Fréttatíminn


Fréttatíminn - 20.12.2013, Blaðsíða 110

Fréttatíminn - 20.12.2013, Blaðsíða 110
110 bíó Helgin 20.-22. desember 2013 Rétt eins og í fyrri myndinni er mikill fjöldi þekktra aukaleik- ara kallur til í Anc- horman 2.  Frumsýnd AnchormAn 2 W ill Ferrell smalaði saman öllum fyndnustu og skemmtilegustu vin-um sínum í myndina Anchorman: The Legend of Ron Burgundy fyrir níu árum. Útkoman var skemmtilega flippuð og bráð- fyndin mynd um sjálfhverfan og grjótheimsk- an sjónvarpsfréttaþul sem haldin var stórkost- legum ranghugmyndum um eigið ágæti og hæfileika. Ron Burgundy var stór froskur í litla drullupollinum sínum og hafði mun meira vit og áhuga á hárgreiðslu sinni en fréttunum sem hann las. Myndin gerðist á áttunda áratugnum og Burgundy óð þar uppi í karlrembu sinni full- komlega skilningssljór á allar hugmyndir um jafnrétti og hag kvenna í fjölmiðlaheiminum. Honum tókst þó að krækja í andstæðing sinn, Veronica Corningstone, sem Christina App- legate leikur. Síðan þá hafa liðið níu ár og hjónin lesa enn fréttir saman þar til Veronica fær stöðuhækk- un og Ron er rekinn. Þau skilja í framhaldinu og Ron hallar sér að flöskunni í hremmingum sínum. Hann grípur þó tækifærið þegar hon- um býðst starf á nýrri sjónvarpsstöð, GNN, sem ætlar að keyra á þeirri nýlundu að flytja fréttir allan sólarhringinn. Ron tekur félaga sína vitaskuld með sér enda hvorki heill né hálfur maður án þess að geta ráðfært sig við og fengið andlegan stuðning frá vitlausa veðurfræðingnum Brick (Steve Carell), söguskoðaranum Brian (Paul Rudd) og íþróttafréttamanninum Champ Kind (Da- vid Koechner). Rétt eins og í fyrri myndinni er mikill fjöldi þekktra aukaleikara kallaður til í Anchorm- an 2: The Legend Continues. Hinn ættleiddi sonur Íslands, Ben Stiller, var einn þeirra sem átti frábæra innkomu í fyrri myndinni en nú ber hæst að sjálfur Harrison Ford tekur þátt í bullinu. Auk Fords láta svo þau Jim Carrey, John C. Reilly, Sacha Baron Cohen, Nicole Kid- man, Tina Fey, Liam Neeson, Kirsten Dunst, Kristen Wiig, James Marsden, Amy Poehler, Megan Good, Greg Kinnear, Luke Wilson og Kanye West til sín taka þannig að óhætt er að segja að Ferrell stilli upp einvala liði í kringum sig í framhaldsmyndinni. Fyrr á þessu ári voru þau boð látin út ganga að Burgundy ætlaði að gefa út ævisögu sína til þess að vekja athygli á nýju myndinni. Bókin heitir LET ME OFF AT THE TOP! og var und- ir þeim formerkjum að Ron Burgundy sé vel- þekktur fréttaþulur á sjónvarpsstöðinni GNN í San Diego og hluti af verðlaunafréttateyminu Action 4 News Team. Fáir þekki þó manninn á bak við fréttaborðið og í bókinni deili hann sögum úr æsku sinni sem aldrei hafa verið sagðar áður og greini frá þeim atburðum sem urðu til þess að hann ákvað að leggja fyrir sig fréttamennsku. Sjálfur hafði Burgundy þetta að segja um sjálfsævisögu sína: „Ég veit ekki hvort þetta sé besta sjálfsævisaga sem skrifuð hefur verið. Ég er of nátengdur henni til þess að meta það en ég get sagt ykkur að í fyrsta skipti sem ég las þetta ... þá grét ég eins og andskotans barn, og þið getið sko treyst því.“ Aðrir miðlar: Imdb: 7,0, Rotten Tomatoes: 78%, Metacritic: 63% Gamanleikarinn Will Ferrell er með fyndnari mönnum þegar hann er í góðum gír. Hann sló hressi- lega í gegn 2004 með myndinni Anchorman: The Legend of Ron Burgundy. Þar fór hann með himinskautum í túlkun sinni á hinum óbærilega sjálfumglaða sjónvarpsfréttaþul og karlrembu Ron Burgundy sem var á hátindi frægðar sinnar á áttunda áratugnum. Síðan eru liðin tæp tíu ár og nú er Ron mættur aftur til leiks í Anchorman 2: The Legend Continues og reynir að fóta sig á níunda áratugnum og verður heldur hált á svellinu. Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is Funheitur á toppnum Ron Burgundy lendir í hremmingum í Anchorman 2 en reynir að nema ný lönd á öldum ljósvakans með vitleysingagenginu sínu.  JólAbíó Fimm sígildAr Í OPINNI DAGSKRÁ UM HELGINA HOLLENSKI BOLTINN PSV EINDHOVEN – ADO DEN HAAG SUNNUDAG KL. 15.30 RODA JC KERKADE – AJAX SUNNUDAG KL. 11.30 AZ ALKMAAR – SC HEERENVEEN LAUGARDAG KL. 17.45 Þrívíddarmyndin Risaeðlurnar er ein af jólamyndum kvikmyndahúsanna en í henni ferðast áhorfendur tugi milljóna ára aftur í tímann og kynnast risaeðlunum sem þrömmuðu um jörðina löngu áður en maðurinn fór að láta til sín taka og leggja hana undir sig hægt og bítandi. Með því að blanda saman tölvuteikningum og raun- verulegu umhverfi í þrívídd er reynt að ná fram þeim áhrifum að áhorfandanum finnist hann vera á staðnum, á rölti innan um eðlurnar. Myndin fjallar um ungan risaeðlustrák sem jafnframt er sonur forystueðlunnar í hópnum. Þeim litla er ætlað það hlutverk að taka við leiðtogahlutverkinu þegar fram líða stundir en til þess þarf hann bæði að læra allt sem eldri risaeðlurnar geta kennt honum og fara sjálfur í gegnum þær hættur og raunir sem blasa við dags daglega þar sem grimmir og miskunnarlausir óvinir leynast við hvert fótmál. Aðrir miðlar: Imdb: 6,0  Frumsýnd WAlking With dinosAurs Á rölti með risaeðlum Risaeðlurnar stíga ljóslifandi fram í Walking With Dinosaurs. Fjölskyldubíó í Paradís Bíó Paradís stendur jólavaktina með sóma og hefur tekið fimm sígildar jólamyndir til sýninga. Boðið er upp á teiknimyndina All dogs go to Heaven frá árinu 1989. Þau sem eru orðin aðeins sjóaðari fá tækifæri til þess að kynnast Willy Wonka & the Chocolade Factory frá 1971, Chitty Chitty Bang Bang frá 1968 og ævintýrinu Willow frá 1988. Foreldrum ætti ekki að vera nein vorkunn að drífa sig með börnin á eitthvað af þessum myndum, enda allar klassískar og eiga sjálfsagt sinn sess í hjörtum margra þeirra. Bíó Paradís toppar svo gleðina með þeirri drepfyndnu jólamynd um Griswald fjöldskylduna, National Lampooń s Christmas Vacation, frá árinu 1989. Allar þessar myndir verða sýndar í þrjúbíó næstu þrjár helgar nema Christmas Vacation sem verður sýnd daglega klukkan 20 í það minnsta til 26. desember. Willow lendir í spennandi ævintýrum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.