Fréttatíminn


Fréttatíminn - 20.12.2013, Blaðsíða 98

Fréttatíminn - 20.12.2013, Blaðsíða 98
Villibráð Íslensk villibráð er oft bragðmild, þ.e.a.s kjötið sjálft, en með henni er iðulega borið fram sætt og bragðmikið með- læti. Þess vegna, frekar en með öðru, er ekki alveg hvað sem er sem gengur með. Vínið þarf að þarf að hafa tannín en ekki of mikil, góðan, ríkan ávöxt og krydd. Ég vil því mæla með víni sem hefur einmitt alla þessa eiginleika. Vajra Langhe Nebbiolo Gerð: Rauðvín. Uppruni: Ítalía. Styrkleiki: 14% Verð í Vínbúðunum: 3.695 kr. (750 ml) 98 matur & vín Helgin 20.-22. desember 2013 Drekktu þetta með jólamatnum! Nú eru jólaveislurnar framundan og á flestum heimilum er farið að huga að eldamennskunni. Ekki er ráð nema í tíma sé tekið með að velja réttu vínin með veislumatnum. Frétta- tíminn leitaði til Ólafs Arnar Ólafssonar, veitingamanns á K-Bar og mikils fagurkera, og fékk hann til að mæla með góðum vínum með ís- lenska jólamatnum. Annað sem gengur vel með Villibráð: T.d. Cotes de Rhone vín, rauð Bourgogne vín eða rauðvín frá Priorat í Katalóníu. Perrin & Fils Cotes du Rhone Villages Gerð: Rauðvín. Uppruni: Frakkland. Styrkleiki: 13,5% Verð í Vínbúðunum: 2.495 kr. (750 ml) Laurent Miquel l'Artisan Languedoc rautt Gerð: Rauðvín. Uppruni: Frakkland. Styrkleiki: 14% Verð í Vínbúð- unum: 2.299 kr. (750 ml) Fjallalambið fagra á sér félaga sem mér finnst alltaf passa vel með og það er vín frá Rioja. Annað hvort vegna þess að bragðlaukar landans eru vanir Rioja vínum, vegna þess að lengi voru þau mest seldu vínin í ríkinu, eða vegna þess að eiginleikar kjötsins og vínsins henta hvorir öðrum. Roda 1 Reserva Gerð: Rauðvín. Uppruni: Spánn. Styrkleiki: 14,5% Verð í Vínbúðunum: 7.998 kr. (750 ml) Annað sem gengur vel með lambinu: Næstum hvaða Rioja vín sem er. Pinot noir frá Nýja Sjálandi eða Kaliforníu eða Brunello di Montalchino frá Piemonte. Banfi Brunello di Montalcino Gerð: Rauðvín. Uppruni: Ítalía. Styrkleiki: 14,5% Verð í Vínbúðunum: 5.898 kr. (750 ml) Domaine Drouhin Willa- mette Valley Pinot Noir Gerð: Rauðvín. Uppruni: Bandaríkin Styrkleiki: 13% Verð í Vínbúð- unum: 6.298 kr. (750 ml) lamb Hangikjöt Á sama hátt og hamborgarhryggur kallar á sætu í þeim drykk sem drukkinn er með hon- um gerir hangikjöt það líka og jafnvel meira ef eitthvað er. Það er því engin tilviljun að mörgum finnst best að drekka Malt og Appelsín með hangikjöti. Sérstaklega getur verið snúið að finna vín með taðreyktu kjöti því sterkt reykbragðið getur auðveldlega kaffært einfaldari vín. Ég legg til styrkt vín sem er aðeins "oxiderað" með frekar háu áfengishlut- falli til að dansa við hið mikilfenglega taðreyk. Pujol Rivesaltes Grenat Gerð: Styrkt rauðvín. Uppruni: Frakkland. Styrkleiki: 15,5% Verð í Vínbúðunum: 3.695 kr. (750 ml) Annað sem gengur vel með hangikjötinu: Góður bjór á borð við Leffe Blonde, rauðvín með sætu, s.s. Amarone eða Ripasso. Þýsk riesling, Pinot gris eða Gewurstraminer frá Alsace Willm Pinot Gris Reserve Gerð: Hvítvín. Uppruni: Frakkland. Styrkleiki: 13% Verð í Vínbúðunum: 2.750 kr. (750 ml) Leffe Blonde Gerð: Bjór. Uppruni: Belgía. Styrkleiki: 6,6% Verð í Vínbúðunum: 469 kr. (330 ml) Kjöt af rjúpum er dökkt, fínlegt og mjög bragmikið og vegna þess að rjúpan safnar kryddjurtum í sarpinn, bókstaflega, er mikið lyng- og jurtabragð af kjötinu. Þess vegna þarf rjúpa kraftmikið og höfugt vín, jafnvel dálítið vel við aldur. Það þarf að ýta undir kryddbragðið úr kjötinu og ráða vel við kraftmikið kjötið svo það þarf að vera frekar tannínríkt. Ég legg til vín frá Líbanon sem er þungt, mikið og kryddað. Chateau Musar Gerð: Rauðvín. Uppruni: Líbanon. Styrkleiki: 14% Verð í Vínbúðunum: 5.199 kr. (750 ml) Annað sem gengur vel með rúpunni: Eldri Bor- deaux-vín, argentísk Malbec-vín, vín frá Rhone eins og Hermitage t.d. eða Pinotage frá Suður Afríku. Catena Malbec Gerð: Rauðvín. Uppruni: Argentína. Styrkleiki: 13,5% Verð í Vínbúðunum: 2.948 kr. (750 ml) Chateau Tour de Capet Gerð: Rauðvín. Uppruni: Frakkland. Styrkleiki: 14% Verð í Vínbúðunum: 3.698 kr. (750 ml) rjúpa graflax Graflax er vinsæll forréttur á jólum og það getur verið snúið að finna vín sem passar. Það þarf að vera sýruríkt til að skera í gegnum feitan fiskinn, með sætum ávexti sem ræður við sæta sósuna og mineralskt til að draga fram eiginleikana í dillinu, sem er yfirleitt kryddið á graflaxi. Brundlmayer Gruner Veltliner Kamptaler Terrassen Gerð: Hvítvín. Uppruni: Austurríki. Styrkleiki: 12,5% Verð í Vínbúðunum: 2.990 kr. (750 ml) Annað sem gengur vel með graflaxinum: Nýjaheims Riesling, t.d. frá Nýja Sjálandi eða Ástralíu. Eða þurrt freyðivín eins og gott Prósecco eða þurrt sérrí eins og Tio Pepe Piccini Prosecco Gerð: Freyðivín. Uppruni: Ítalía. Styrkleiki: 11% Verð í Vínbúð- unum: 1.999 kr. (750 ml) Gonzalez Byass Tio Pepe Fino Gerð: Sérrí. Uppruni: Spánn. Styrkleiki: 15% Verð í Vínbúðunum: 3.599 kr. (750 ml) Það hefur verið algengt upp á síðkastið að mæla með sætu hvítvíni með hamborgar- hryggnum og það er gott og gilt enda passar það vel saman. Það sem þarf að leita að í víni með hamborgarhrygg er dálítil sæta til að vega upp á móti öllu saltinu, sem er í hryggnum sjálfum, og passar líka með meðlætinu, sem er yfirleitt sætt líka. Ég vil þó mæla með rauðvíni, sem er líka með talsverðri sætu, sem ræður bæði við saltið og sykurinn í matnum. Tommasi Amarone della Valpoli- cella Classico Gerð: Rauðvín. Uppruni: Ítalía. Styrkleiki: 15% Verð í Vínbúðunum: 6.399 kr. (750 ml) Annað sem gengur vel með hamborgarhryggnum: Þýsk Riesling-vín, t.d. Spätlese, Pinot gris eða Gewurs- traminer frá Alsace, Demi sec kampavín, hálf sæt rósavín eða ítölsk Ripasso ef fólk kýs frekar rauðvín. Codorniu Clasico Semi Sec Gerð: Freyðivín. Uppruni: Spánn. Styrkleiki: 11,5% Verð í Vínbúðunum: 1.999 kr. (750 ml) Rene Mure Pinot Gris Signature Gerð: Hvítvín. Uppruni: Frakkland. Styrkleiki: 13,5% Verð í Vín búðunum: 2.399 kr. HamborgarHryggur Óli mælir með Óli mælir með Óli mælir með Óli mælir með Óli mælir með Óli mælir með (J)Óli á K-Bar Jólaskapið kom fyrir löngu. Það er bara búið að vera svo mikið að gera í vinnunni,“ segir Ólafur Örn Ólafsson, veitingamaður á K-Bar. Óli er fyrrverandi formaður Vínþjóna- samtaka Íslands og einn dómara í sjón- varpsþættinum Masterchef Ísland. Hann tók vel í það að deila visku sinni með lesendum Fréttatímans og velja réttu vínin með jólamatnum. „Ég verð með gæs í jólamatinn sjálfur í ár. Það er mismunandi ár frá ári hvað ég er með en í ár er það gæs. Svo verður humar í forrétt og ætli ég verði ekki með sérrí-truffle frá mömmu í eftirrétt,“ segir Óli. Hann nýtur þess að borða um jólin. „Hjá mér er alltaf tími óhófs en um jólin fær maður tækifæri til þess án þess að vera litinn hornauga,“ segir hann og hlær. Og Óli sér fyrir sér notalegar stundir við undirbúning jólaveislunnar. „Ég er nú svo undarlegur með það að þegar ég á frí finnst mér skemmtilegast að vera heilu og hálfu dagana í eldhúsinu að dunda mér eitthvað. Á aðfangadag fáum við alltaf gesti eftir hádegið sem þiggja hjá okkur púrtvín og piparkökur með gráðaosti og á meðan er maður að stússast í eldhúsinu.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.