Fréttatíminn


Fréttatíminn - 12.10.2012, Qupperneq 34

Fréttatíminn - 12.10.2012, Qupperneq 34
Taktu bleikan bíl næst flegar flú pantar leigubíl! „Bleika slaufan” er til sölu í bílunum okkar frá 1. – 15. október. Taktu bleikan bíl næst flegar flú pantar leigubíl! Með hverri pantaðri ferð styrkir þú verkefni Krabbameins- félagsins til að berjast gegn krabbameini hjá konum. Af því tilefni höfum við sérmerkt bílana okkar enn á ný með bleikum taxaljósum og munu bílstjórarnir taka fagnandi á móti þér. Hreyfill / Bæjarleiðir er styrktaraðili árveknisverkefnis Krabbameinsfélagsins í október og nóvember Tökum bleikan bíl! „Ég er ekkert viðkvæm fyrir slíku. Það má ekki leggja blæju rétttrúnaðar yfir allt en mér finnst samt sem áður alltaf mjög gaman að sjá leikverk eftir konur. Það er margbreytileiki kvenna sem að ég sakna í leikhúsinu. Mér finnst oft vanta safaríkari kvenhlutverk þar sem konan í öllum sínum marg- breytileika fær að njóta sín. Bretar eru til dæmis mun óhræddari við þetta og í bresku sjónvarpsefni má finna mjög breitt litróf kvenna. Þær eru mjóar og feitar, heimskar og gáfaðar og allt þar á milli. Þetta vantar okkur hér á Íslandi.“ Almenningur geti lagt fram frumvarp En hvað finnst þér um hinn svokall- aða öfgafemínisma sem kollríður öllu í umræðunni í dag? „Hverjar eru öfgarnar? Mér hafa fyrst og fremst fundist öll við- brögð við þessum meintu öfgum mun öfgafyllri. Mér finnst ungar konur sem að hafa hugrekki til að koma fram og benda á staðreyndir hetjur,“ segir Þórhildur og er mikið niðri fyrir því henni þykir mikil- vægt að það gleymist ekki að það voru konur sjálfar sem knúðu fram þær breytingar á samfélaginu sem þegar hafa orðið. „Það voru konur sem börðust fyrir þessu öllu. Stundum með liðsinni karla en annars bara kona með konu og alltaf að frumkvæði kvenna.“ En eins og fyrr segir er stjórnar- skrármálið efst í huga Þórhildar þessa dagana. Í dag er rétt rúm vika í kosningarnar sjálfar og að- spurð um hvað sé mikilvægasta atriðið þá segir hún að sitt sýnist hverjum í þeim efnum en henni þykir til dæmis aukin lýðræðisleg þátttaka í stórum málum skipta miklu máli. „Eins og að almenningur fái tæki til að knýja fram þjóðaratkvæða- greiðslu varðandi samþykkt lög ef þeim líkar ekki. Það væri mikil- vægt réttlætismál ef ákveðinn hluti fólks gæti tekið sig saman um tiltekið málefni og lagt fram frumvarp. Þetta skiptir ákaflega miklu máli fyrir lýðræðið, að mínu mati,“ segir Þórhildur og bætir því við að hún óttist ekki að hér verði þjóðaratkvæðagreiðsla á hverjum degi heldur yrði mörgum tilmælum safnað saman í einn pakka og síðan kosið um fleiri en eitt í einu. „Það má auðvitað aldrei fara út í að hér sé verið að kjósa um hvert einasta smáræði, eins og kílóverð á sykri eða eitthvað þvíumlíkt,“ botnar Þórhildur og bendir á að annað atriði sé henni kært og það er auðlindaákvæðið: „Auðlindaákvæðið skiptir gríðarlega miklu máli fyrir okkur öll. Það er ekki bara að þjóðin sjálf eigi auðlindirnar heldur á að koma hlutunum þannig fyrir að það sé ákveðin leiga sem renni til okkar allra,“ segir Þórhildur en hug- myndin á bak við það ákvæði er að við sem þjóð fáum í okkar hlut sam- eiginlegan arð af auðlindinni með leigufyrirkomulagi. Hún segir enn fremur mikilvægt að auðlindirnar séu í þjóðareign en ekki ríkiseign: „Ríkið getur selt sínar eignir en þjóðareign er eitthvað sem ríkið getur ekki selt,“ segir Þórhildur að lokum og er rokin á frumsýningu, því þrátt fyrir allar annir mun það alltaf vera leikhúsið sem á hug Þórhildar allan. María Lilja Þrastardóttir marialilja@frettatiminn.is Þórhildur: „Það voru konur sem börðust fyrir þessu öllu. Stundum með liðsinni karla en annars bara kona með konu og alltaf að frum- kvæði kvenna.“ Ljósmyndir/Hari Mér finnst oft vanta safaríkari kvenhlutverk þar sem konan í öllum sínum margbreytileika fær að njóta sín. 34 viðtal Helgin 12.-14. október 2012
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.