Fréttatíminn


Fréttatíminn - 20.12.2013, Blaðsíða 96

Fréttatíminn - 20.12.2013, Blaðsíða 96
96 matur & vín Helgin 20.-22. desember 2013  vín vikunnar  Stella Artois Gerð: Bjór Tegund: Lagerbjór. Uppruni: Belgía. Styrkleiki: 5% Verð í Vínbúð- unum: 819 kr. (750 ml) Umsögn: Stella Artois er hinn upp- runalegi jólabjór og vísar Stella í sjálfa jólastjörnuna. Bjórinn varð hins vegar svo vinsæll að hann varð almenn neysluvara. Undanfarin ár hefur Stella komið hingað í jólabúningi og hentar einkar vel að setjast niður í hádegisverð á aðfangadag með jólasíld, gott rúg- brauð og hátíðar- flösku af Stellu.  Montes Late Harvest Gerð: Sætvín. Þrúga: Gewurzt- raminer. Uppruni: Chile. Styrkleiki: 12% Verð í Vínbúð- unum: 1.999 kr. (375 ml) Umsögn: Þrúgurnar fá að fullþroskast og jafnvel aðeins meira en það. Bragðið inniheldur apríkósu og hunang en líka næga sýru þannig að vínið nær ekki að verða klígjulegt. Fullkominn eftir- réttur.  Aalborg Jubi- læums Akvavit Gerð: Snafs. Uppruni: Danmörk. Styrkleiki: 40% Verð í Vínbúð- unum: 5.899 kr. (750 ml) Umsögn: Íslenski brennivínssnafsinn er í raun ákavíti sem sækir fyrirmynd sína til Norður- landanna. Þar hefur hið danska Aalborg Julilæums Akvavit borið höfuð og herðar yfir aðra snafsa. Bragðið er mjúkt og kryddað með þægilegum, heitum eftirkeimi. Þetta ætti ekki að vanta í neina skötuveislu á Þorláksmessu. Sætur punktur yfir i-ið Fólki hættir til að gleyma því hversu gott sætvín getur gert góða máltíð betri. Gott sætvín með eftirréttinum, eða einfaldlega sem eftirréttur, setur oft punktinn fullkomlega yfir i-ið. Er þá átt við hefðbundin sætvín þar sem þrúgan hefur fengið að þroskast að fullu og jafnvel lengur en góðu hófi gegnir, þannig að sykurmagnið í þrúgunni skilar einungis sætvíni. Þetta Oremus Tokaji sætvín hefur karakter sem skín í gegn. Það hentar vel með alls konar eftirréttum, til að mynda þeim sem innihalda jarðarber, en ekki síður með ostum og ostakökum. Tilvalið væri að sötra þetta sætvín eftir jólamatinn en prófa svo afganginn af flöskunni síðar með góðum ostum. Oremus Tokaji Aszu 3 Puttonyos Gerð: Sætvín. Þrúga: Tokaji-blanda. Uppruni: Ungverjaland. Styrkleiki: 13% Verð í Vínbúðunum: 4.475 kr. (500 ml) Undir 2.000 kr. 2.000-4.000 kr. Yfir 4.000 kr.    Höskuldur Daði Magnússon Teitur Jónasson ritstjorn@frettatiminn.is Fréttatíminn mælir með Réttur vikunnar Kaffikokteillinn Irish Coffee varð til á dögum flugbátanna. Eðli málsins sam- kvæmt lentu flugbátarnir á sjónum og svo þurfti að ferja farþegana með bátum í land og sú ferð var oft á tíðum köld og blaut. Sagan segir að kokteillinn hafi í fyrsta sinn verið blandaður eitt kalt vetrarkvöld árið 1940 þegar farþegar með Pan Am flugbáti lentu í Foyneshöfn við strendur Írlands. Til að koma hita í kropp farþeganna eftir báts- ferðina ákvað barþjónn flughafnarinnar, Joseph Sheridan, að að setja viskí út í kaffið. Þegar hann var svo spurður hvort kaffið væri „Brazilian Coffee“ svaraði hann að bragði; nei, þetta er „Irish Coffee“ og nafnið var komið. Hann hitti naglann á höfuðið blessaður því fátt er betra á köldu vetrarkvöldi en funheitur Irish Coffee. Hráefni 1 msk dökkur muscavadi sykur (óunninn púðursykur) eða annar dökkur sykur 30 ml Jameson írskt viskí Bragðmikið og vel fyllt kaffi, helst pressukönnukaffi Létthristur rjómi Alvöru Irish Coffee Aðferð 1. Búið til einfalt sykursíróp úr sykr- inum með því að sjóða hann í smá vatni. Blandið saman sykursírópinu og viskíinu. 2. Fyllið upp með kaffi og skiljið eftir um það bil þumlung fyrir rjómann. 3. Hrærið öllu saman 4. Hristið rjómann í hristara. Athugið að rjóminn á að vera mjög létt þeyttur og leka vel. 5. Þetta er lykilatriði. Hellið rjómanum yfir öfuga skeið og látið hann fljóta ofan á drykknum. Það er gríðarlega mikil- vægt að rjóminn sé ekki þeyttur, bara létt hristur. Rjóminn á að fljóta ofan á allan tímann svo það komi rétt magn af drykk og rjóma við hvern sopa. Ó K E Y P I S Ó K E Y P I S Ó K E Y P I S Ó K E Y P I S Ó K E Y P I S Ó K E Y P I S Ó K E Y P I S Ó K E Y P I S Ó K E Y P I S Ó K E Y P I S Ó K E Y P I S Ó K E Y P I S Ó K E Y P I S Ó K E Y P I S Gleðileg jól Kryddin frá Pottagöldrum eru ómissandi í matreiðsluna Ilmur af jólum Nauðsyn um jólin ÁN AUKAEFNA • ÁN MSG • ÁN SÍLÍKON DÍOXÍÐS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.