Fréttatíminn


Fréttatíminn - 12.10.2012, Síða 18

Fréttatíminn - 12.10.2012, Síða 18
18 fréttir vikunnar Helgin 12.-14. október 2012 U mræður um kvenfyrirlitningu snúast gjarnan um aðdáun land-ans á Agli Einarssyni líkams- ræktarrithöfundi. Eins og flestir vita hefur Egill meðal annars unnið sér það til frægðar að gera smellið grín að svert- ingjum og djóka með hina bráðfyndnu samfélagsplágu, nauðgun. Þegar hið óupplýsta nauðgunarmál gegn Agli kom upp í fyrra lauk gamninu mjög skyndilega. Fyrirhugaðir sjónvarps- þættir voru teknir af dagskrá og bækur um góða siði (?) voru faldar á bak við túr- istabækur og prjónabæklinga. Þetta var vandræðamál því svo margir höfðu tekið þátt í leiknum. Bókaforlög, símafyrir- tæki, fjölmiðlar og styrktar- og líknar- félög höfðu hlegið með rasshausagríninu. Allir höfðu gleymt að það er ekki fyndið að djóka með nauðgun. Nýjasta viðbótin í þá ódrepandi hnakkavellu sem ferill Egils er orðinn er sú að nú ætlar framleiðslufyrirtækið Stórveldið ehf. að sjá til þess að þættirnir sem fóru aldrei fóru í loftið á Stöð 2 verði frekar sýndir í bíó. Þeim mun áreiðanlega takast að skila verkinu með hagnaði. Ef ekki þá var þeim bara nær að veðja á Egil til að byrja með. Það er ekki eins og það hafi verið eitthvert leyndarmál hvað gull- dreng rasshausanna finnst vera fyndið. Mamma þín er hóra – djók! Þetta væri að áreiðanlega mun fyndn- ara ef „húmor“ Egils væri ekki svona útbreiddur og samþykktur. Til er fólk sem beinlínis gerir út á púkalegar og illgjarnar andfemínískar skoðanir. Gulldrengirnir eru víða. Egill er bara sá frægasti og mest glansandi af þeim. Hinir eru fjölmargir, og þeir eru á yfir- borðinu sumir hverjir ósköp venjulegir menn. Þessir menn hafa áhrif. Þeir skrifa í blöðin, þeir kenna börnunum okkar og sumir eru vinsælir listamenn. Þeir eru pabbar og afar. Þú þekkir einn, það þekkja allir að minnsta kosti einn. En það er ekki heldur eins og gulldreng- irnir missi vinnuna eða þurfi að biðjast afsökunar á því að kalla fólk í mannrétt- indabaráttu ógeðslegum hlutum. Nei, þeim er hampað sem mönnum sem þora. Mönnum sem láta ekki pólitíska rétthugsun (já, þessari sömu og gerir kröfu um að við séum ekki rasistar og fífl) tefja sig í vegferð sinni að beittri samfélagsrýni. Þú mátt það ef þú ert vinsæll Tökum sem dæmi eðlisfræðikennarann knáa sem lét hafa eftir sér að femínisti væri „móðursjúk“ sem dauðlangaði í nauðgun. Hann fékk jú áminningu en yfirmaður hans sagði samt að hann hefði ekki miklar áhyggjur því þetta væri jú „vinsælasti kennari skólans.“ Skítt með að kennarinn sé svo illa upp- lýstur að hann útvarpi skammlaust hatursfullum skoðunum og fordómum: „Feministar hafa engan áhuga á jafn- rétti, þær vita ekki einu sinni hvað það er, þær vilja bara drottna og deila í krafti kynfæranna.“ Af hverju er þetta ásættanlegt tal? Er svona tekið á málum sem varða tja... samkynhneigða? Það er eins og mig rámi í skylt mál sem fékk ansi ólíka af- greiðslu. Af hverju hefur skólastjórn- andi ekki áhyggjur af þessu? „Hann á erindi við þjóðina“ Gulldrengir á borð við Egill Einarsson munu halda áfram að dúkka upp í út- varpsþáttum Auðuns Blöndal og í af- urðum Stórveldisins. Á sama hátt mun fólk með áþekk viðhorf halda áfram að kenna börnum ensku og stærðfræði, sitja á þingi eða reyna að fylla bóka- og kvikmyndasafnið okkar af körlum sem finnst fyndið að djóka með kvenhatur og rasshausa. Egill er minnisvarði þessa samfélags, það ól hann af sér og elskar hann. Þetta er samfélag notar frasa eins og að sjá „skratta í hverju horni“ til þess að hafna gagnrýni og gagnsæi um leið og það réttlætir sitt eigið sinnuleysi. Mér sýnist því vera ágætis ástæða fyrir því að Egill Ein- arsson er ennþá á sjóndeildar- hringnum. Það lítur nefnilega út fyrir að hann eigi ennþá fullt erindi við þjóðina. 10 milljarða fjárfesting er á teikniborðinu hjá Norðuráli á Grundar- tanga á næstu fimm árum. Stefnt er að því að auka framleiðslu um allt að fimmtíu þúsund tonn af áli á ári. Vikan í töluM 3690 Toyota-bílar verða innkallaðir hér á landi vegna galla. Um er að ræða Toyota-bíla frá árunum 2006-2008. Gulldrengirnir okkar eru víða V i ð H o r f H e l g u Þ ó r e y j a r j ó n s d ó t t u r 91 prósent munur var á hæsta og lægsta verði á þjónustu við dekkja- skipti á stórum jeppa, samkvæmt könnun ASÍ sem kynnt var í vikunni. Launamunur kynjanna óþolandi Kynbundinn launamunur er algerlega óþolandi, segir Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra. Hún ræddi launamun- inn við setningu þings BSRB. Ný könnun sýnir að launamunur kynjanna, meðal félaga BSRB, er að meðaltali rúm 13 prósent. Fær bætur vegna gæsluvarðhalds Íslenska ríkinu ber að greiða manni rúmar tvær milljónir króna vegna gæslu- varðhaldsvistar sem hann sætti. Hann var einn þeirra sem voru ákærðir vegna skotárásar í Ásgarði í Reykjavík en var sýknaður af ákærum. Þriggja ára fíkniefnadómur Þrír karlmenn á þrítugsaldri, sem teknir voru við komu frá Póllandi í apríl, voru dæmdir í þriggja ára fangelsi hver í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir innflutning á 8,5 kg af amfetamíni. Grunaður um nauðgun á Selfossi 36 ára gamall karlmaður er grunaður um að hafa nauðgað sextán ára stúlku eftir dansleik á Selfossi aðfararnótt sunnudags. Hann var handtekinn í Reykjavík en látinn laus að yfirheyrslu lokinni. Friðarsúlan í Viðey tendruð Friðarsúlan í Viðey var tendruð við hátíðlega viðhöfn á þriðjudagskvöld. Yoko Ono kom og hélt stutta ræðu. Um 1800 manns lögðu leið sína til Viðeyjar. Friðarsúlan er tendruð 9. október ár hvert, á fæðingardegi John Lennon. Hún logar til 8. desember, sem er dánar- dægur hans. Sýni tekin úr öllum kúabúum Matvælastofnun ætlar á næstu dögum að kalla eftir sýnum frá öllum kúabúum landsins vegna smitandi sjúkdóms, barkabólgu, sem greindist á Egilsstaða- búinu á Völlum. Arkitektaverðlaun Arkitektarfélag Íslands hefur tilnefnt Kaffi Björk í Lystigarðinum á Akur- eyri, Hörpu tónlistar- og ráðstefnuhús í Reykjavík, bensínstöðina Stöðina í Borgarnesi og Nýja bíó í Reykjavík til Evrópusambandsverðlauna í samtíma- byggingarlist 2013. 14 milljóna hagn- aður varð af rekstri Mylluseturs ehf., sem á og rekur Viðskiptablaðið, í fyrra. Árið áður hagnaðist félagið um 20,9 milljónir króna. Myllusetur er að stærstum hluta í eigu Péturs Árna Jónssonar. 66 daga var sími Sigurðar Einarssonar, fyrrum stjórnarformanns Kaupþings, hleraður á vordögum ársins 2010. Það var sérstakur saksóknari sem hleraði síma Sigurðar í tengslum við A-Thani málið. Helga Þórey jónsdóttir veltir vöngum yfir því að egill einarsson, gillzenegger, sé á leið í bíó. 44 prósent netnotenda hér á landi tengjast netinu með farsíma eða snjallsíma, samkvæmt rannsókn Hagstofu Íslands. Þar af tengjast 45 prósent netinu þannig daglega. islandsbanki.is | Sími 440 4000 Við bjóðum góða þjónustu Ný ávöxtunarleið með stighækkandi vöxtum Sparnaður: Vaxtaþrep 30 dagar Vaxtaþrep 30 dagar er nýr bundinn óverðtryggður innlánsreikningur og hækka vextirnir í þrepum eftir fjárhæð innistæðunnar. Þú getur stofnað Vaxtaþrep 30 dagar í Netbankanum eða í næsta útibúi Íslandsbanka. Nánari upplýsingar á islandsbanki.is Ársvextir skv. vaxtatöflu 22.09.12: Vextir eru stighækkandi eftir innstæðu. Fáðu allt að 4,7% vexti Ný sparnaðarleið Úttektir af reikningnum þarf að til- kynna með 30 daga fyrirvara en á móti eru vextirnir hærri en á almennum óbundnum innlánsreikningum og eru þeir greiddir út mánaðarlega inn á ráðstöfunarreikning að eigin vali. Vaxtaþrep 30 dagar hentar því þeim sem vilja örugga og háa ávöxtun en jafnframt að innistæðan sé laus með skömmum fyrirvara. 0–5 m.kr. 5–20 m.kr. 20–75 m.kr. +75 m.kr. 3,8% 4,1% 4,4% 4,7% 5,0% 4,5% 4,0% 3,5% 3,0%

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.