Fréttatíminn


Fréttatíminn - 24.05.2013, Blaðsíða 24

Fréttatíminn - 24.05.2013, Blaðsíða 24
Þ remur vikum fyrir níræðisafmælið, skrifaði Guðni Þórðarson, oftast kenndur við ferðaskrifstofuna Sunnu, undir samning við stjórnvöld í lýðveldinu Kongó um að stýra uppbygg- ingu og síðan einkavæðingu ríkisflug- félags Kongó. „Höfuðborgin Kinshasa er vel staðsett í Afríku, sunnan Sahara. Hug- myndin er að byggja þar upp flugstöð fyrir öll nágrannalöndin, Angóla, Zimbabwe, Kamerún og fleiri, og nota flugstöðina síðan í framhaldsflugi til Evrópuborga, Asíu, Kína, Brasilíu og Bandaríkjanna. Við ætlum að nota íslenska módelið sem Loftleiðir byggðu hér upp þegar Ísland var miðstöð flutninga milli Evrópu og Banda- ríkjanna. Við ætlum að þróa það kerfi og setja upp í Kongó,“ segir Guðni. Eins og margir Íslendingar finnst mér barnalega mikið til þess koma þegar annar Íslend- ingur stendur í stórræðum í útlöndum. Guðni fer hjá sér þegar ég lýsi yfir hrifn- ingu minni á atorkusemi hans og hann ját- ar feimnislega: „Þetta er mikill trúnaður sem mér er sýndur.“ Verkefnið er enn eitt ævintýri Guðna Þórðarsonar sem fagnar níutíu ára afmælinu í dag, 24. maí. Sólarlandaferðir fyrir alla Guðni ákvað fyrir tólf árum að segja skilið við ferða- og flugmálin á Íslandi. Hann er einhver víðförlasti Íslendingurinn fyrr og síðar. Guðni fór úr blaðamennsku í ferða- iðnaðinn fyrir tilviljun og varð einn helsti frumkvöðullinn í því að bjóða Íslending- um ferðir til útlanda á viðráðanlegu verði. Guðni vildi að orlofsferðir til sólarlanda væru fyrir alla, ekki bara yfirstéttina, og miðað hann lengi vel við að sólar- landaferðirnar kostuðu aðeins sem nam mánaðarlaunum Sóknarkvenna. Guðni stofnaði flugfélagið Air Viking árið 1970 og aðeins örfáum árum síðar voru haldnir neyðarfundir hjá helsta sam- keppnisaðilanum, Flugleiðum, vegna ásóknar almennings í ferðir með Guðna í Sunnu. Á þessum tíma sat viðreisnarstjórn Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks í landinu og ekki vel séð af öllum að Guðni skyldi rjúfa þá einokun sem hafði verið við lýði í flugrekstrinum. Ekki aðeins tók Guðni viðskipti frá Flugleiðum heldur einnig dótturfélaginu Úrval. Í ævisögu Guðna sem kom út 2007 rifjar hann upp hvernig samgönguráðherra reyndi að torvelda reksturinn. Að lokum var það síðan Seðlabankinn, sem á þessum tímum gjaldeyrishafta, lét loka öllum reikningum Air Viking í Alþýðubankanum og þar með stöðva reksturinn. Guðni kallar þetta hreinar ofsóknir á hendur sér og hans fyrirtækjum til verndar Kolkrabbanum svokallaða. Hann flutti þá með flugrekstur sinn til Belgíu þar sem Sunna Aviation er enn starfandi. Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is – Afslátt eða gott verð? Ryksuguúrval Kletthálsi Reykjavík Reykjanesbæ Akureyri Vestmannaeyjum 5.990,- Spandy heimilisryksugan • 1600W • afar hljóðlát • mikill sogkraftur > 18KPA • Hepa filter • margnota poki Drive ryksuga í bílskúrinn • 1200W • 20 lítra • sogkraftur > 16KPA • fjöldi fylgihluta 7.490,- Cyclon ryksuga Model-LD801 • 2200W • 3 lítrar • Sogkraftur > 19KPA • raf snúra 4,8 metrar 8.990,- Engar fram- farir urðu í landinu í tíð einræðis- herrans. Allt var í frosti. Guðni Þórðarson, oftast kenndur við ferðaskrifstofuna Sunnu, er vinnu- samari en flestir þrátt fyrir að fagna níræðisafmælinu í dag. Hann er nýbúinn að skrifa undir þró- unarsamning við stjórnvöld í Kongó um uppbyggingu flugmiðstöðvar, í sumar kynnir hann orkunýtingu Ís- lendinga fyrir frammámönnum í Kongó og svona dags- daglega skipuleggur hann heilsu- og menningarferðir bæði innanlands sem utan. Guðni sagði skilið við flug- bransann á Íslandi fyrir fjölda ára eftir það sem hann kallar ofsóknir af hálfu Kol- krabbans. Nýverið fékk hann tækifæri til að vinna að upp- byggingu flugsamgangna í Kongó sem er þriðja stærsta land Afríku. Mynd/Hari Guðni í Kongó 24 viðtal Helgin 24.-26. maí 2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.