Fréttatíminn


Fréttatíminn - 20.12.2013, Blaðsíða 14

Fréttatíminn - 20.12.2013, Blaðsíða 14
R aunverulegt atvinnuleysi í landinu er hærra en tölur Vinnumálastofnunar sýna vegna þess að í þær vantar þá sem ekki hafa rétt til atvinnuleysisbóta. Á þessu ári fullnýta um 90 manns í hverjum mánuði bótarétt sinn og detta af atvinnu- leysisskrá. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu frá Hag- deild ASÍ þar sem fjallað er um atvinnuleysi og fjárhagsaðstoð sveitarfélaganna. 6.125 voru atvinnulausir í september, samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar, sem samsvarar 3,8% atvinnuleysi, og hefur það ekki mælst lægra frá hruni. Í nýrri skýrslu Hagdeildar ASÍ kemur hins vegar fram að þessar tölur segi ekki alla söguna. „Fyrir liggur að raunverulegt atvinnuleysi er töluvert meira en tölur Vinnumálastofn- unar gefa til kynna þar sem Vinnumála- stofnun telur aðeins þá sem eru á atvinnu- leysisbótum. Það þýðir að þeir sem eru án atvinnu en vildu vera í vinnu og eiga ekki rétt á atvinnuleysisbótum teljast ekki með í tölum Vinnumálastofnunar. Það á m.a. við um þá einstaklinga sem fullnýtt hafa bótarétt sinn hjá atvinnuleysistryggingasjóði. Ætla má að ef þessum einstaklingum yrði bætt við þá myndi atvinnuleysisprósentan hækka um eitt prósentustig,“ segir í skýrslu ASÍ. Auk þeirra sem dottnir eru af bótum teljast þeir sem taka þátt í sérstökum tímabundnum vinnumarkaðsúrræðum, starfsþjálfunar- og reynsluráðningum sem styrktar eru af Atvinnuleysistrygginga- sjóði ekki með í atvinnuleysistölunum. Um síðustu áramót breyttist hámarkstími atvinnuleysistrygginga. Hann var 48 mán- uðir en er nú 36 mánuðir með möguleika á 6 mánuðum til viðbótar í svokölluðum biðstyrk. Grunnfjárhæð fullra atvinnuleysisbóta er nú 172.609 kr. á mánuði en 179.513 kr. ef viðkom- andi hefur eitt barn undir 18 ára á framfæri. Um 800 einstaklingar voru án bótaréttar um síðustu áramót en voru orðnir um 1.400 um mitt árið. Frá þeim tíma er áætlað að um 90 einstaklingar missi bótarétt sinn um hver mánaðamót, þannig að samtals detti rúmlega 1.000 einstaklingar af atvinnuleysisskránni vegna útrunnins bótaréttar allt þetta ár. Í skýrslu ASÍ er fjallað um það álag sem langtímaatvinnuleysi og missir réttar til atvinnuleysisbóta hefur í för með sér fyrir fjár- hag sveitarfélaganna. „Stór hópur vinnufærs fólks er án atvinnu- leysisbótaréttar og þarf fjárhagsaðstoð frá sveitarfélögunum. Sá hópur mun fara stækkandi á næstunni. Þessi þróun hefur þegar leitt til aukinna útgjalda sveitarfélag- anna og frekari útgjaldaaukning er fyrirséð á næstunni,” segir ASÍ. Ekki er þó hægt að gera ráð fyrir að allir þeir sem missa atvinnuleysisbætur færist yfir á félagsþjón- ustu sveitarfélaganna. Í Reykjavík er áætlað að það eigi við um 45% þeirra sem missa bótaréttinn. Fjárhæð þeirrar aðstoðar sem sveitar- félögin veita er misjöfn. Hún er hæst í Reykjavík, þar sem grunnfjárhæðin er 163.635 kr. á mánuði fyrir 18 ára og eldri. Í sumum sveitarfélögum tekur aðstoð tillit til fjölskyldustærðar en ekki í öðrum. Í öllum tilvikum er hún hins vegar tengd tekjum maka. Tekjutengingin virkar þannig að sá sem missir rétt til atvinnuleysisbóta og á maka sem hefur tekjur samkvæmt lág- markstaxta verkalýðsfélaganna í landinu fær 41.453 krónur í fjárhagsaðstoð frá Reykjavík og verða heildartekjur hjónanna þá rúmlega 245 þúsund krónur. Sem dæmi um sveitarfélag sem gengur lengra í tekju- tengingum má nefna Reykjanesbæ en þar fær viðkomandi 3.625 krónur í fjárhagsstyrk frá sveitarfélaginu miðað við að maki sé í at- vinnu og á lágmarkslaunum. Þá eru heildar- tekjur hjónanna 207.625 krónur. „Það er því óhætt að segja að þegar um hjón/ sambúðarfólk er að ræða og annar aðilinn er að ljúka bótarétti sínum þá þarf að mestu leyti að treysta á tekjur maka,“ segir í skýrslu ASÍ. Pétur Gunnarsson petur@frettatiminn.is Æsispennandi bók sem þú leggur ekki frá þér Draumaeyjan Hermann Ingi Ragnarsson Dóttirin Hannah Shah Falleg og skemmtileg bók fyrir börn á öllum aldri Hannah Shah Dóttirin SÖNN SAGA AF FLÓTTA UNGRAR KONU ÚR KLÓM OFBELDIS OG MISNOTKUNAR H annah S hah D óttirin HANNAH SHAH ER DÓTTIR ÍMAMS – TRÚARLEIÐTOGA Í MÚSLIMSKU SAMFÉLAGI Í BRETLANDI. Í MÖRG ÁR MISNOTAÐI FAÐIR HENNAR HANA Í KJALLARA Á HEIMILI ÞEIRRA. 16 ára að aldri komst hún að því að senda ætti hana til Pakistans í nauðungarhjónaband en henni tókst að flýja að heiman. Faðir hennar varð ofsareiður og var ákveðinn í að finna hana og taka hana af lífi – heiðursmorð. Hún leyndist með því að flytja hús úr húsi. Það versta var, að áliti fjölskyldu hennar, að hún yfirgaf íslam og tók kristna trú. Margir múslimar halda því fram að það sé dauðasök. Dag nokkurn kom flokkur manna að húsinu sem hún bjó í og var faðir hennar þar fremstur. Þeir voru vopnaðir hömrum, prikum og hnífum og ætlun þeirra var að drepa hana.... Dóttirin er sönn saga, grípandi og tilfinningarík. Hönnuh tókst með hugrekki og ákveðni að flýja frá fjölskyldu sinni og samfélagi og finna nýtt líf utan þess – líf frelsis og ástar. Bók sem þú leggur ekki frá þér fyrr en að lestri loknum. SALT 9 789935 911520 ISBN 978-9935-9115-2-0 SALT DRAUMAEYJAN Draumaeyjan er sagan af Golla litla sem lifir fyrir það að leita að myndum sem stjórna draumum hans og leik. Dag nokkurn verður hann fyrir hverri trufluninni á fætur annarri sem breytir bæði lífi hans og draumum. Skemmtileg bók sem vekur börn til umhugsunar um mikilvægi þess að elska náungann. H erm ann Ingi Ragnarsson D raum aeyjan Salt Hermann Ingi Ragnarsson SALT 9 789935 911513 ISBN 978-9935-9115-1-3 Sönnsaga ÁHRIFARÍKAR BÆKUR SEM VEKJA LESENDUR TIL UMHUGSUNAR Heildarafli íslenskra skipa í nýliðnum nóvember, met- inn á föstu verði, var 13,8% meiri en í nóvember 2012. Það sem af er árinu veiddist 3,9% meiri afli en á sama tímabili árið 2012, sé aflinn metinn á föstu verði. Aflinn nam alls 81.874 tonnum í nóvember 2013 samanborið við 90.570 tonn í nóvember 2012 sem er 9,6% samdráttur á magni milli ára, að því er fram kemur hjá Hagstofu Ís- lands. „Botnfiskafli jókst um 3.300 tonn frá nóvember 2012 og nam tæpum 41.200 tonnum. Þar af var þorskaflinn tæp 24.600 tonn, sem er aukning um tæp 5.100 tonn frá fyrra ári. Ýsuaflinn nam tæpum 5.200 tonnum sem er 919 tonnum meiri afli en í nóvember 2012. Karfaaflinn nam rúmum 4.800 tonnum í nóvember 2013 sem er 268 tonnum minni afli en í fyrra. Rúm 3.800 tonn veiddust af ufsa sem er 943 tonna samdráttur frá nóvember 2012. Afli uppsjávartegunda nam tæpum 38.100 tonnum, sem er rúmlega 12.700 tonnum minni afli en í nóvember 2012. Samdráttinn má rekja til um 10.900 tonna minni síldarafla, sem nam tæpum 38.100 tonnum í nóvember 2013, og 1.800 tonna minni loðnuafla en ekkert veiddist af loðnu í nóvember 2013. Nær engar aðrar uppsjávar- tegundir voru veiddar í mánuðinum. Flatfiskaflinn var tæp 1.900 tonn í nóvember 2013 og jókst um 561 tonn frá fyrra ári. Skel- og krabbadýraafli nam 719 tonnum samanborið við 549 tonna afla í nóvem- ber 2012.“ - jh Minni en mun verðmætari afli  FiskaFli Jókst um 13,8 pRósent í nóvembeR á Föstu veRði Þorskafli í nóvember var tæplega 24.600 tonn, sem er aukning um tæp 5.100 tonn frá sama tíma í fyrra. Atvinnuleysistölur sýna ekki þá sem hafa verið atvinnulausir svo lengi að þeir hafa misst rétt til atvinnuleysis- bóta. Um 90 manns standa í þeim sporum um hver mánaðamót þetta árið. Atvinnuleysi vanmetið um eitt prósentustig að mati ASÍ  atvinnuleysi yFiR 1000 manns haFa misst Rétt til atvinnuleysisbóta á áRinu Atvinnuleysi mældist 3,8% í september, hið lægsta frá hruni. ASÍ telur það hins vegar vanmetið um eitt prósentustig að teknu tilliti til þeirra sem hafa misst bótarétt vegna langtímaatvinnuleysis. 14 fréttir Helgin 20.-22. desember 2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.