Fréttatíminn


Fréttatíminn - 20.12.2013, Blaðsíða 40

Fréttatíminn - 20.12.2013, Blaðsíða 40
Bjargtangabækurnar, sem almenningur kallar svo, eru nokkurs konar flaggskip Vestfjarðabókanna. Margir óborganlegir persónuleikar koma við sögu í þessu rammvestfirska verki. Þúsundir ljósmynda sem margar hafa aldrei birst áður. Fæst í bókaverslunum um land allt Verð 5.900 kr. Flateyjarhreppur Elfar Logi Hannesson: Sigvaldi Kaldalóns í Flatey Suðurfjarðahreppur Jakob Falur Kristinsson: Jón Kristófer kadett Elfar Logi Hannesson: Bíldudalsprinsinn Þingeyrarhreppur Hallgrímur Sveinsson: Vélsmiðja Guðmundar J. Sigurðssonar og Co hf. á Þingeyri 100 ára. M. a. viðtöl sem Sumarliði R. Ísleifsson tók við Matthías Guðmundsson. Bjarni Georg Einarsson: Bóndarósin góða Hjálparbeiðni frá Laugabóli Vilmundur Jónsson: Fyrsti holskurður við fullkomna smitgát á Íslandi Flateyrarhreppur Ævisaga Magnúsar Ísleifssonar, föður Gunnars M. Magnúss rithöfundar Súðavíkurhreppur Kári Arnórsson: Ari Magnússon. Fór fjögurra ára til Kanada. Kom aldrei aftur en orkti ljóð á íslensku. Reykjafjarðarhreppur Jóhann Hjaltason: Um kristfjárómaga Vatnsfjarðarstaðar Myndasyrpa úr ljósmyndasafni Odds Péturssonar: Fjársjóður úr sögu vegagerðar á Vestfjörðum Árni Bjarnarson: Vestfirðingar í fyrri heimssyrjöld. Æviágrip og myndir 33 Vestfirðinga sem tóku þátt í hildarleiknum undir merkjum Kanada. Hallgrímur Sveinsson: Af vettvangi dagsins frá ýmsum tímum í Vestfirsku Ölpunum. Ný bók að vestan Efnisyfirlit B assaleikarinn Mikael Blak fylgd-ist náið með Eivöru þroskast í tónlistinni, á mörgum sviðum. Enginn hefur spilað jafnlengi og mikið með Eivöru. Alveg frá fyrstu sólóplötu hennar; og hann er enn að spila með henni. „Eivör hefur komið víða við á tón- listarferli sínum. Fyrstu árin var hún í hljómsveitum með öðrum. Þar þurfti hún að deila ákvörðunum með hinum í hljómsveitunum og ræða við þá um lagaval, útsetningar og fleira. Þetta breyttist við Íslandsdvölina. Þá tók hún stjórnina á tónlist sinni. Þurfti ekki að bera lagaval, útsetningar eða annað undir neinn. Hún réð þessu öllu. Annars liggur vel fyrir henni að vinna með öðrum. Hún er alltaf reiðubúin að drekka í sig áhrif frá öðrum, læra af þeim. Eivör er afskaplega jákvæð persóna. Það þarf mjög mikið að ganga á áður en fer að þykkna í henni. Hún lætur samt ekki misbjóða sér. Ég hef séð hana hleypa í brýnnar og svara fyrir sig. Ef henni mislíkar við einhvern þá á hún það þó til að byrgja það innra með sér. Það getur setið í henni. Þetta má ekki hljóma eins og vandamál. Ég er tala um vægasta stig sem til er. Þetta er eins langt frá því að vera vandamál og hugs- ast getur. Eivör er aldrei vandamál. Ég hef spilað meira og minna með Eivöru frá því að hún var fimmtán ára. Fimmtán ára stelpa er ekki nákvæm- lega sama manneskja og þrítug kona. En frægð og frami hafa ekki stigið henni til höfuðs á neinn hátt. Það er oft gríðarlegt álag á tónlistar- fólki. Ekki síst á hljómleikaferðalögum. Þá er tónlistarfólkið í raun í vinnunni 24 stundir á sólarhring og situr uppi með hvert annað vikum saman við erf- iðar aðstæður; svefnleysi, lélegt fæði, streitu, vondan aðbúnað, rugl með tímabelti og svo framvegis. Eivör er besti ferðafélagi sem hægt er að hugsa sér. Hún sér jákvæðar hliðar á öllum hlutum.“ Eivör er mikil félagsvera, fjörkálfur og stuðbolti. Sædís mamma hennar segir hana sækja stíft í fjörið: „Eivör er hrifin af skemmtanalífi; að fara á ball og svoleiðis.“ Galsinn í Eivöru getur brotist út í óvæntu sprelli. Hún er stríðin. Alvöru- gefinn og virðulegur dagskrárgerðar- maður Rásar 2, Guðni Már Hennings- son, hefur reynslu af því: „Eivör spilaði í beinni útsendingu hjá mér í Útvarps- húsinu í Þórshöfn. Hún var mögnuð stelpan þar. Á milli laga spjallaði ég við hana og eitt sinn þegar ég reyndi að vera mjög gáfulegur og klár þá kleip hún mig í rassinn – í beinni útsend- ingu! Vona að ég sé eini útvarpskall í heimi sem hefur notið þess heiðurs!“ Kleip útvarpsmann í rassinn í beinni útsendingu Færeyska tónlistarkonan Eivör Páls- dóttir hefur notið mikilla vinsælda hér á landi um árabil. Nú er komin út bók um Eivöru og færeyska tónlist og menningu. Bókin heitir „Gata, Austur- ey, Færeyjar, EIVÖR og færeysk tónlist“ en höfundur hennar er Jens Guð. Við grípum hér niður í kafla í bókinni. Eivör Pálsdóttir er mikil félagsvera og sækir stíft í fjörið að sögn mömmu hennar. Ljósmynd/ Sem Johnsson 40 bækur Helgin 20.-22. desember 2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.