Fréttatíminn


Fréttatíminn - 20.12.2013, Blaðsíða 56

Fréttatíminn - 20.12.2013, Blaðsíða 56
É g féll fyrir Íslandi og hélt áfram að koma aftur til Vest-fjarða á nokkra mánaða fresti til að vinna í minni list fyrir sýningu sem haldin var í galleríi í San Francisco. Ég gat gefið mér tíma í mína list því að ég vann sem leikari og fyrirsæta, bæði fyrir Apple og fleiri. Á þeim tíma vildi ég vera í sveitinni einn með sjálfum mér og ferðaðist fram og til baka á löngu tímabili. Eftir það sagði ég við sjálfan mig, já ég þarf að flytjast hingað,“ segir Anthony. „Ég bjó í Djúpavík í í nokkra mánuði og hélt líka sýningu í gamalli verksmiðju þar og líkaði mjög vel,“ segir Anthony Baciga- lupo eða „Úlfakoss“ en það er þýðingin á eftirnafni hans. Hann á ættir að rekja til Ítalíu og Mexíkó en ólst upp í Kalí- forníu í Bandaríkjunum. Þar lagði hann stund á sjónlistir en hefur fundið ástina sína, Ýr Káradóttur, á Íslandi. Þau, ásamt Lísu Kjartansdóttur, hafa stofnað félagið Reykjavík Trading Co. og hanna vörur sem sameina einkenni gamaldags amerískrar og íslenskrar hönnunar. Fann ástina í Reykjavík „Þeim hjá Apple líkaði afskaplega vel við það að ég væri listamaður. Ég var í mjög fjölbreyttri vinnu hjá þeim. Ég byrjaði á því að sjá um opnun búða og vann í Los Angeles og San Diego. Mín list hefur alltaf haft tengingu við tæknigeirann og hönnun. Síðan sáu þeir að ég hafði áhuga á leiklist og hafði leikið. Þegar þeir sáu að ég gæti leikið fór ég að sitja fyrir í auglýsingum því að þeim fannst ég hafa þetta „apple útlit“ og passa vel í hlutverkið. Sú vinna hefur opnað fyrir mér mikið af tækifærum. Í langan tíma tók ég að mér verkefni og fór út á nokkurra mánaða fresti og margir voru að velta fyrir sér hvað ég væri eiginlega að gera. Það skyldi eng- inn hvernig ég gat verið hér og ekki í fastri vinnu,“ segir Anthony. „Nú þegar ég bý á Íslandi hef ég verið að vinna sem leikari í bandarískum þáttunum „Game of Thrones“ fyrir nokkrum mánuðum og síðan mun ég taka að mér einhver fleiri verkefni tengd leiklist,“ segir Anthony. Einnig hefur hann verið í samstarfi við ís- lensku hljómsveitina Of Monsters and Men. „Fyrsta skiptið sem ég kom til Reykjavíkur eftir að hafa varið miklum tíma á Vestfjörðum hitti ég Ýri sem átti eftir að verða konan mín, á Kaffibarn- um. Vinur minn var að reyna við hana en ekki ég. Henni hefur líkað betur við mig býst ég við,“ segir Anthony. Anthony ákvað að elta ástina og flutt- ist hingað og hefur nú stofnað fyrir- tæki, keypt sér hús í Hafnarfirði og eignast barn á stuttum tíma. „Bæði Íslendingar og Bandaríkjamenn hafa spurt mig hvort ég sé eitthvað ruglaður þegar þeir komast að því að ég flutti frá Kaliforníu til Íslands. En mjög margir þekkja ekki til Íslands. Þeir vita að Ísland er einhversstaðar fyrir norðan en vita ekki meira og rugla jafnvel við Grænland. Þeir vita ekki hversu fallegt Ísland er,“ segir Anthony. Hamraborg – Nóatún 17 – Hr ingbraut – Austurver – Grafarho l t KjúKlingamáltíð fyrir 4 Grillaður kjúklingur – heill Franskar kartöflur – 500 g Kjúklingasósa – heit, 150 g Coke – 2 lítrar* *Coca-Cola, Coke Light eða Coke Zero 1990,- Verð aðeins + 1 flaska af 2 L > Mörkinni 4 > 105 Reykjavík > Sími: 533 3500 > Hofsbót 4 > 600 Akureyri > Sími: 462 3504 > Opið til kl 20.00 19-23 des. og 10-12 24. des Gjafavörur frá Aquanova í miklu úrvali Héldu að ég væri ruglaður að flytjast til Íslands Anthony Bacigalupo eða „Úlfakoss“ fór til Vestfjarða fyrir fimm árum til þess að vinna listaverk fyrir gallerí í San Francisco. Hann varð ástfanginn af sveitinni og fannst gott að hvíla sig á stórborgarlífinu þar sem hann vann á meðal annars sem fyrir- sæta fyrir Apple. Fyrsta skiptið sem hann fór til Reykjavíkur fann hann ást lífs síns, Ýr Káradóttur, og nú hafa þau stofnað fyrirtækið Reykjavík Trading Co. ásamt Lísu Kjartansdóttur. Það voru örlög Anthony og Ýr að hittast á Íslandi. Ljósmyndir/Hari Við vildum búa til hluti sem endast vel og eru tímalausir. Þegar við byrjuðum ákváðum við að gera fáa hluti mjög vel og vörunum okkar hefur verið mjög vel tekið. Framhald á næstu opnu 56 viðtal Helgin 20.-22. desember 2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.