Fréttatíminn


Fréttatíminn - 24.05.2013, Síða 24

Fréttatíminn - 24.05.2013, Síða 24
Þ remur vikum fyrir níræðisafmælið, skrifaði Guðni Þórðarson, oftast kenndur við ferðaskrifstofuna Sunnu, undir samning við stjórnvöld í lýðveldinu Kongó um að stýra uppbygg- ingu og síðan einkavæðingu ríkisflug- félags Kongó. „Höfuðborgin Kinshasa er vel staðsett í Afríku, sunnan Sahara. Hug- myndin er að byggja þar upp flugstöð fyrir öll nágrannalöndin, Angóla, Zimbabwe, Kamerún og fleiri, og nota flugstöðina síðan í framhaldsflugi til Evrópuborga, Asíu, Kína, Brasilíu og Bandaríkjanna. Við ætlum að nota íslenska módelið sem Loftleiðir byggðu hér upp þegar Ísland var miðstöð flutninga milli Evrópu og Banda- ríkjanna. Við ætlum að þróa það kerfi og setja upp í Kongó,“ segir Guðni. Eins og margir Íslendingar finnst mér barnalega mikið til þess koma þegar annar Íslend- ingur stendur í stórræðum í útlöndum. Guðni fer hjá sér þegar ég lýsi yfir hrifn- ingu minni á atorkusemi hans og hann ját- ar feimnislega: „Þetta er mikill trúnaður sem mér er sýndur.“ Verkefnið er enn eitt ævintýri Guðna Þórðarsonar sem fagnar níutíu ára afmælinu í dag, 24. maí. Sólarlandaferðir fyrir alla Guðni ákvað fyrir tólf árum að segja skilið við ferða- og flugmálin á Íslandi. Hann er einhver víðförlasti Íslendingurinn fyrr og síðar. Guðni fór úr blaðamennsku í ferða- iðnaðinn fyrir tilviljun og varð einn helsti frumkvöðullinn í því að bjóða Íslending- um ferðir til útlanda á viðráðanlegu verði. Guðni vildi að orlofsferðir til sólarlanda væru fyrir alla, ekki bara yfirstéttina, og miðað hann lengi vel við að sólar- landaferðirnar kostuðu aðeins sem nam mánaðarlaunum Sóknarkvenna. Guðni stofnaði flugfélagið Air Viking árið 1970 og aðeins örfáum árum síðar voru haldnir neyðarfundir hjá helsta sam- keppnisaðilanum, Flugleiðum, vegna ásóknar almennings í ferðir með Guðna í Sunnu. Á þessum tíma sat viðreisnarstjórn Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks í landinu og ekki vel séð af öllum að Guðni skyldi rjúfa þá einokun sem hafði verið við lýði í flugrekstrinum. Ekki aðeins tók Guðni viðskipti frá Flugleiðum heldur einnig dótturfélaginu Úrval. Í ævisögu Guðna sem kom út 2007 rifjar hann upp hvernig samgönguráðherra reyndi að torvelda reksturinn. Að lokum var það síðan Seðlabankinn, sem á þessum tímum gjaldeyrishafta, lét loka öllum reikningum Air Viking í Alþýðubankanum og þar með stöðva reksturinn. Guðni kallar þetta hreinar ofsóknir á hendur sér og hans fyrirtækjum til verndar Kolkrabbanum svokallaða. Hann flutti þá með flugrekstur sinn til Belgíu þar sem Sunna Aviation er enn starfandi. Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is – Afslátt eða gott verð? Ryksuguúrval Kletthálsi Reykjavík Reykjanesbæ Akureyri Vestmannaeyjum 5.990,- Spandy heimilisryksugan • 1600W • afar hljóðlát • mikill sogkraftur > 18KPA • Hepa filter • margnota poki Drive ryksuga í bílskúrinn • 1200W • 20 lítra • sogkraftur > 16KPA • fjöldi fylgihluta 7.490,- Cyclon ryksuga Model-LD801 • 2200W • 3 lítrar • Sogkraftur > 19KPA • raf snúra 4,8 metrar 8.990,- Engar fram- farir urðu í landinu í tíð einræðis- herrans. Allt var í frosti. Guðni Þórðarson, oftast kenndur við ferðaskrifstofuna Sunnu, er vinnu- samari en flestir þrátt fyrir að fagna níræðisafmælinu í dag. Hann er nýbúinn að skrifa undir þró- unarsamning við stjórnvöld í Kongó um uppbyggingu flugmiðstöðvar, í sumar kynnir hann orkunýtingu Ís- lendinga fyrir frammámönnum í Kongó og svona dags- daglega skipuleggur hann heilsu- og menningarferðir bæði innanlands sem utan. Guðni sagði skilið við flug- bransann á Íslandi fyrir fjölda ára eftir það sem hann kallar ofsóknir af hálfu Kol- krabbans. Nýverið fékk hann tækifæri til að vinna að upp- byggingu flugsamgangna í Kongó sem er þriðja stærsta land Afríku. Mynd/Hari Guðni í Kongó 24 viðtal Helgin 24.-26. maí 2013

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.