Fréttatíminn


Fréttatíminn - 20.12.2013, Blaðsíða 68

Fréttatíminn - 20.12.2013, Blaðsíða 68
R agnar Freyr Ingvars-son hefur notið mikilla vinsælda sem matar- bloggari undir heitinu „Lækn- irinn í eldhúsinu“ og fyrir jólin gaf hann út veglega mat- reiðslubók undir sama nafni sem hentar bæði byrjendum í eldhúsinu og lengra komn- um. Í framhaldi af þessum vinsældum er hafin vinna við matreiðsluþætti með Ragnari sem sýndir verða á SkjáEinum með vorinu. „Bókinni minni hefur verið ákaflega vel tekið og ég er óendan- lega þakklátur fyrir þessar hlýju móttökur. Ég finn aðallega fyr- ir gleði í hjartanu og spenningi að þetta áhugamál mitt skuli vera orðið svo verð- launandi þáttur í lífi mínu. Og það er vissulega gaman að svona margir hafi áhuga á því sem ég er að sýsla í eldhúsinu,“ segir hann. Ragnar býr í Lundi í Svíþjóð þar sem hann starfar sem gigtarlæknir. Hann er giftur Snædísi Evu Sigurðardóttur sálfræðingi. „Við erum búin að vera saman 17 ár núna um áramótin – gift í næstum 14 ár,“ segir hann. Saman eiga þau þrjú börn, Valdísi Eik 13 ára, Vilhjálm Bjarka 8 ára og Ragnhildi Láru 16 mánaða, og munu fjölskyldumeðlimirnir koma við sögu í nýju þáttunum sem teknir verða upp á heimili þeirra í Lundi. Hann segir að þættirnir verði um alvöru mat. „Ég ætla að sýna hvað það er í raun einfalt að elda góðan mat frá grunni. Það eina sem þarf er áhugi. Mér finnst ótrúlega gaman að elda mat, að borða góðan mat, njóta góðra vína, að njóta þess með vinum og vandamönnum. Svo finnst mér ofsalega gaman að tala um mat og að skrifa um mat- inn sem ég er að elda.“ Ragnari vefst tunga um tönn, aðspurður hvað honum finnist skemmtilegast að elda, og segir loks að honum finn- ist gaman að elda allan mat. „Sérstaklega eitthvað sem tekur tíma en þarf þó ekki að vera flókið.“ Hann leggur áherslu á að góður matur sé eldaður frá grunni. „Það þarf að hafa gaman af matargerð- inni og það allra mikilvægasta er að borða matinn saman við matarborðið og deila þannig matnum og deginum saman.“ Ragnar segir að hann myndi aldrei nokkurn tímann bjóða upp á tilbúinn mat í matar- boði. „Eitthvað sem er fullt af aukaefnum verður aldrei á boðstólum hjá mér.“ Og hann hefur einfalt en þó mikilvægt ráð til fólks fyrir jólahátíðina, þá miklu matarhátíð: „Kaupið gott hráefni. Þá verður eftir- leikurinn einfaldur.“ Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is Eitthvað sem er fullt af aukaefn- um verður aldrei á boð- stólum hjá mér. Ný vefverslun á michelsen.is Laugavegi 15 - 101 Reykjavík - sími 511 1900 - www.michelsen.is DAISY LOKKAR 21.900 kr. DAISY HRINGUR 29.900 kr. DAISY HÁLSMEN 18.900 kr. Glæsilegar jólagjafir Ný þáttaröð með lækninum í eldhúsinu, Ragnari Frey Ingvars- syni, er í vinnslu og verður sýnd á SkjáEinum með vorinu. Ragnar er gigtarlæknir í Lundi og verða þættirnir teknir upp í eldhúsinu hans þar. Hann gaf út sína fyrstu matreiðslubók fyrir jólin og seldist fyrsta prentun upp á mettíma. Fjölskylda Ragnars verður honum innan handar í nýju þáttunum. Læknirinn í sjónvarpinu Ragnar Freyr Ingvarsson ætlar að kenna fólki að elda góðan mat á einfaldan hátt í matreiðsluþátt- unum sem teknir verða upp í eldhúsinu hans í Lundi. Íslenskur Mosa-agat náttúrulegur fjársjóður 68 viðtal Helgin 20.-22. desember 2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.