Fréttatíminn


Fréttatíminn - 20.12.2013, Blaðsíða 18

Fréttatíminn - 20.12.2013, Blaðsíða 18
B itcoin er bara bóla. Snemma á næsta ári verður verðið, sem var um 1200 dollarar fyrir nokkrum dögum, komið undir 10 dollara. Þessu spáir Mark T. Williams, sér- fræðingur í fjármálamörkuðum og áhættustjórnun við Boston University School of Management í Bandaríkjun- um. Hann skrifaði grein á vef Business Insiders á þriðjudag sem vakti talsverða athygli á netinu en þar hvatti hann þátt- takendur í bitcoin-æðinu til þess að inn- leysa hagnað sinn hið fyrsta fyrsta því endalokin væru í nánd fyrir bitcoin. Blaðamaður Fréttatímans var við- staddur Skype-fund um Bitcoin sem Mark hélt fyrir félaga sína hjá hugbún- aðarfyrirtækinu Gangverk í Reykjavík á miðvikudaginn en Fréttatíminn fjallaði ítarlega um bitcoin í síðustu viku. „Það er ekki rétt að tala um rafrænan gjaldmiðil í þessu sambandi. Bitcoin er frekar rafrænn varningur,“ seg- ir Mark. Hann er sér f róður um eignabólur og hefur meðal annars gefið út bók um þá lær- dóma sem draga megi af fall i Lehman-banka og hættuna á að kerfisáhætta verði fjármála- kerfi heimsins að falli. Mark telur að það ástand sem skapast hefur á bitcoin-markaðnum síðustu vikur og mánuði beri öll einkenni þess að um eignabólu sé að ræða. Undirliggjandi sé að nýir fjárfestar streymi á markað- inn af því að þeir hafi heyrt af gríðar- legum hagnaði þeirra sem á undan fóru, þetta veki öfund og löngun til að ná í sneið af hagnaðinum. Slíkar sögur eru á hverju strái. Fyrir nokkrum misserum stóð verðið í þremur dollurum og var í 100 dollurum fyrr á þessu ári en náði 1200 dollurum áður en það fór að hríð- falla í síðustu viku og stendur nú í um 600 dollurum. Þetta sé ágætt dæmi um það sem kallað hefur verið „meira-fífls kenningin“ (e. Greater fool theory) þar sem kaupendur flykkjast á markaðinn og kaupa vöru á fráleitu verði í trausti þess að einhver annar verði tilbúinn til að greiða enn hærra verð. Hann bendir á að bitcoin hafi aldrei gengið í gegnum svartsýnismarkað (e. bear market) þar sem gjaldmiðillinn hafi sannað gildi sitt við erfiðar efna- hagslegar aðstæður. Mark telur engar líkur á að bitcoin gæti staðist slíkt próf. „Verið á eftir að halda áfram að falla,“ segir Mark og spáir því að á fyrri hluta næsta árs verði það komið undir 10 doll- ara. Hann bendir á viðbrögð kínverskra stjórnvalda sem nýlega stigu harkaleg skref til að koma í veg fyrir að bitcoin sé notað í viðskiptum. Fyrst bannaði kín- verski seðlabankinn bönkum landsins að skipta bitcoin fyrir annan gjaldmiðil og síðar hefur greiðslumiðlunarfyrir- tækjum verið bannað að eiga viðskipti með bitcoin. Bitcoin hefur átt talsverð- um vinsældum að fagna í Kína og Mark segir ákveðið réttlæti í því að Kínverjar sem ýttu í upphafi undir bitcoin bóluna taki að sér að sprengja bóluna. Aðrar ríkisstjórnir muni áreiðanlega fylgja í kjölfarið fljótlega. Mark segist hins vegar hafa trú á því að hugmyndin um rafrænan gjaldmiðil geti fyrr eða síðar orðið að veruleika þótt bitcoin fatist flugið. Ein mistökin sem aðstandendur bitcoin hafi gert hafi verið að búa ekki til formlegt fyrirtæki sem taki á sig lagalega og viðskiptalega ábyrgð. „Það voru tölvunördar sem bjuggu bitcoin til í sýndarveruleikanum en ætluðust til að þetta yrði nothæfur gjaldmiðill í raunheimi,“ skrifar Mark í greininni á Business Insider. Stofn- endurnir séu ágætir í hugmyndafræði frjálshyggjunnar en skilji illa hvernig efnahagslíf heimsins virkar. Til þess að rafeyrir geti virkað og þjónað tilgangi í viðskiptum þurfi að búa raunveruleg efnahagsstefna og peningastefna að baki. „Það að gefa sér að gjaldmiðill sé búinn til af tölvu án miðstýringar og seðlabankakerfis er fáránlegt og efna- hagslega hættulegt,“ segir hann. Til þess að gjaldmiðill nái að ávinna sér traust í viðskiptum manna þurfi að vera til staðar trú á því að baki hans standi fjármálakerfi með fjármálaeftir- lit og seðlabanka sem starfi á grund- velli peningastefnu sem haldi aftur af verðbólgu og tryggi stöðugt verðlag. Bitcoin falli á því prófi en aðrir rafrænir gjaldmiðlar nái kannski að standast það í framtíðinni. Pétur Gunnarsson petur@frettatiminn.is Verið velkomin í verslun okkar að Síðumúla 16. Opið mán - fös 8.30 - 17.00 Síðumúli 16 • 108 Reykjavík • Sími 580 3900 • www.fastus.is Veit á vandaða lausn GENSE kvörn • Malar salt og pipar • Keramikkvörn - píanólakk • Þrír litir: svart, hvítt, rautt Kr. 6.262,- JÓL Í ELDHÚSIÐ DUALIT brauðrist • 2 brauðsneiðar • Sérstaklega víð rauf f. brauð • Hægt að rista beyglu / pítu Kr. 32.944,- DUALIT hraðsuðuketill • 1.5L hraðsuðuketill • Snúrulaus • Sía innan á stút Kr. 18.900,- F A S TU S _E _4 6. 12 .1 3 Það eru komnir hraðbankar þar sem hægt er að hlaða inneign inn í android-síma en nú er framtíð fyrsta rafræna gjaldmiðilsins í mikilli óvissu og verðið fellur hratt. Orð Sigmundar Davíðs í fréttum RÚV á þriðju- dagskvöld ollu ótta hjá sumum atvinnu- lausum sem töldu að bóta- greiðslum yrði hætt.  Atvinnuleysi orð sigmundAr ollu óttA Um 6,5 milljarðar eru til í atvinnuleysis- tryggingasjóði e instaklingar á atvinnuleysis-bótum höfðu samband við ASÍ og verkalýðsfélögin eftir að hafa hlustað á forsætisráðherra í tíufréttum RÚV á þriðjudagskvöld. Fólkið hélt að Atvinnuleysistrygg- ingasjóður væri tómur og hætt yrði að greiða atvinnuleysisbætur. ASÍ gaf frá sér yfirlýsingu af þessu tilefni og vísar þar til eftirfar- andi orða Sigmundar Davíðs Gunn- laugssonar þegar rætt var um des- emberuppbót atvinnulausra: „Til þess að það sé hægt þurfa að vera til peningar í sjóðnum. Það var ekki núna. Raunar er sjóðurinn þegar kominn í töluverðan mínus þannig að ráðherra hafði ekki fjármuni til að greiða út.“ Ráðherrann bætti því við að hins veg- ar hefði tekist að finna fé til að greiða út des- emberuppbótina. „Margir atvinnu- leitendur ha fa skilið orð forsæt- isráðherra þann- ig að greiðsla at- vinnuleysisbóta á nýju ári sé í uppnámi enda fullyrti Sigmundur Davíð að engir pening- ar væru til í Atvinnuleysistrygg- ingasjóði,“ segir ASÍ. „Í tilefni af framangreindum orðum forsætis- ráðherra er rétt að fram komi að Vinnumálastofnun áætlar að eignir Atvinnuleysistryggingasjóðs um næstu áramót verði á bilinu 6,3 til 6,5 milljarðar króna. Þar til við- bótar er rétt að árétta að greiðslur atvinnuleysisbóta byggja á lögum um það efni og eru allar breytingar háðar laga- breytingum, en ekki stöðu Atvinnuleysis- tryggingasjóðs.“  Bitcoin BólAn virðist verA Að springA og verð hefur lækkAð um helming á einni viku Spáir því að bitcoin seljist á 10 dollara eftir áramót Mark T. Williams er kennari við Boston-háskóla og sérfræðingur í fjármálamörk- uðum. Hann skrifaði grein um bitcoin sem vakti mikla athygli á vefnum og hélt fund um þennan rafeyri á Skype fyrir félaga sína í Reykjavík. Fréttatíminn fylgdist með. Mark T. Williams. 18 fréttir Helgin 20.-22. desember 2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.