Fréttatíminn


Fréttatíminn - 20.12.2013, Blaðsíða 86

Fréttatíminn - 20.12.2013, Blaðsíða 86
86 heimili Helgin 20.-22. desember 2013  Hönnun ungur Hönnuður vinnur samkeppni um besta búðargluggann RJÚPA - LÖBER Kraum, Epal, 18 rauðar rósir, Kistan Akureyri Laugavegi 25 - S: 553-3003 H ö n n u n a r h ú s Jólajöfin þín fæst í Hrím! Laugavegi 86 101 Reykjavík S. 511 2004 www.dunogdur.is 1000 gr. sængur Þ órunn Árnadóttir vöruhönn-uður vann nýverið sam-keppni Reykjavíkurborgar um bestu gluggaskreytinguna í miðbænum. Þórunn er einn af okkar efnileg- ustu ungu hönnuðum en hún lauk meistaranámi í vöruhönnun frá Royal College of Arts í London árið 2011. Hún hefur sýnt vörur sínar um víðan völl og unnið til verðlauna fyrir þær auk þess að vera valin á árinu einn af 50 efnilegustu hönn- uðum sinnar kynslóðar af Icon Magazine. Vinningsglugginn er í verslun- inni Geysi við Skólavörðustíg og það er jólakötturinn sem er þar í að- alhlutverki. „Þetta er jólakötturinn í hlutverki tískulöggu. Hann stendur þarna og fylgist með fólki og at- hugar hvort það fái ekki örugglega ný föt fyrir jólin,“ segir Þórunn. Hannar kjóla, gluggaskreytingar og kisukerti Þórunn Árnadóttir sækir í smiðju þjóðsagna og lætur jólaköttinn fylgjast með vegfarendum við Skólavörðu- stíginn. Hún vinnur nú að nýju verkefni sem lítur dagsins ljós á Hönnunarmars en þar vinnur hún með hráefni frá Austur- landi. Þórunn er reyndar alger ný- græðingur í gluggaskreytingum, hefur ekki lært þær og hyggst ekki leggja þær sérstaklega fyrir sig en er þó alltaf til í að læra nýja hluti og bregða sér í hverskyns hlut- verk. „Þetta er í annað sinn sem ég skreyti glugga en þann fyrri gerði ég í London meðan ég var í náminu. Ég er náttúrlega menntuð í að vinna með mismunandi efni í mismunandi samhengi og maður bara lagar sig að aðstæðum,“ segir Þórunn sem er mjög ánægð með viðurkenninguna. Útskriftarverk Þórunnar frá Royal College of Art vakti mikla athygli en það var kjóll sem reyndist við nánari athugun bera með sér falin skilaboð í formi QR kóða. „Kjólarnir eru með munstur sem ég bjó til úr QR kóðum sem eru þessi hálfgerðu strikamerki sem þú getur skannað með símanum þínum. Framan á til dæmis einum kjólnum er perluútsaumur sem er eins og andlit, en ef maður skannar andlitið með símanum þá lifnar það við og byrjar að syngja. Þetta er í raun kjóll fyrir poppstjörnu, og kóð- arnir vísa þér inn á til dæmis twitter eða heimasíðu stjörnunnar. Þetta er svona „super self promotional dress“. Hugmyndin kom frá afrísku perluverki sem hefur verið notað í gegnum tíðina til að tjá einhverja persónu, í raun sem samskiptamáti því þú getur komið skilaboðum áfram með perlunum. Svo setti ég þessa grunnhugmynd í nýtt sam- hengi.“ Þórunn hefur nýlokið við nýj- asta verkefni sitt sem eru kerti í kattalíki, sem reynast reyndar vera djöflar í líki sætra kettlinga þegar kertið brennur niður. Auk þess er hún að vinna að spennandi verkefni sem kallast „Austurland: Designs from Nowhere“ og snýr að því að nýta hráefni frá Austur- landi. Verkefninu er stýrt af Pete Collard og Körnu Sigurðardóttur og verður kynnt í Spark Design Space á Hönnunarmars, en auk Þórunnar taka Max Lamb, Julia Lohmann og Gero Grundmann þátt. Þórunn vill lítið gefa upp um hlutina sem hafa þar verið þróaðir því þeir eiga að koma á óvart á næsta Hönnunar- mars, en segir þó að hráefnið séu net og hreindýrahorn. Þórunn vinnur til jafns út frá hugmynd eða efnivið. „Mér finnst vera mikilvægt að taka tillit til efnisins sem er notað og hugsa um framleiðsluferlið bak við vörurnar. Það getur samt verið erfitt á Íslandi því stundum er ekk- ert annað í boði en að leita út fyrir landið til að framleiða vörur. Þannig að ég blanda þessu saman eftir því hvað hentar hverju sinni. Til dæmis bauð framleiðslulandslagið ekki upp á að ég framleiddi kertin hér heima.“ Hægt er að nálgast vörur Þór- unnar í Spark Design Klapparstíg 33 og áhugasamir geta kíkt á verkin hennar á thorunndesign.com. Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is Þórunn Árnadóttir vöruhönnuður. Ljósmynd/Hari QRU? Útskriftarkjóll. Mynd Eugenia Walberg PyroPet kerti fyrir bruna. Ljósmynd/ Glamour Et Cetera PyroPet kerti eftir bruna. Ljósmynd/Glamour Et Cetera
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.