Fréttatíminn


Fréttatíminn - 20.12.2013, Blaðsíða 97

Fréttatíminn - 20.12.2013, Blaðsíða 97
matur & vín 97Helgin 20.-22. desember 2013 „Þetta er ótrúlegur heið- ur fyrir okkur og bætist í þennan fjölda viðurkenn- inga sem Bríó hefur þegar hlotið á heimsvísu á stuttum tíma. Við erum í skýjunum,“ segir Stur- laugur Jón Björnsson, bruggmeistari Borgar Brugghúss. Bjórinn Bríó er einn þeirra sem fjallað er um í nýrri útgáfu hinnar kunnu bjórbiblíu 1001 Beers You Must Try Be- fore You Die. Ný útgáfa bókarinnar kom út á dögunum. Ekki er vitað til þess að íslenskur bjór hafi áður ratað í bók sem þessa. Höfundar bókarinnar eru þeir Adrian Tierney- Jones og Neil Morrissey. Sá fyrrnefndi dásamaði einmitt Surt nr. 8.1 á bloggi sínu, maltworms. blogspot.com, fyrr á árinu. „Gullverðlaun í World Beer Cup og World Beer Awards ásamt síðu í einni af þekktari bjórbókum nútímans var ekki alveg það sem maður bjóst við þegar við vorum að klára fyrsta bjór Borgar, en það er bara eitthvað við þennan Bríó,“ segir Stur- laugur ennfremur. Í umsögn um Bríó í bókinni segir að mark- mið Borgar-manna hafi verið að framleiða alvöru pilsner að þýskum sið sem myndi gleðja hip- stera og bóhema bæjarins og það hafi tekist vel. Bríó í þekktri bjórbók Bríó er einn þeirra bjóra sem fólki er ráðlagt að prófa áður en það deyr, samkvæmt vinsælli erlendri bjórbók. Ítalskar biscotti tvíbökur Bragðbætt biscotti er frábært með kaffi og sætum vínum í eftirmat. Nafnið er dregið af biscoctus sem þýðir tvíbaka. Ítalir voru iðnir við að baka slíkt brauð þar sem það geymdist vel og var afar vinsælt á tímum Rómaveldis í nestistösku hermanna. Þetta tvíbakaða brauð er afar einfalt að búa til. Hér er uppskrift með jólalegu ívafi: 2/3 bolli sykur 2 stór egg 1 tsk. vanilludropar 1 tsk. lyftiduft ¼ tsk. salt 1¾ bolli hveiti ½ bolli pistasíuhnetur ½ bolli trönuber Aðferð Hitið ofninn í 175 gráður. Þeytið eggin og sykurinn saman þar til þau verða létt og ljósgul, ca 5 mín., bætið van- illudropum í. Blandið þurrefnum saman og hrærið saman við deigið. Bætið þar næst hnetunum og berjunum út í og blandið saman. Setjið á bökunarplötu og formið hleif sem er ca 30 cm langur og 8 cm breiður. Bakið í 25 mín. Takið úr ofninum og látið standa í 10 mín., lækkið ofnhitann í 165 gráður. Skerið brauðið í sneiðar sem eru ca 2 cm þykkar og leggið sneiðarnar aftur á plötuna. Bakið í 10 mín. Snúið sneiðunum og bakið í aðrar 10 mínútur. Látið kólna og geymið á þurrum stað. Dugar í 16-20 sneiðar. Það er tilvalið að breyta til og bragðbæta með því sem manni þykir best, t.d. pecan- hnetum, súkkulaði, rúsínum eða öðru góðgæti. Þar sem jólin nálgast er einnig til- valið að dýfa sneiðunum í bráðið súkkulaði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.