Fréttatíminn


Fréttatíminn - 12.10.2012, Page 32

Fréttatíminn - 12.10.2012, Page 32
Þ etta snýst um það hver á landið,“ segir Þórhildur Þorleifsdóttir leik­ stjóri en hún stendur í ströngu þessa dagana. Hún átti sæti í stjórnlagaráði og tók þátt í mótun breytingartillagna fyrir nýja stjórnarskrá og svo frumsýnir hún nýtt verk, Tveggja þjónn eftir Richard Bean, á stóra sviði Þjóðleikhúss­ ins í kvöld. Þórhildur ætlar að kjósa 20. október og segir stjórnarskrána vera vörn borgaranna gegn stjórnvöldum. „Kosningin leggur drög að nýrri stjórnarskrá sem á að tryggja borgur­ unum réttindi og gefa um leið mynd af þeim gildum og verðmætamati sem að við viljum halda í heiðri. Tillögurnar okkar færa fólkinu í landinu ákveðnar lýðræðisbætur, aukin mannrétt­ indi, aðgengi að upplýsingum og kröfuna um gegnsæi. Það sem stjórnarskrá gerir er að tempra vald stjórnvalda og færa það þjóðinni. Hvort þjóðin kærir sig síðan um aukin afskipti verður að koma í ljós, það má að sjálfsögðu vera á móti, en fólk verður að láta sig þetta ein­ hverju varða og kjósa.“ Hvert atkvæði skiptir máli Þórhildur þarfnast vart kynningar. Hún er virtur leikstjóri og starfaði einnig sem leik­ kona auk þess sem hún hefur látið til sín taka á vettvangi stjórnmálanna. Þannig var hún þingkona Kvennalistans og hefur aldrei skorast undan þegar tekist er á um hvernig samfélag við viljum skapa hér á landi. Það er því ekki nema von að henni sé mikið niðri fyrir þegar kemur að stjórnarskrármálinu svokall­ aða og hún segir að það sé áunninn lýðræðis­ legur réttur að fá að kjósa um breytingar á stjórnarskránni og þann rétt beri að nýta: „Svo ekki sé talað um mikilvægi þess að fá auðlindirnar okkar tryggðar sem þjóðareign. Mér finnst að hver einasti ábyrgi borgari verði að taka þátt. Minni þátttaka í kosningum í lýðræðissamfélögum almennt er umhugsunar­ efni út af fyrir sig og við höfum vissulega verið að horfa fram á dræmari kjörsókn nú en áður. Fólk má ekki gleyma að hvert og eitt atkvæði skiptir máli. Eitt atkvæði skiptir kannski ekki sköpum en það gerir það í heildina, svo sannarlega.“ Þórhildur viðurkennir að það séu viss von­ brigði hvernig umræðan um tillögur stjórn­ laga ráðsins hafi farið fram í þinginu í vetur: „Það var í sjálfu sér nóg til þess að fæla hvern sem er frá. Umræðan snérist um eitthvað allt annað en tillögurnar og innihald breytinganna. Þess í stað var rifist um ferlið, framkvæmdina og jafnvel tilurð ráðsins. Er ekki öllum sama um aðdragandann? Er það ekki niðurstaðan sem skiptir máli? Þetta snýst um hver á landið og hvort sumir geti auðgast á auðlindum okkar allra. Maður hefur það á tilfinningunni að hér séu ákveðin stjórnmálaöfl og vissar stéttir sem telja stjórnarskrána varða sig, öðrum framar, og séu þess vegna mjög ákveðin í því að stöðva framgöngu mála. Þetta afl hræðist það mjög að þjóðin hafi eitthvað að segja. Þeir vilja bara halda áfram að troða ofan í kokið á þjóðinni möglunarlaust,“ se gir Þórhildur. Blæja rétttrúnaðar Þórhildur segir að það hafi ekki alltaf greitt götu hennar að vera virkur þátttakandi í stjórn­ málum en hennar skoðanir hafa oft verið umdeildar. Hún hefur verið gallhörð kvenrétt­ indakona, svokallaður femínisti, og oft verið í pólitík og leikhúsi á sama tíma. Hún segir hvort tveggja hafa auðgað hitt. „Þetta tvennt tónar misvel saman en hvort tveggja mikilvægur hluti af mínu þroskaferli. Þeir vilja bara halda áfram að troða þessu ofan í kokið á þjóðinni Þórhildur Þorleifsdóttir leikstjóri er að frumsýna nýtt verk í Þjóðleikhús- inu í kvöld en hún hefur einnig verið í eldlínunni hvað varðar nýja stjórnar- skrá og þjóðaratkvæðagreiðsluna 20. október næstkomandi. Hún hvetur fólk til að kjósa og segir hvert atkvæði skipta máli. Nýja leikritið hennar er farsi og henni finnst að það megi ekki leggja blæju rétttrúnaðar yfir allt. Ég hefði viljað án hvorugs vera og hef alltaf verið mikill femínisti. Það hefur auðgað mig sem leikstjóra og dýpkað sýn mína á leikhús en eflaust ekki verið heppilegt hvað varðar framann, áhrifastöðu og upphefð af ýmsu tagi. Það er ekki beint „karríermúv“ að vera femínisti,“ segir hún létt. „Hver einasta kona innan leikhússins hefur þurft að berjast fyrir lífi sínu og ég veit ekki hvort það er nokkuð að batna,“ segir Þórhildur sem segist þó ekki vera nein hausatalningarkona og að það sé henni að sársaukalausu að leikstýra sýningu þar sem karlar fara með stærstu hlut­ verkin, eins og í Tveggja þjóni sem hún frumsýnir í kvöld. „Það sem öllu máli skiptir er sjónar­ hornið og það hafa allir sitt sjónarhorn, þótt einhver kunni að halda annað, og sjónarhornið snýst um hvernig viðkom­ andi skynjar verk. Mitt sjónarhorn er femínískt og hefur alltaf verið. Femínist­ ar hafa aðra sýn og þá ekki bara á kven­ persónurnar heldur karlana líka. Það skiptir mig gríðarlegu máli, til dæmis, hvernig kvenpersónur eru í leikverkum. Við eigum innan leikhússins mikið af kvenklisjum og það er alltof ríkjandi að mínu mati. En fyrir mér gengur þetta Þórhildur Þorleifsdóttir frumsýnir nýtt leikrit, Tveggja þjónn, í Þjóðleikhúsinu í kvöld. Jóhannes Haukur Jóhannesson leikur aðalhlutverkið og þetta er vinsæll farsi frá Bretlandi. ekki út á að þurrka karla út eða gera þá ómerkilega. Þvert á móti gengur það út á að innleiða nýja sýn á hvað það er sem mótar karla og konur. Í svona gamanleikriti eins og Tveggja þjóni, sem er kannski ekkert ógurlega djúpt, gerum við einmitt grín að konuklisjum og við leyfum okkur að ganga ansi langt með það,“ segir Þórhildur og er óhrædd að teikna konurnar upp sem rokna skvísur sem dilla sér og gera karlana vitlausa. Þetta snýst um það hver á landið. Framhald á næstu opnu Fólk verður að láta sig þetta einhverju varða og kjósa. 32 viðtal Helgin 12.-14. október 2012

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.