Fréttatíminn


Fréttatíminn - 20.12.2013, Blaðsíða 54

Fréttatíminn - 20.12.2013, Blaðsíða 54
lÍs en ku ALPARNIR s SWALLOW 250 Kuldaþol: -8 þyngd: 1,7 kg. 11.995 kr. 9.596 kr. MONTANA, 3000mm vatnsheld 2. manna 16.995 kr. 12.796 kr. 3. manna 19.995 kr. 15.996 kr. 4. manna 26.995 kr. 21.596 kr. 30% SNJÓBRETTAPAKKAR Góðar fermingargjafir www.alparnir.is GLERÁRGÖTU 32, AKUREYRI, SÍMI 461 7879 • KAUPVANGI 6, EGILSSTAÐIR, SÍMI 471 2525 • FAXAFENI 8, REYKJAVÍK, SÍMI 534 2727 P P Góð gæði Betra verð Skíða- og snjóbrettapakkar 20% afsláttur• Svigskíði • Fjallaskíði • Gönguskíði • Snjóbretti Tökum notaðan skíða- og brettabúnað upp í nýjan F rábær árangur ís- lenskra fimleikakvenna á erlendri grundu hefur gert það að verkum að æska landsins flykkist í fimleikafélögin til að stunda þessa skemmtilegu íþrótt. Áhuginn hefur aldrei verið meiri. Í tilefni af 45 ára afmæli Fimleikasam- bands Íslands hefur sambandið gefið út bókina, „Ég á mér draum“, sem fjallar um fimleikaiðkun á Íslandi. Bókin samanstendur af viðtölum, sögum og ljósmyndum, og í henni er skyggnst inn í heim íþróttarinnar á skemmtilegan og aðgengilegan hátt. Einar Ólafsson ritari Fimleikasambandsins rit- stýrir bókinni. Fríða Rún Einarsdóttir er ein þeirra ungu kvenna sem hefur tekið þátt í að efla hróður íþróttar- innar en hún æfði með Gerplu sem hefur keppt fyrir hönd Íslands á fjölda móta og vakið verðskuldaða athygli langt úr fyrir landsteinana. Hún hefur æft frá unga aldri og segist eiga það foreldrum sínum að þakka að hún byrjaði í fimleikum. „Ég hef alltaf verið með mikla hreyfiþörf og eftir að hafa prófað var greinilegt að fimleikar hentuðu mér best, fimleikasalurinn hefur reyndar verið mitt annað heimili síðan.“ Upphaflega byrjaði hún að stunda áhaldafimleika og náði þar góðum árangri. Aðeins 14 ára vann hún 6 gullverðlaun á unglingamóti Norðurlanda. 15 ára tók hún sér stutt hlé frá fimleikunum eftir meiðsli á ökkla en það hlé varð til þess að hún vissi nákvæmlega hvert hún vildi stefna svo hún byrj- aði aftur að æfa. Árið 2010 skipti Fríða Rún yfir í hópfimleika og varð Evrópumeistari með Gerplu sama ár og svo aftur 2012. „Á ferlinum standa upp úr þeir tveir Evrópumeistaratitlar sem ég vann með liðsfélögum í Gerplu árið 2010 og 2012. Það er eitt það skemmti- legasta sem ég hef gert og ég er að eilífu þakklát fyrir að hafa fengið að vera hluti af þessum yndislega hópi. Ásamt því þegar ég varð sexfaldur Norðurlandameistari árið 2007.“ Skyldi hafa verið tími fyrir eitt- hvað annað í lífi þessarar ungu konu? „Já, það er nauðsynlegt að vera með gott skipulag til að hlut- irnir gangi upp með stífum æf- ingum. En mér finnst ég reyndar alltaf hafa haft tíma í það sem mig langar til að gera. Ég hef líka alltaf litið á fimleikana sem val, ég vel að fara á æfingu í staðinn fyrir að gera eitthvað annað.“ Það er mikilvægt að muna alltaf að for- gangsraða, sumu er alveg hægt að sleppa eða geyma þar til seinna. Gott skipulag gerir allt svo miklu auðveldara og án þess hefði ég ekki getað staðið mig eins vel í skóla og öðru sem ég gerði með fimleikunum. Svo er hreyfing bara nauðsynleg fyrir andlega líðan og gerir allt svo miklu betra.“ Fríða er sannfærð um að fim- leikarnir hafi nýst henni vel utan fimleikasalanna. „Sérstaklega andlegi þátturinn sem nýtist í öllu sem maður tekur sér fyrir hendur. Maður fær mikinn aga í fimleikum sem nýtist vel í lífinu almennt. Var alltaf með mikla hreyfiþörf Fríða Rún fagnar sigri með Gerplu. Á myndinni eru Ásdís Guðmundsdóttir, Fríða Rún Einarsdóttir og Kristjana Sæunn Ólafsdóttir. Maður lærir bæði að vera hluti af hóp og að þurfa að standa sig sem einstaklingur og það er eitthvað sem ég mun búa að alla ævi. Svo skemmir aldrei fyrir að geta hent sér í eitt heljarstökk eða splitt utan salarins.“ Nú verður Evrópumótið haldið á Íslandi næsta sumar en Fríða Rún veit ekki enn hvort hún muni taka þátt. „Það kitlar mig mjög að taka þátt en ég hef ekkert ákveðið ennþá. Ég hef átt mjög farsælan feril og er alveg södd eins og maður segir, þannig að það er lík- legt að maður láti þetta gott heita. Annars getur allt gerst,“ segir þessi jákvæða kona. Fríða Rún byrjaði í sálfræði í Há- skólanum í haust og sér alls ekki eftir þeirri ákvörðun, segist hafa fundið þar sína hillu og þrátt fyrir að vera hætt að þjálfa jafn stíft og áður er hún dugleg að hreyfa sig sjálf og nýtur þess. Spurð út í jólin og nýja árið segist Fríða Rún ætla að eyða jólunum í fyrsta sinn fjarri heimahögum. „Við kærastinn vildum fara á nýjan spennandi stað þar sem væri sól og hiti og Dubai varð fyrir valinu. Annars ætla ég bara að halda áfram að njóta lífs- ins, brosa mikið og vera jákvæð.“ Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is 54 viðtal Helgin 20.-22. desember 2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.