Fréttatíminn - 20.12.2013, Blaðsíða 104
104 skák og bridge Helgin 20.-22. desember 2013
Skák Hvert jólaSkákmótið rekur annað
Skákin blómstrar á aðventunni
j ólapakkaskákmót GM Hellis verður haldið á morgun, laugardaginn
21. desember í Ráðhúsi Reykja-
víkur. Mótið hefst klukkan 13 og
er ókeypis á það. Mótið er fyrir
börn og unglinga og fer nú fram í
16. skipti en það var fyrst haldið
fyrir jólin 1996. Síðan hefur það
verið haldið nánast á hverju ári og
hefur alltaf verið eitt fjölmennasta
skákmót ársins.
Keppt verður í fimm flokkum:
Flokki fæddra 1998-2000, flokki
fæddra 2001-2002, flokki fæddra
2003-2004 og flokki fæddra 2005
og síðar og peðaskák fyrir þau
yngstu (2007 og yngri). Tefldar
verða 5 umferðir með 10 mínútna
umhugsunartíma á mann.
Jólapakkar eru í verðlaun fyrir
3 efstu sætin í hverjum aldurs-
flokki fyrir sig fyrir bæði drengi
og stúlkur. Auk þess verður happ-
drætti um 3 jólapakka í hverjum
aldursflokki fyrir sig og sameig-
inlegt happdrætti í lokin þar sem
m.a. verður dregin út spjaldtölva
frá Heimilistækjum og allir þátt-
takendur verða leystir út með
góðgæti frá Góu og Andrésblaði.
Meðal þeirra fyrirtækja sem
leggja til gjafir í jólapakkana eru:
Myndform, Salka útgáfa, Sögur
útgáfa, Edda útgáfa, Speedo, Nor-
dic Games, Ferill verkfræðistofa,
Veröld útgáfa, Bókabeitan útgáfa,
Góa, Heimilistæki, Landsbankinn
og Skákskóli Íslands og Skák-
félagið GM Hellir.
Keppendur eru hvattir til að
skrá sig til leiks á skak.is. Jóla-
pakkamótið er tvímælalaust einn
af hápunktum ársins, og er fólk
hvatt til að kíkja við í Ráðhúsinu
og fylgjast með hinum ungu snill-
ingum.
Hjörvar Steinn
Víkingameistari
Stórmeistarinn Hjörvar Steinn
Grétarsson sigraði á Meistara-
móti Víkingaklúbbsins í hraðskák
sem fram fór í Víkinni í miðviku-
dagskvöldið 17. desember. Annar
varð Oliver Aron Jóhannesson
með 6.5 vinninga, en í næstu
sætum komu þeir Vignir Vatnar
Stefánsson, Björn Þorfinnsson
og Gunnar Fr. Rúnarsson með
6. vinninga. Mótið var fjölmennt
og sterkt. 26 keppendur tóku
þátt í mótinu og er þetta að öllum
líkindum fjölmennasta fullorðins-
skákmót sem haldið hefur verið í
Víkinni.
Róbert Lagerman
á sigurbraut
Róbert Lagerman, sem á dögun-
um sigraði á jólaskákmóti Vinas-
kákfélagsins, endurtók leikinn
þegar KR-ingar blésu til jólamóts
á mánudaginn. Róbert vann sann-
færandi sigur, hlaut 12 vinninga
af 13 mögulegum. Björgvin Víg-
lundsson varð í öðru sæti með
10.5 v. og Vignir Vatnar Stefáns-
son varð þriðji með 10 vinninga.
Hinn kornungi Vignir var sá eini
sem lagði Róbert, en fleiri kunnir
kappar urðu að lúta í gras gegn
unga snillingnum, sem er í stöð-
ugri framför.
Jólaskákmót á Kleppi
Í dag fer fram á Kleppi jóla-
skákmót geðdeilda, athvarfa og
búsetukjarna, og er þetta einn af
hápunktum ársins hjá mörgum
skákáhugamönnum. Mótið á
sér langa sögu, en þar keppa 3ja
manna sveitir, og er einn starfs-
maður leyfður í hverri sveit.
Bókaforlagið Skrudda gefur verð-
laun á mótið og heiðursgestur er
Björn Blöndal. Það eru Skákfélag-
ið Hrókurinn, Vinaskákfélagið og
Víkingaklúbburinn sem standa að
þessu skemmtilega móti.
Í Bridgefélagi Reykjavíkur er nýlokið sveitakeppni sem kennd var við veitinga-húsið Vegamót. Sveit Lögfræðistofu
Íslands vann sigur í þeirri keppni næsta
örugglega, en hún var tveggja kvölda. Spil-
aðir voru þrír 10 spila leikir á kvöldi. Loka-
staða 5 efstu sveita varð þannig:
1. Lögfræðistofa Íslands 85,42
2. Gunnar Björn 77,66
3. Grant Thornton 77,16
4. Garðs Apótek 69,12
5. VÍS 68,76
Í sveit Lögfræðistofunnar spiluðu Sigur-
björn Haraldsson, Aðalsteinn Jörgensen,
Bjarni Einarsson og Sverrir Ármannsson.
Aðalsteinn og Bjarni voru í 7. sæti í bötler-
útreikningi para með 1,23 impa í plús í spili
að meðaltali í 6 leikjum. Karl Sigurhjartar-
son hafnaði í efsta sæti í bötlerútreikningi
með 2,13 impa að meðaltali í 3 leikjum.
Ragnar Hermannsson og Guðmundur
Snorrason voru í öðru sæti með 1,58 impa
að meðaltali í plús eftir 6 spilaða leiki.
Spil 28 í þriðja leik keppninnar er áhuga-
vert. NS eiga þar 6 tígla á aðeins 22 punkta
samlegu. Að vonum voru það ekki margir
sem náðu þeim samningi, eða aðeins 2 pör
af 16. Vestur var gjafari og NS á hættu:
Algengasti samningurinn í NS var 3 grönd.
Fjórir fóru niður eftir hjartaútspil varnar-
innar en tveir fengu að standa spilið eftir lauf
út. Aðalsteinn Jörgensen og Bjarni Einarsson
náðu ágætis árangri í spilinu, spiluð 5 tígla
doblaða með yfirslag og þáðu 950 stig fyrir.
Þeir þurftu samt að tapa við uppgjörið, því
samningurinn var 6 tíglar ódoblaðir á hinu
borðinu – 1370 stig. Níu impar tapaðir. En
sveit Lögfræðistofunnar mátti við þess konar
áföllum, því hún var með tæplega 8 stiga for-
ystu á annað sætið við lok keppninnar.
Dömukvöld BR
Þann 13. desember (föstudagskvöld) var
spilað Dömukvöld hjá Bridgefélagi Reykja-
víkur sem kennt var við Borgarleikhúsið
sem gaf miða á sýninguna Hamlet fyrir
fyrsta sætið. Þátttaka var með ágætum og
mættu 23 pör til leiks. Þær stöllur Guðný
Guðjónsdóttir og Arngunnur Jónsdóttir
unnu til þessa skemmtilega vinnings. Í
öðru sæti urðu Halldóra Magnúsdóttir og
Birna Stefánsdóttir. Lokastaða 5 efstu para
varð þannig:
1. Arngunnur Jónsdóttir – Guðný Guðjónsdóttir 63,9%
2. Halldóra Magnúsdóttir – Birna Stefnisdóttir 63,6%
3. Sigríður Friðriksdóttir – Sigþrúður Blöndal 59,3%
4. Erla Sigurjónsdóttir – Ólöf Ólafsdóttir 56,4%
5. Harpa Fold Ingólfsdóttir – Svala K. Pálsdóttir 56,3%
Í lok kvöldsins flutti leikkonan Unnur
Ösp Stefánsdóttir fyrirlestur um leikhúsið
og starfsemina, svaraði spurningum úr sal
og veitti verðlaun.
Minningarmót Ásmundar og Símonar
Minningarmót Ásmundar Pálssonar og Sím-
onar Símonarsonar verður haldið mánudag-
inn 30. desember og hefst spilamennska
stundvíslega klukkan 17. Spilað verður í hús-
næði Bridgesambands Íslands Síðumúla 37
og er keppnisgjald kr 3.500 á mann. Spilað
verður Monrad Barometer – 44 spil. Vegleg
verðlaun verða veitt ásamt flugeldum.
Skráning hjá: Bergi – bergur.reynisson@
gmail.com eða í síma 844-5322.
Guðmundi – g.snorrason77@gmail.com
eða í síma 861-9188.
Dennu – gormur53@gmail.com eða í
síma 864-2112.
Sveitakeppni vegamóta
Lögfræðistofan er vön sigri
Harðir pakkar
Opið 11-22 | Þorláksmessa 11-23 | Aðfangadagur 11-13
Fim-fös 10-18 | Lau 10-22 | Sun 11-16
Þorláksmessa 10-21 | Aðfangadagur 10-12
Skullcandy Navigator
Nokkrir litir
Verð: 16.990.-
iHome hátalarar
Nokkrir litir / þráðlaus
Verð: 9.990.-
Metsölubók Epli.is
Verð: 4.490.-
Apple TV
iPad mini Verð frá: 54.990.-
Jólatilboð:
Verð: 17.990.-
Fullt verð: 22.990.-
♠ K103
♥ Á954
♦ 1095
♣ Á97
♠ ÁG96
♥ -
♦ KDG8763
♣ 108
♠ 87
♥ K10632
♦ ÁKG10864
♣ 42
♠ D542
♥ DG87
♦ Á
♣ DG64
N
S
V A
Sveit Lögfræðistofunnar sem vann sveitakeppni
Vegamóta B.R. með yfirburðum. Sitjandi eru
Aðalsteinn Jörgensen og Sverrir Ármannsson
og standandi Bjarni H. Einarsson og Sigurbjörn
Haraldsson. Mynd Ísak Örn Sigurðsson
Vignir Vatnar Stefánsson. Í mikilli framför. Skákljónið gjörþekkir bragðið af
gullinu.