Fréttatíminn


Fréttatíminn - 12.10.2012, Page 16

Fréttatíminn - 12.10.2012, Page 16
Afsökun vegna tilbúinnar bólusóttarfréttar Háskólinn í Reykjavík, þar sem Ari Kristinn Jónsson rektor er í forsvari, baðst afsökunar á því að myndband þar sem fullyrt er að bólusótt­ arfaraldur herji á heiminn hafi verið sett á netið. Myndbandið, sem var skólaverkefni, var sett á YouTube-rás HR. Efni þess átti ekki við nein rök að styðjast en mörgum var brugðið. Myndbandið var fjarlægt. Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Ég skammast mín ekkert Þ egar ég var á öðru ári í bókmennta fræði missti ég trúna á sjálfa mig. Það hafði smám saman verið að fjara undan dugnaðarforkinum sem ég var í grunnskóla, námsmanneskjunni og afreksíþróttakonunni en ég skrifaði það allt á ytri aðstæður. Ég fór í þrjá menntaskóla, ég var svo rótlaus, en útskrifaðist samt sem áður á réttum tíma. Ég hafði stefnt að því frá því að ég var ellefu ára að verða læknir en daginn sem ég varð stúdent hætti ég við. Ég vildi ekki hætta á að ná ekki inn í fyrstu tilraun. Og því fór ég í bókmennta- fræði. Ég hafði alltaf haft mik- inn áhuga á bókmenntum og því ákvað ég að læra það frek- ar en ekkert. Námið kom mér hins vegar verulega á óvart. Það var krefjandi á algjörlega nýjan hátt. Mér hafði þótt skemmtilegast í raungreinum til þessa. Stærðfræði, eðlis- fræði og efnafræði eru svo auðveld því þar er alltaf bara eitt rétt svar. Bókmenntafræðin var gjörólík. Ég þurfti að setja mig í allt aðrar stell- ingar í námi en áður og fannst það áskorun. Gagnrýnin hugsun og rök- studdar vangaveltur komu í veg fyrir flókna útreikninga með einni réttri niðurstöðu. Svo ég hélt áfram í bók- menntafræði. Á síðari önn á öðru árinu mínu fór áhuginn að dvína. Ég fór að finna fyrir kvíða á kvöldin, þegar ég fór að sofa, yfir því að þurfa að mæta í skólann næsta dag. Oftast mætti ég ekki en flest fögin sem ég var í voru þannig að mætingin skipti engu máli. Ég myndi bara redda þessu fyrir vorprófin, það hafði ég nú gert áður enda mikil skorpumanneskja. Svo komu vorprófin. Ég hafði gert mér áætlun um hvernig ég kæmist yfir allt námsefnið á þeim tveimur vikum sem voru í prófin. Ef ég yrði dugleg myndi þetta alveg ganga upp. Svo byrjaði ég að lesa. Ég man að ég sat og las mjög áhugaverða bók, gott ef það var ekki á námskeiði í banda- rískum samtímabókmenntum. Og ég las og las og las, síðu eftir síðu. Ég rankaði reglulega við mér eftir að hafa lesið fáeinar blaðsíður án þess að hafa hugmynd um hvað ég var að lesa. Ég skildi ekki neitt og mundi ekki neitt. Ég fór að efast um getu mína til þess að skilja ensku, um getu mína til þess að túlka bókmenntaverkið, um hæfi- leika minn til þess að læra. Ég hélt áfram að reyna en ekkert gekk. Ég fylltist sífellt meiri ónota- tilfinningu og vanmætti og flúði inn í draumalandið, svaf allt að 16 tíma á sólarhring og fór ekki út úr húsi. Ég talaði ekki við vini mína né fjölskyldu og einangraði mig nánast. Þangað til ég gat ekki meir. Í örvæntingu minni hringdi ég í fjöl- skylduvin, sem er félagsráðgjafi, sem ráðlagði mér að hætta bara að hugsa um skólann, taka mér frí og reyna að gera allt sem ég gæti til að láta mér líða betur. Ég fór til foreldra minna sem sáu fljótlega að ekki var allt með felldu hjá frumburðinum. Mamma pantaði tíma hjá geðlækni og ég fékk tíma mjög fljótt. Hann greindi mig með þunglyndi. Um þessar mundir eru liðin 20 ár frá því alþjóðlegi geðheilbrigðisdagur- inn var haldinn í fyrsta sinn. Í ár er sjónum beint að þunglyndi. Talið er að um einn af hverjum fimm Íslendingum þjáist af þunglyndi á ein- hverjum tíma ævi sinnar. Til allrar hamingju hefur umræðan um geðsjúk- dóma opnast á undanförnum árum þannig að þeir sem glíma við þá þurfa ekki lengur að lifa í skömm yfir því. Ég skammast mín ekkert. Ég hef strítt við þunglyndi og kvíða frá því að ég var unglingur. Þessi sjúkdómur mun fylgja mér alla ævi. Ég hef lært að lifa með honum enda eru mörg ár síðan hann lagði mig síðast í rúmið. Ég mun aldrei geta sagst vera ánægð með þunglyndið mitt. Ég myndi miklu frekar vilja lifa án þess. En það hefur samt sem áður gert mig að þeirri manneskju sem ég er í dag. Og við hana er ég bara sátt. Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@ frettatiminn.is sjónarhóll Lady Gaga vill fleiri borgarstjóra eins og Jón Lady Gaga tók við friðarverðlaunum LennonOno í Hörpu á þriðjudaginn. Yoko Ono og Jón Gnarr borgarstjóri afhentu henni verðlaunin. Lady Gaga sagði að ræða Jóns Gnarr hefði hreyft við sér og að fleiri borgarstjórar eins og hann ættu að vera til í heiminum. Borgarstjóri mætti í búningi Obi Wan Kenobi úr Star Wars til verðlaunaaf­ hendingar­ innar. Góð vikA fyrir Jón Gnarr borgarstjóra Slæm vikA fyrir Ara Kristin Jónsson, rektor HR Ég mun aldrei geta sagst vera ánægð með þunglyndið mitt. Ég myndi miklu frekar vilja lifa án þess. Búsáhaldaterroristarnir Björn Bjarnason varpaði sprengju í net- heima þegar hann bloggaði um gildi for- virkra rannsóknarheimilda sem hefðu getað komið í veg fyrir árás búsáhalda- fólks á Alþingi. Allt varð brjálað. Björn Bjarnason afhjúpar enn og aftur að hann gerir engan greinarmun á mótmælend­ um og hryðjuverkamönnum. Lesið niðurlag á greininni. Ég fékk fyrst á mig stimpilinn hryðju verkamaður þegar ég var talsmaður fyrir Saving Iceland frá fólki með áþekkan þankagang og Björn. Gleymum ekki að öfga fólk eins og Björn hefur enn áhrif í Sjálf­ stæðisflokknum. Birgitta Jónsdóttir Guð minn góður. Hulunni svipt af hugsunar­ hætti þessa manns og við blasir hrollvekjandi sjón. Sigríður Rut Júlíusdóttir Blautir, fasískir draumar Björns Bjarna­ sonar eru hér enn á ferðinni. Það var nú sterkur orðrómur um að njósnað væri um mótmælendur veturinn 2008 og 2009. Er lögregluríki Björns á næstu grösum? Gera kjósendur Flokksins sér grein fyrir hverjir eru með völdin á bak við tjöldin? Lára Hanna Einarsdóttir HeituStu kolin á Samkvæmt BB er ég hryðjuverkamaður... Fríða Garðarsdóttir Herör gegn hlandhausum Íbúi í miðborginni fékk sig fullsadd an af skrílslátum sukkara um helg ina og vatt sér nakinn út með sveðju á lofti og flengdi durta sem köst uðu af sér vatni á svefnherbergisglugga hans. Tek fram að ég bý ekki í kjallara og á ekki frumskógasveðju, Einn stuðbolti var reyndar að æla hérna fyrir utan í nótt . Halldór Bragason Sem íbúi miðborgarinnar stend ég 100% með frumskógarsveðjumanninum. Það þarf að rassskella þessa hlandhausa. Atli Geir Grétarsson Ekki mæli ég ofbeldi bót og ekki heldur við­ brögðum mannsins sem fór út á adamsklæð­ um og flengdi þrjá drukkna óþrifamenn sem migu á svefnherbergisgluggann hans. En viðbrögð lögreglunnar eru athyglisverð. Hún handtekur húseigandann en sleppir þeim sem migu og brutu líka rúðu í útidyrunum. Vilt þú, lesandi góður, láta þrjár fyllibyttur míga á gluggann yfir rúminu þínu? Sigurður G. Tómasson Mynd Vefur Reykjavíkurborgar. Dalahringur er nýr og bragðmildur hvítmygluostur. Lögun ostsins gerir það að verkum að hann þroskast hraðar en aðrir sambærilegir mygluostar á markaðnum. 16 fréttir Helgin 12.-14. október 2012 vikunnar

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.