Fréttatíminn


Fréttatíminn - 20.12.2013, Blaðsíða 114

Fréttatíminn - 20.12.2013, Blaðsíða 114
Bókaútgáfan Opna - Skipholti 50b - 105 Reykjavík - sími 578 9080 - www.opna.is Fjársjóðurinn hans Árna EFI Mbl. „Við hönnun og frágang bókarinnar hefur verið haft að leiðarljósi að hafa hana sem fallegasta og gleðja þannig lesandann með því að færa honum þennan fyrirmyndarprentgrip.“ EFI Mbl. „Upplýsandi, vegleg og fallega hönnuð sýnisbók.“ „Lengi er hægt að rýna í þessar síður og dást að þeim ...“ 114 bækur Helgin 20.-22. desember 2013  Þröstur Jóhannesson tveggJa heima sýn Þ röstur Jóhannesson ólst upp í Keflavík en býr nú á Ísafirði þangað sem ástin dró hann fyrir margt löngu. Hann hefur í tvo áratugi verið með hugmynd að barnabók í kollinum og hefur loks látið verða af því að koma Sögunni af Jóa á prent. Jói er ellefu ára og býr við mikla drykkju föður síns. Ástandið á heimilinu flýr hann í ævintýraheim þar sem tveir reffilegir sjóræningjar eru honum innan handar. „Sagan hefur búið dálítið lengi með mér og hugmyndin er alveg orðin tuttugu ára gömul,“ segir Þröstur sem hefur löngum spunnið sögur fyrir syni sína fjóra og saga Jóa er sprottin upp úr þeim sögustundum. „Elsti sonur minn hefur orðið illa úti því að hann er búinn að heyra svo margar út- gáfur. Hann er orðinn 21 árs og er loksins að fá söguna í endanlegri útgáfu núna. Ég er búinn að fara svolítið illa með hann sérstaklega.“ Þröstur tók sig síðan til fyrir tveimur árum eða svo og byrjaði að vinna í því að reka endahnútinn á söguna. „Þetta er tveggja heima saga og hug- myndin hjá mér var alltaf að reyna að blanda raunveruleikanum, eins köldum og hann frekast getur orðið, saman við fantasíuna og leika mér svolítið með þessar andstæður. Ég vildi hafa söguna mjög raunsæja en svo er hún líka falleg fantasía sem endar vel en ég er ekkert að skafa af lýsingunum á því hvernig er fyrir ellefu ára gamlan dreng að búa á alkóhólísku heimili.“ Jói flýr drykkjuna inn í draumaheima. „Hann er í raun og veru að reyna að komast undan áhrifum alkóhólismans en svo fléttast þessir heimar saman. Hann á sjóræningjabrúðu sem hann horfir á og fer á fljúgandi sjóræningjaskipi og notar tvær persónur, sem hann fær reyndar frá karli föður sínum sem er alkóhólistinn í sögunni, sjóræningjana Hafliða skipstjóra tvö nef og Sigurð fót. Jói er í raun og veru í þessum heimi að reyna að bjarga karl- inum á táknrænan hátt og nýtur liðsinnis sjóræningjanna við það.“ Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is Með sjóræningjum á flótta undan alkóhólisma Þröstur Jóhannesson hefur lengi gengið með söguna um Jóa í kollinum. Ég vildi hafa sög- una mjög raunsæja en svo er hún líka falleg fantasía. Þröstur Jóhannesson þreytti frumraun sína sem rithöfundur í haust með barnabókinni Sagan af Jóa. Sagan gerist á mörkum tveggja heima, annars vegar í bláköldum raunveruleikanum og í fantasíuheimi þangað sem Jói litli flýr drykkju föður síns, með hjálp tveggja sjóræningja á fljúgandi skipi. Barnabókahöfundurinn Hug- inn Þór Grétarsson hlýtur að teljast ofvirkur þegar kemur að elju í útgáfu barnabóka en hann hefur gefið út 30 bækur á fimm árum. Hann rekur forlagið Óð- insauga sem hefur einbeitt sér að útgáfu barnabóka þótt hann sé að færa sig yfir á fleiri svið. Huginn Þór skrifar drjúgan hluta útgáfubóka sinna sjálfur og á þessu ári eru komnar út sex bækur efir hann, en auk þess gefur hann út verk ann- arra höfunda og þýðingar. Meðal bókanna sem komu út í haust eru Fiðrildavængir, saga í þjóðlegum búningi, og ævintýrið um Gilitrutt þar sem Huginn Þór endursegir gömlu þjóðsöguna og færir málfarið nær samtímanum. Í fyrra gaf hann út Búkollu en sá þá ekki ástæðu til að eiga við málfarið. „Textinn rann bara ekki eins vel í Gilitrutt og ég þurfti að endurskrifa meira þangað til ég varð sáttur,“ segir Huginn Þór. „En útkoman ætti að henta börnum vel.“ Ofvirki útgefandinn Huginn Þór Grétarsson er óstöðvandi í útgáfu barnabóka og gaf út sex slíkar eftir sjálfan sig í ár.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.