Fréttatíminn


Fréttatíminn - 20.12.2013, Blaðsíða 70

Fréttatíminn - 20.12.2013, Blaðsíða 70
Miðvikudagur 22. febrúar Á rni Þór er snöggur að hringja viðvörunarbjöllum og ég er varla kominn í þingið þegar Steingrímur J. Sigfússon biður mig um samtal. Það er þurrt. Hann talar og ég hlusta. Ég er í engu skapi til að leika slökkvilið þessa dagana fyrir hann og Jóhönnu. Það styttist í að landsdómsmálið komi aftur til þingsins úr stjórnskip- unar- og eftirlitsnefnd. Þá ræðst hvort ákæran á Geir verður afturkölluð eða málið gangi til dóms. Ég heyri af miklum þrýstingi á suma þingmenn okkar sem hafa verið svipaðrar skoðunar og ég. Öll- um er ljóst að undirskriftasöfnunin er einungis til að pressa á okkur – og af margra hendi hótun um makleg málagjöld. Í þingflokknum vilja nokkrir þing- menn að málið verði svæft svefninum langa í nefndinni sem hefur það til umfjöllunar en Valgerður Bjarna- dóttir, formaður nefndarinnar, mylur þingmenn undir sig í myndugri tölu. Hún segir réttilega að það sé subbu- skapur og vill ljúka því með atkvæða- greiðslu í þinginu. Sjálf er hún á móti afturköllun. Mín afstaða byggist hins vegar á því að ég tel minni líkur en meiri á sakfellingu og stjórnarskráin segir mér að fara að þeirri sann- færingu. Ég bifast ekki í henni þrátt fyrir hótanir um að hefna þess í prófkjöri sem hallist á Alþingi. [...] Fimmtudagur 1. mars Ég mæti hálftíma fyrir atkvæða- greiðsluna. Þar verður tekist á um hvort eigi að samþykkja frávísun á tillögu Bjarna Benediktssonar um að afturkalla ákæruna á Geir H. Haarde. Mér reiknast svo til að mun- urinn verði 3-5 atkvæði. Í september 2010 greiddu ellefu þingmenn Sam- fylkingar atkvæði gegn landsdómi. Nú erum við tvö. Afgangurinn er ým- ist fjarri, sumir telja tillöguna íhlutun í dómsmál, aðra er búið að skelfa til hlýðni. Barsmíðarnar í flokknum hafa skilað drjúgum árangri. Sjálfstæðismenn hafa fundið taplykt síðustu daga. Í gær sagði ég Birgi Ármannssyni og Ólöfu Nordal að málið virtist rækilega tapað. „Það er bara svona,“ sagði Ólöf og yppti öxlum, vondauf. Í matsalnum erum við Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir fréttamaður alein. Hún spyr hvernig fari. Ég segi henni að frávísun verði samþykkt nokkuð rösklega. Hún er sammála mér um að móðurinn sé úr Sjálfstæðis- flokknum. Ég sest einn við borð fyrir miðju út við gluggann. Stundum fæ ég mér kaffi þar á morgnana og læt tímann standa kyrran meðan ég horfi yfir Alþingisgarðinn og Kirkjustrætið upp í gluggann á gamla bekknum mínum í MR. Milli þessara húsa, Menntaskólans og Alþingishússins, er eiginlega strengurinn í lífi mínu. Þar sá ég Árnýju fyrst í hópi glaðra stúlkna, glæsilega og hávaxna ball- erínu með heillandi bros. Þær réðust inn í strákabekkinn og rændu rit- vélum okkar drengjanna. Þann dag varð ekki aftur snúið frekar en í dag. Þá lá líka ískaldur snjór yfir öllu eins og núna. Nokkrum þingmönnum úr stjórn- arandstöðunni snjóar inn og setjast hjá mér. Þegar mínir eigin þingmenn tínast í kaffi sit ég í miðju myrkra- aflanna. Við hlið mér eru Ásmundur Einar Daðason, Gunnar Bragi Sveinsson og sjálfur myrkrahöfðingi málsins, Bjarni Benediktsson. Þetta lítur út eins og samsærisfundur og félagar mínir kasta ekki einu sinni á mig kveðju. Við kaffivélina við hlið eins þeirra spyr ég hvort hann sé hættur að heilsa. Hann strunsar burt og lætur falla orð um að ég sé kominn í þann hóp þar sem skel hæfi kjafti. Það er augljóst hver er svikari dagsins. Þegar nálgast þingfund er and- rúmsloftið þrungið spennu. Einhver segir að það megi skera það með hníf. Í atkvæðagreiðslunni er næstum fullt hús. Sextíu og einn þingmaður er mættur. Þeim er mikið niðri fyrir og sautján halda stuttar tölur um atkvæðagreiðsluna sjálfa. Það er krafist nafnakalls og átján þingmenn gera grein fyrir atkvæði sínu. Mér er fullkomlega ljóst að stuðn- ingur minn við tillögu Bjarna er líklega minnst fallinn til að afla mér vinsælda í eigin röðum. En sann- færing mín er byggð á yfirvegun, analýsum og lestri málsins. Ég hef brutt gögnin, líka þau sem voru í lok- uðum möppum á sínum tíma og eng- inn fékk að lesa nema þingmenn. Í mínum huga er enginn efi að það eru mun minni líkur en meiri á sakfell- ingu Geirs. Þegar röðin kemur að mér er léttir að því að segja nei-ið. Árni Páll Árnason skýrir hjásetu sína og skýtur um leið föstu skoti með því að segja umbúðalaust að ýmsir þingmenn hafi greitt atkvæði með ákæru árið 2010 á pólitískum forsendum. Sigmund- ur Ernir Rúnarsson fer alla leið yfir og greiðir atkvæði með frávísun. Þegar upp er staðið erum við Ásta R. Jóhannes- dóttir þingforseti þau einu af þingmönnum Samfylkingar- innar sem greiða atkvæði gegn frávísun. Hjá VG greiða atkvæði á sama veg og við Ásta þau Ögmundur Jónas- son og Guðfríður Lilja Grétarsdóttir ásamt Jóni Bjarnasyni sem líklegast má ennþá telja stjórnarliða. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson nær ekki nema þremur framsóknar- mönnum með sér gegn frávísun. Fimm þingmenn Framsóknar greiða atkvæði andstætt formanninum þrátt fyrir sterk rök hans í atkvæða- skýringu. Eygló Harðardóttir, ritari Framsóknar, gefur ekkert fyrir sterk rök hans gegn frávísun. Hún telur engar málefnalegar ástæður hafa komið fram gegn frávísun, aðeins „af því bara“-röksemdir. Eygló er efni í anarkískan skæruliðaforingja og á eftir að reynast formanni sínum erfið. Atkvæðagreiðslan fer 33:27. Einn situr hjá. Tveir eru fjarverandi. Frá- vísun er samþykkt. Tillaga Bjarna um afturköllun ákæru á hendur Geir kemur því ekki til efnislegrar af- greiðslu. Það líður feginsstuna upp frá stjórnarforystunni. Ríkisstjórn- in fellur ekki á þessari atkvæða- greiðslu. Um leið slaknar á spenn- unni og skjálftamiðjan færist. Hún skilur samt eftir kolsprungna jörð í þingflokknum. Ég er andlega og líkamlega das- aður þegar ég skrönglast upp stigana á Vesturgötu um kvöldið. [...] Fimmtudagur 15. nóvember „Þau svífast einsk- is,“ segir Birgir Dýrfjörð þegar hann hringir eld- snemma og stað- festir tíðindin frá Stefáni Gunnars- syni kvöldið áður. Birgir kveðst hafa fylgt gestum til dyra rétt fyrir klukkan tvö um nótt- ina. Í Seljabraut 54 og Langarima 21 Take-away - Heimsending Nýir og glæsilegir staðir Sími 5 444444 Þú sækir stóra pizzu, 2 lítra gos og stóran skammt af frönskum og færð aðra stóra pizzu frítt með. Greitt er fyrir dýrari pizzuna! eða 20% afsláttur af pizzum þegar þú sækir (gildir ekki með öðrum tilboðum) JÓLATILBOÐ! PLANET PIZZA PIZZA GRILL 5 444444 PIZZA.IS Pizzur - Hamborgarar - Pítur - Franskar - Salöt Átök um landsdóm og prófkjör Ár Drekans – Dagbók utanríkisráðherra á umbrotatímum er dagbók Össurar Skarphéðinssonar frá árinu 2012 en þá var Össur utanríkisráðherra. Við birtum hér brot úr bókinni þar sem þráðurinn í frásögninni fjallar um þau átök sem urðu í þingflokki Samfylkingarinnar um tillögu um að draga til baka Landsdóms- málið gegn Geir Haarde snemma árs og um áhrifin sem Össur telur að þau átök hafi haft á prófkjörsbaráttu sína um haustið. 70 bækur Helgin 20.-22. desember 2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.