíg selur mót sem hægt er að nota til að baka þessa stóru, flottu köku. Þau þurfa að vera 18 cm há. Að öðrum kosti er hægt að nota hefðbundið, hátt kökumót, en setja bökunarpappír í það (sjá mynd), til þess að hækka það. Panettone – yndisleg og ilmandi ítölsk jólakaka
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.