Fréttatíminn - 12.10.2012, Side 34
Taktu bleikan bíl næst flegar flú pantar leigubíl!
„Bleika slaufan” er til sölu í bílunum okkar frá 1. – 15. október.
Taktu bleikan bíl næst flegar flú pantar leigubíl!
Með hverri pantaðri ferð styrkir þú verkefni Krabbameins-
félagsins til að berjast gegn krabbameini hjá konum.
Af því tilefni höfum við sérmerkt bílana okkar enn á ný
með bleikum taxaljósum og munu bílstjórarnir
taka fagnandi á móti þér.
Hreyfill / Bæjarleiðir er styrktaraðili árveknisverkefnis
Krabbameinsfélagsins í október og nóvember
Tökum bleikan bíl!
„Ég er ekkert viðkvæm fyrir
slíku. Það má ekki leggja blæju
rétttrúnaðar yfir allt en mér finnst
samt sem áður alltaf mjög gaman
að sjá leikverk eftir konur. Það er
margbreytileiki kvenna sem að ég
sakna í leikhúsinu. Mér finnst oft
vanta safaríkari kvenhlutverk þar
sem konan í öllum sínum marg-
breytileika fær að njóta sín. Bretar
eru til dæmis mun óhræddari við
þetta og í bresku sjónvarpsefni
má finna mjög breitt litróf kvenna.
Þær eru mjóar og feitar, heimskar
og gáfaðar og allt þar á milli. Þetta
vantar okkur hér á Íslandi.“
Almenningur geti lagt fram
frumvarp
En hvað finnst þér um hinn svokall-
aða öfgafemínisma sem kollríður
öllu í umræðunni í dag?
„Hverjar eru öfgarnar? Mér hafa
fyrst og fremst fundist öll við-
brögð við þessum meintu öfgum
mun öfgafyllri. Mér finnst ungar
konur sem að hafa hugrekki til að
koma fram og benda á staðreyndir
hetjur,“ segir Þórhildur og er mikið
niðri fyrir því henni þykir mikil-
vægt að það gleymist ekki að það
voru konur sjálfar sem knúðu fram
þær breytingar á samfélaginu sem
þegar hafa orðið.
„Það voru konur sem börðust
fyrir þessu öllu. Stundum með
liðsinni karla en annars bara kona
með konu og alltaf að frumkvæði
kvenna.“
En eins og fyrr segir er stjórnar-
skrármálið efst í huga Þórhildar
þessa dagana. Í dag er rétt rúm
vika í kosningarnar sjálfar og að-
spurð um hvað sé mikilvægasta
atriðið þá segir hún að sitt sýnist
hverjum í þeim efnum en henni
þykir til dæmis aukin lýðræðisleg
þátttaka í stórum málum skipta
miklu máli.
„Eins og að almenningur fái tæki
til að knýja fram þjóðaratkvæða-
greiðslu varðandi samþykkt lög ef
þeim líkar ekki. Það væri mikil-
vægt réttlætismál ef ákveðinn
hluti fólks gæti tekið sig saman
um tiltekið málefni og lagt fram
frumvarp. Þetta skiptir ákaflega
miklu máli fyrir lýðræðið, að mínu
mati,“ segir Þórhildur og bætir því
við að hún óttist ekki að hér verði
þjóðaratkvæðagreiðsla á hverjum
degi heldur yrði mörgum tilmælum
safnað saman í einn pakka og síðan
kosið um fleiri en eitt í einu.
„Það má auðvitað aldrei fara út
í að hér sé verið að kjósa um hvert
einasta smáræði, eins og kílóverð
á sykri eða eitthvað þvíumlíkt,“
botnar Þórhildur og bendir á að
annað atriði sé henni kært og það
er auðlindaákvæðið:
„Auðlindaákvæðið skiptir
gríðarlega miklu máli fyrir okkur
öll. Það er ekki bara að þjóðin sjálf
eigi auðlindirnar heldur á að koma
hlutunum þannig fyrir að það sé
ákveðin leiga sem renni til okkar
allra,“ segir Þórhildur en hug-
myndin á bak við það ákvæði er að
við sem þjóð fáum í okkar hlut sam-
eiginlegan arð af auðlindinni með
leigufyrirkomulagi. Hún segir enn
fremur mikilvægt að auðlindirnar
séu í þjóðareign en ekki ríkiseign:
„Ríkið getur selt sínar eignir en
þjóðareign er eitthvað sem ríkið
getur ekki selt,“ segir Þórhildur að
lokum og er rokin á frumsýningu,
því þrátt fyrir allar annir mun það
alltaf vera leikhúsið sem á hug
Þórhildar allan.
María Lilja Þrastardóttir
marialilja@frettatiminn.is
Þórhildur: „Það voru konur sem
börðust fyrir þessu öllu. Stundum
með liðsinni karla en annars bara
kona með konu og alltaf að frum-
kvæði kvenna.“ Ljósmyndir/Hari
Mér finnst oft vanta
safaríkari kvenhlutverk
þar sem konan í öllum
sínum margbreytileika
fær að njóta sín.
34 viðtal Helgin 12.-14. október 2012