Fréttatíminn


Fréttatíminn - 20.12.2013, Blaðsíða 36

Fréttatíminn - 20.12.2013, Blaðsíða 36
Sáttagjafir góðra jólavina Jólin eru hátíð ljóss og friðar. Samhugur svífur yfir snjósköflunum og vart fæst betra tækifæri til þess að fyrirgefa fjandvinum sínum, lánardrottnum eða skuldunautum en í aðdraganda jóla. Með fagnaðarerindið í huga ættum við öll að rétta fram sáttahönd, faðma þá sem við höfum staðið í skaki við, gefa þeim eitthvað fallegt til marks um hugar- farsbreytinguna og halda svo hönd í hönd á vit nýs árs og nýrra ævintýra. Fréttatíminn dregur hér fram nokkur pör sem tekist hafa hart á, á árinu sem er að líða, og kemur með tillögur að jólagjöfum fyrirgefningar og sátta. Helgi Seljan Páll Magnússon Kastljósskempunni Helga Seljan og Páli Magnússyni, fyrrverandi útvarpsstjóra, lenti harkalega saman eftir starfsmannafund um uppsagnir á RÚV. Páll jós Helga skömmum og svívirðingum. Kallaði hann óþverra og skíthæl en Helgi svaraði að Páll væri barnalegur. Hvorugur þeirra er geðlaus en sem betur fer eru þeir jafn fljótir niður og þeir eru að rjúka upp. Páll baðst afsökunar samdægurs og Helgi hefur lýst því yfir að hann beri hlýjan hug til Páls og muni sakna hans úr Efstaleitinu. Í ljósi þess að allt er fallið í ljúfa löð væri þó ef til vill ráð fyrir Pál að gefa Helga, vini sínum, nám- skeið í mannasiðum hjá prúðmenninu Bergþóri Pálssyni. Helgi gæti síðan fært Páli risastóra LEGO-sjónvarpsstöð sem hann getur dundað sér við að byggja og stjórna á meðan hann ræktar barnið innra með sér. Adolf Ingi Kristín H. Hálfdánardóttir Eftir að íþróttafréttamanninum Adolf Inga Erlingssyni var sagt upp störfum á RÚV kom á daginn að Kristín H. Hálfdánardóttir, íþróttastjóri RÚV, hafi verið vond við hann og lagt í einelti, að sögn Adolfs. Adolf Ingi gæti fært Kristínu bókina Ekki meir – Bók um eineltismál, eftir Kolbrúnu Baldursdóttur sálfræðing og kannski bókaflokkinn Íslensk knattspyrna en hermt er að Kristín sé betur að sér í bókhaldi en íþróttum. Kristín gæti endurgoldið hlýhuginn með bókinni Hann var kallaður þetta sem fjallar um dreng sem sigrast á gríðarlegu mótlæti. Hún ætti einnig að láta konfektkassa og ársmiða á leiki í Pepsí-deildinni fylgja þar sem hún átti sinn þátt í að svipta Dolla þeim fríðindum að komast frítt inn á leiki. Bubbi og Helgi Pírati hafa tekist á um höf- undarrétt og niðurhal hugverka, löglegt og ólöglegt. Óhætt er að segja að útilokað sé að þeir muni ná saman í þessu máli. Þeir geta samt alveg verið vinir og hugað hlýtt hvor til annars um jólin. Helgi ætti eiginlega að splæsa í Netflix-aðgang og Apple TV handa Bubba og reyna þannig að lokka hann inn í öld Píratanna með því að leyfa honum að upplifa hversu gaman er að horfa á niðurhal. Bubbi gæti svo gefið Helga heildarsafn tónlistar sinnar á geisladiskum svo Helgi sé ekki að standa í því að dánlóda tónlistinni og hafa þannig lifibrauðið af tónlistarmanninum. Bubbi tekur þó vissulega áhættu með þessu þar sem Pírata væri alveg treystandi til þess að „rippa“ alla diskana og dæla innihaldinu á torrentsíðu. Fyrrum vopnasystkinunum Birgittu Jónsdóttur, þingmanni Pírata, og Julian Assange, stofnanda WikiLeaks, laust harkalega saman undir lok ársins og rifust eins og hundur og köttur fyrir allra augum á Twitter. Deilan snerist að mestu um þátt Birgittu í kvikmyndinni The Fifth Estate sem segir, að mati Assagne, brenglaða sköpunarsögu WikiLeaks. Það er rakið fyrir Birgittu að gefa Julian áritað eintak af DVD- diski með The Fifth Estate svo hann geti kynnt sér málið betur. Þá mætti láta notaða fartölvu fylgja með þar sem Julian virðist hafa týnt sinni í Alþingishúsinu. Julian á óhægt um vik og getur illa staðið í hlaupum eftir sniðugum jólagjöfum þar sem hann heldur til í sendiráði Hondúras. Hann er þó mikið á netinu og gæti í það minnsta pantað sjóræningjabúning handa Birgittu og látið senda henni til Íslands. 36 jólin Helgin 20.-22. desember 2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.