Fréttatíminn - 20.12.2013, Blaðsíða 6
Faxafeni 5, Reykjavík • Sími 588 8477 – Dalsbraut 1, Akureyri • Sími: 558 1100
JólAopnun: Föstudag 20. des. 1000–2200,
laugard. 21. des. og sunnud. 22.des 1100–2200, Þorláksmessu 1000–2200, Aðfangad. 1000–1300
Úrval af
baðsloppum
– allar stærðir –
fyrir dömur
og herra
VErð FrÁ 11.900
mEð 20%
JÓlaaFslætti
ListaháskóLinn samningur við kópavogsbæ
Uppskeruhátíð á menningartorfunni
Útskriftartónleikar tónlistardeildar
Listaháskóla Íslands fara fram í
Salnum í apríl og maí samkvæmt
samkomulagi Salarins, Listahá-
skóla Íslands og lista- og menningar-
ráðs Kópavogsbæjar. Samningurinn
var undirritaður í vikunni og nær
til þriggja ára. Þar með verður eins
konar uppskeruhátíð LHÍ í tónlist,
myndlist og hönnun á menningar-
torfu Kópavogsbæjar á vorin því fyrr
í vetur var ákveðið að útskriftarsýn-
ingar meistaranema í myndlist og
hönnun yrðu haldnar í Gerðarsafni,
að því er fram kemur í tilkynningu
Kópavogsbæjar.
Útskriftartónleikarnir eru fjár-
magnaðir með framlagi úr lista- og
menningarsjóði Kópavogsbæjar en
tilgangur sjóðsins er að efla menn-
ingarlífið í bænum. Aðgangur að tón-
leikum LHÍ verður ókeypis og allir
velkomnir á meðan húsrúm leyfir.
Tónleikarnir verða auglýstir á vef
Listaháskóla Íslands og Salarins.
Salurinn og Gerðarsafn standa hlið
við hlið en á sömu torfu er einnig
Tónlistarsafn Íslands. Með samn-
ingnum fær tónlistardeild LHÍ einnig
aðgang að því safni fyrir útskriftar-
nema skólans og verkefni þeirra.
„Þessi samningur er Listaháskóla
Íslands mikils virði því hann gerir
okkur kleift að bjóða útskriftarnemum
okkar í tónlist að vinna lokaverkefni
sín í fullkomlega faglegu umhverfi,“
segir Fríða Björk Ingvarsdóttur,
rektor Listaháskóla Íslands. -jh
Samningurinn var undirritaður af Karen E.
Halldórsdóttur, formanni lista- og menn-
ingarráðs, Aino Freyju Järvelä, forstöðu-
manni Salarins, Fríðu Björk Ingvarsdóttur,
rektor Listaháskóla Íslands, og Kjartani
Ólafssyni, prófessor við LHÍ.
Þ að er töluvert af gestum sem vilja eyða jólum og áramótum hér, sérstaklega
áramótunum, og það hefur verið
aukning síðan í fyrra,“ segir Eva
María Þórarinsdóttir Lange, einn
stofnendum Pink Iceland sem er
ferðaþjónusta fyrir hinsegin gesti;
samkynhneigða, tvíkynhneigða og
transfólk. Reykjavík hefur verið í
sókn þegar kemur að ferðamönnum
yfir áramótin en Eva María telur
að ferðamenn séu í meira mæli
farnir að gera sér grein fyrir hversu
ánægjulegt er að eyða jólunum á Ís-
landi.
„Venjulega erum við með borgar-
göngu um miðborgina en í kringum
jólin breytum við til og förum þá
með gestina að skoða jólavættina,
lítum inn í Norræna húsið þegar
verið er að opna jóladagatalið og
förum á jólatónleika. Á þessum tíma
í fyrra fórum við þennan klassíska
Gullna hring en bættum við sér-
stakri jólastemningu á Þingvöllum.
Við vorum þá búin að kveikja á
kyndlum og fólk vissi ekki hvaðan
á það stóð veðrið þegar það heyrði
gamla íslenska jólasöngva óma. Við
höfum þá fengið vin okkar sem er
söngvari til að syngja í hrauninu. Ég
veit að þetta hljómar eins og klisja
en sumir hreinlega táruðust. Það
þarf ekkert að hafa mikið fyrir hlut-
unum, aðalmálið er að þeir komi frá
hjartanu. Við reynum að gera hluti
sem koma fólki á óvart til að gera
ferðina ógleymanlega,“ segir hún.
Fyrir áramótin er í boði dagskrá
sem kallast Pink New Year´s Eve.
„Við reynum að hafa þá dagskrá
mjög íslenska. Við förum á brennur
með fólk á gamlárskvöld, gefum
því heitt kakó og eitthvað gott að
narta í. Allur hópurinn fer saman
út að borða og síðan förum við upp
að Hallgrímskirkju til að fylgjast
með flugeldunum. Allir fá líka sína
flugelda til að skjóta upp. Fólki
finnst stemningin alveg sturluð,
sem hún auðvitað er. Það er magnað
að horfa á miðborgina á miðnætti.
Síðan erum við með heimapartí.
Okkur finnst það tilheyra íslenskum
áramótum og við bjóðum bara heim
til okkar. Þetta er aldrei það mikill
fjöldi að við getum ekki haft þetta
persónulegt. Þó starfsemin fari
stækkandi er hjartað alltaf á sama
stað og okkur finnst mikilvægt að
halda þessum persónulega tóni.“
Erla Hlynsdóttir
erla@frettatiminn.is
Ferðamennska pink iceLand er með sérstaka dagskrá yFir hátíðirnar
Hinsegin jól og áramót
Hinsegin ferðamönnum fer fjölgandi milli ára og er sérstök jóla- og áramótadagskrá vinsæl hjá
Pink Iceland. Eva María Þórarinsdóttir Lange, einn af stofnendunum, fer með ferðamennina að
skjóta upp flugeldum við Hallgrímskirkju á gamlárskvöld og býður svo heim í partí.
Ég veit að þetta
hljómar eins og
klisja en sumir
hreinlega táruðust.
Hópurinn safnast saman við Hallgrímskirkju þegar gamla árið kveður, líkt og á síðasta ári þegar þessi mynd var tekin.
Eva María Þórarinsdóttir
Lange segir Pink Iceland
reyna að koma ferðamönnum
á óvart til að gera ferðina
ógleymanlega. Ljósmynd/Hari
6 fréttir Helgin 20.-22. desember 2013