Fréttatíminn


Fréttatíminn - 20.12.2013, Blaðsíða 52

Fréttatíminn - 20.12.2013, Blaðsíða 52
Hlökkum til að sjá þig. SKARTAÐU ÞÍNU FEGURSTA Bankastræti 4 I sími: 551 2770 www.aurum.is FRÍ HEIM- SENDING www.aur um.is Bakari með hveitiofnæmi É g held að ég hafi kannski verið í afneitun til að byrja með. Ég var með mikil ofnæmiseinkenni og nef- rennsli sumarið eftir að ég útskrifað- ist,“ segir Elías Kjartan Bjarnason sem útskrifaðist með sveinspróf í bakaraiðn vorið 2012 en var greindur með ofnæmi fyrir hveiti, rúgmjögli og haframjöli í byrjun þessa árs. Elías ætlaði upphaflega að læra til kokks og hóf nám á almennri matvæla- braut við Menntaskólann í Kópavogi. „Þá fengum við að prófa kokkinn, þjóninn og bakarann, og komst þá að því að mér fannst lang skemmtilegast að baka.“ Hann segir að kennarinn sinn, Ásthildur Guðmundsdóttir sem hefur umsjón með grunndeildinni, hafi haft jákvæð og hvetjandi áhrif á sig sem hafi átt sinn þátt í að hann valdi bakarann. Elías fór á samning hjá Kökuhorninu í Bæjarlind þar sem hann var afar ánægður. „Yfirmaðurinn minn, Guðni Hólm sem rekur bakaríið, er mjög góð fyrirmynd. Ég hefði viljað verða jafn flinkur og hann,“ segir Elías. Hann var fjögur ár á samningi hjá Kökuhorninu, tók tvær annir í skól- anum á þessum tíma og útskrifaðist fyrir hálfu öðru ári. Brátt fóru ýmis of- næmisviðbrögð að gera vart við sig en Elías gerði sér ekki strax grein fyrir að um ofnæmi væri að ræða. Reyndi ofnæmislyf „Ofnæmislæknirinn minn sagði að hveitofnæmið gæti komið út frá grasofnæmi. Ég hafði aldrei farið til ofnæmislæknis fyrr en í byrjun þessa árs. Þá kom í ljós að ég var með mikið grasofnæmi. Þegar gerðar voru prufur á húð kom ekki annað í ljós en ég var einnig sendur í blóðprufu. Þá varð ljóst að ég var líka með ofnæmi fyrir hveiti, rúgmjöli og haframjöli.“ Skiljanlega voru þetta ekki góðar fréttir fyrir nýútskrifaðan bakara. „Þetta var af- skaplega svekkjandi og ég var í raun frekar niðurbrotinn. Ég fékk ofnæmis- lyf og lagaðist heilan helling en síðan fór ég aftur að finna meir og meir fyrir ofnæminu. Ofnæmislæknirinn hafði vonast til þess að ég gæti haldið áfram að vinna á lyfjunum en það gekk ekki eftir. Ég vann í bakaríinu fram undir miðjan apríl en þá gafst ég endanlega upp.“ Læknirinn hans skrifaði þá upp á vottorð og Elías fór í veikindaleyfi. „Í veikindaleyfinu fékk ég betur tíma til að átta mig á stöðunni og reyna að finna út úr því hvað ég ætti að gera í framtíðinni. Ég vissi að ég gat ekki gert neitt þessu tengt því ég get ekki unnið nálægt hveiti. Ég er ekki með snertiofnæmi heldur er ég með ofnæmi fyrir rykinu og það er hveit- iryk í öllum bakaríum. Ég vissi ekki alveg hvað mig langaði að gera en vissi að ég vildi gera eitthvað í höndunum.“ Þegar líða tók á sumarið hafði Elías sótt um vinnu á nokkrum stöðum en datt loks niður á auglýsingu frá stoðtækjaframleiðandanum Öss- uri og starfar þar í koltrefjadeild- inni en fyrirtækið selur meðal annars gerviökkla úr koltrefjum á gervifætur. „Ég vinn við að pakka inn og rífa utan af mótum sem koltrefjarnar eru lagðar á. Síðan þarf ég að baka þetta, sem er frekar skondið,“ segir Elías sem hefur tekist að sjá það spaugilega við stöðu sína. „Þegar ég segi að ég sé bakari með hveitiofnæmi þarf ég oft að endurtaka mig því fólk trúir mér ekki eða heldur að ég sé að grínast. Mér finnst það núna bara fyndið. Ég er kominn yfir þetta. Fyrst fannst mér leiðinlegt ef ein- hver fór að hlæja þegar ég sagði þetta en þó ég hafi verið sár þá skil ég þetta núna.“ Betra að hafa gráðuna Hjá ofnæmislækninum fékk Elías þær upplýsingar að það væri í raun alls ekki svo sjaldgæft að bakarar fengju hveitiofnæmi en sumir næðu að halda einkennunum niðri með lyfjum og enn aðrir losni síðar við ofnæmið. „Hann sagði mér að það væri sérstaklega algengt að fólk sem starfar við hárgreiðslu fái ofnæmi fyrir efnunum sem það vinnur með.“ Þrátt fyrir að geta ekki starfað sem bakari finnst Elíasi þó betra að hafa lokið sveinsprófinu heldur en að hafa enga gráðu. „Mér finnst betra að hafa gráðuna á feril- skránni. Ég held að það líti betur út, og ég get þá útskýrt að ég sé með ofnæmi og starfi því ekki við þetta. Ég er allavega með sveins- próf.“ Til að líta á björtu hliðarnar þá vinnur Elías núna bara á daginn, annað en þegar hann var í bak- aríinu. „Í mínu bakaríi var nætur- vaktin frá miðnætti til klukkan átta á morgnana, og dagvaktin frá sex á morgnana til tvö eða þrjú á daginn. Næturvaktirnar gátu verið þreytandi,“ viðurkennir hann. Og þrátt fyrir ofnæmið getur Elías fengið sér brauð og aðra fæðu með hveiti við sérstök tækifæri. „Ég get borðað það ef ég fæ mér mjög lítið. Ef mig virkilega langar þá fæ ég mér alveg smá pizzu. Ég reyni samt að sneiða framhjá því.“ Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is NauðsyNlegt að hlusta á líkamaNN „Hveitiofnæmi er ekki algengt en það er vel þekkt meðal bakara,“ segir María Ingibjörg Gunnbjörnsdóttir, yfir- læknir ofnæmisdeildar Landspítalans. „Helsti áhættuþátturinn fyrir því að þróa með sér hveitiofnæmi er undir- liggjandi ofnæmis- sjúkdómar eins og exem, ofnæmiskvef, fæðuofnæmi og astmi. Þessir sjúkdómar fela í sér aukna til- hneigingu til að þróa með sér fleiri ofnæmi. Í raun vitum við ekki af hverju sumir fá ofnæmi en aðrir ekki, en þetta tengist mótefnamyndun í líkamanum og liggur oft í ættum.“ Ofnæmissjúkdómar eiga það sammerkt að fólk fær lítil einkenni í byrjun og getur mögulega haldið þeim niðri með ofnæmis- töflum en þær duga ekki til ef fólk endurtekið útsetur sig fyrir ofnæmisvak- anum. „Ef fólk hlustar ekki á líkamann, til dæmis í tengslum við hveitiofnæmi, þá getur ofnæmiskvefið þróast yfir í slæman astma.“ María segir að ofnæmislæknar bendi ungu fólki með undirliggjandi ofnæmi og astma á þessa áhættuþætti. „Fólk með ofnæmi ætti ekki að stefna á bakaraiðn eða dýralækningar til að mynda.“ Hún bendir á að ofnæmi hárgreiðslufólks fyrir kemískum efnum sé af öðrum toga, en mikilvægt sé að fólk með ofnæmi hafi það í huga þegar það velur sér starfsgrein og ræði það við sinn lækni. -eh Elías Kjartan Bjarnason tók það mjög nærri sér þegar hann greindist með hveitiofnæmi stuttu eftir að hann útskrifaðist með sveins- próf í bakaraiðn. Honum fannst það í fyrstu leiðinlegt en hefur nú húmor fyrir því þegar fólk hlær þegar hann segist vera bakari með hveitiofnæmi. Elías hóf nýverið störf hjá stoðtækjaframleiðandanum Össuri þar sem hann unir sér vel við að baka koltrefjar. Elíasi Kjartani Bjarnasyni fannst fyrst sárt þegar fólk hló að því að hann væri bakari með hveitiofnæmi en hann hefur nú jafnað sig og getur séð spaugilegu hliðina. Ljósmynd/Hari 52 viðtal Helgin 20.-22. desember 2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.