Fréttatíminn


Fréttatíminn - 12.10.2012, Qupperneq 50

Fréttatíminn - 12.10.2012, Qupperneq 50
38 bjór Helgin 12.-14. október 2012  Bjór Vörur frá Borg Brugghúsi hafa notið mikilla Vinsælda frá stofnun þess V iðtökurnar hafa verið mjög jákvæðar. Við höfum haft það að leiðarljósi að kynna fyrir fólki hvað bjór er og getur verið – kynna nýjar vörur fyrir landanum og hafa gaman í leiðinni,“ segir Sturlaugur Jón Björnsson, bruggmeistari hjá Borg brugghúsi. Uppgangur Borgar hefur verið athyglis- verður síðan það var sett á stofn innan Öl- gerðarinnar vorið 2010. Tólf bjórar hafa þegar verið settir á markað og tveir til viðbótar eru á leiðinni á næstunni. Íslenskir bjórunnendur hafa tekið þessari viðbót á markaðinn vel og hafa bruggmeistarar Borgar ekki undan að sinna eftirspurninni. Bríó gaf tóninn Sturlaugur Jón er nýorðinn 31 árs og er menntaður bruggmeistari frá Bandaríkjun- um; hann lauk diplómanámi í ölgerðarvísind- um og ölgerðarverkfræði nánar til tekið. Áður en hann hélt út í nám hafði hann lengi fengist við áhugabruggun. Það orð fer oft af Bandaríkjunum að bjórinn þar í landi sé ekki upp á marga fiska. Stur- laugur er allsendis ósammála. Hann segir að víðast hvar í Bandaríkjunum sé rótgróin og rík hefð fyrir bruggun á smáum skala, litlum og forvitnilegum brugghúsum. „Staðreyndin er sú að Bandaríkin hafa verið mest spenn- andi staður fyrir bjór síðustu þrjátíu árin,“ segir hann. Sturlaugur hóf störf hjá Ölgerðinni árið 2009 eftir að hafa lokið námi. Hann var settur yfir Borg árið 2010 og fyrsti bjór brugghúss- ins, Bríó, kom á markað í maí það ár. Bríó var sérstaklega hannaður og bruggaður fyrir Öl- stofu Kormáks og Skjaldar og fyrst um sinn var hann bara fáanlegur úr krana þar á bæ. Um síðustu áramót hófst framleiðsla á Bríó í dósum og er hann nú fáanlegur víðast hvar í Vínbúðunum. Bríó hefur í tvígang hlotið virt erlend bjórverðlaun í flokki pilsner-bjóra eins og fjallað er um annars staðar á síðunni. „Það var mjög ánægjulegt,“ segir Sturlaugur. Hundrað prósent handvirkt brugghús Síðan Bríó fór á markað hafa Sturlaugur, Valgeir Valgeirsson, sem hóf störf hjá Borg í fyrrahaust eftir að hafa verið bruggmeistari í Ölvisholti, og Guðmundur Mar Magnússon sent frá sér hvern bjórinn á fætur öðrum. Á næstunni eru væntanlegir bjórar númer 13 og 14. „Við erum að leggja lokahönd á þá. Já, þetta er orðinn ágætis fjöldi á þessum stutta tíma, tveimur og hálfu ári,“ segir Sturlaugur stoltur. Sturlaugur og félagar sinna framleiðslu Borgar frá a til ö. Þeir skapa bjórana og sjá um framleiðsluna. „Það fer mikil vinna í þetta enda er Borg hundrað prósent handvirkt 1. Bríó Fyrsti bjórinn frá Borg. Pilsner-bjór sem hlotið hefur erlend verðlaun. 2. Austur brúnöl Mildöl sem á rætur sínar að rekja til Bret- lands. Var framleitt fyrir Austur steikhús. 3. Úlfur India Pale Ale sem hlotið hefur erlend verðlaun. 4. Bjartur Skemmti- legur blond- bjór. 5. Október Október hefur appelsínu- kopar- rauðan lit og maltríkan ilm. 6. Skógar- púki Gerður úr ís- lensku byggi og sérlag- aður fyrir landsfund kornræktar- bænda 2010. 7. Stekkjar- staur Fyrsti jóla- bjór Borgar – rauðleitt brúnöl sem passar vel með jólamatnum. 8. Surtur Imperial Stout. Þykkt og þolgott öl. 9. Benedikt Páskabjór í belgískum stíl. 10. Snorri Bruggaður úr innlendu byggi og krydd- aður með alíslensku, lífrænu blóðbergi. 11. Sumarliði Fyrsti þýski hveitibjórinn sem fram- leiddur og seldur er á Íslandi. 12. Lúðvík Doppelbock- bjór í tilefni Októberfest 2012. 13. Myrkvi Væntanleg- ur um næstu mánaðar- mót. Portari sem krydd- aður er með kaffi frá Kaffismiðju Íslands. 14. Giljagaur Jólabjór sem mun ylja fólki um hjartaræt- urnar. Ferskir vindar á bjórmarkaði Tvö og hálft ár eru liðin síðan Borg brugghús var sett á stofn innan Ölgerðarinnar. Tólf bjórar hafa komið á markaðinn og tveir til viðbótar eru á leiðinni. Tveir þeirra hafa hlotið virt erlend verðlaun og íslenskir neyt- endur hafa tekið bjórunum opnum örmum. Að baki þessari velgengni eru bruggmeistar- arnir Sturlaugur Jón Björnsson og Valgeir Valgeirs- son. Valgeir Valgeirsson og Sturlaugur Jón Björnsson eru bruggmeistarar Borgar. Þeir bera ábyrgð á mörgum frábærum bjórum sem komið hafa á markaðinn hér á landi síðan 2010. Ljósmynd/Hari Bjórarnir frá Borg Hlutverk Borgar I Að kynna nýjar og spennandi bjórtegundir fyrir íslenskum bjór- áhugamönnum. II Að kynna fyrir íslenskum neytendum hversu góður kostur bjór er með hvers konar mat og notagildi hans í ýmsa matargerð. III Að gera til-raunir með íslenskt hráefni og notkun þess til bjórgerðar. IV Að stuðla að bættri bjórmenningu til skemmri og lengri tíma. Bríó fær gull í WBC 2012 Bríó hlaut gullverðlaun í flokki þýskra pilsnera á World Beer Cup í Kaliforníu í vor. Pilsnerflokkurinn er einn stærsti flokkur keppninnar. World Beer Cup er stærsta og virtasta bjórkeppni heims. Hún fer fram á tveggja ára fresti og að þessu sinni kepptu 799 bruggverk- smiðjur frá 54 löndum með samtals tæplega fjögur þúsund bjóra. Bríó fær gull í WBA 2012 Bríó sigraði í flokki pilsnera á World Beer Awards 2012 á dögunum. Bríó fetaði þar með í fótspor Egils Gull frá árinu 2011 með því að landa bæði Evrópumeistaratitli og svo heims- meistaratitil í framhaldi. Úlfur fær gull (EUR) í WBA 2012 Í sömu keppni hlaut Úlfur titilinn Europe‘s best IPA (india Pale ale), en IPA er einn þeirra stíla sem handverks- brugghús leggja hvað mestan metnað í víða um veröld þykir því frábær viðurkenning. Margverðlaunuð Borg brugghús,“ segir Sturlaugur. Drykkjumenning Íslendinga virðist hafa breyst síðustu ár. Sérhæfðari bjórar eins og ykkar bjórar njóta greinilega mikilli vinsælda. Þið hljótið að hafa orðið þessa varir? „Jú, þetta virðist njóta vinsælda. Við höfum alla vega aldrei náð að halda í eftir- spurn eftir vörum okkar, enda er fram- leiðslugetan líka mjög takmörkuð. En við höfum gaman af að gera eitthvað öðruvísi en aðrir og fólk hefur tekið því vel.“ Tilraunir með taðreykt malt Eitt af því sem skapar sérstöðu Borgar eru tilraunir með ný hráefni. Þar ber kannski hæst bjórinn Snorra sem einungis er seldur í Fríhöfninni. „Hann er gerður úr hundrað prósent íslensku byggi og kryddaður með blóðbergi úr Aðaldal. Þetta er það næsta sem hægt er að komast alíslenskum bjór. Um þessar mundir erum við að gera tilraunir með taðreykt malt. Það er draumur sem ég hef gengið með í magnum í mörg ár.“ Framtíðin hjá Borg brugghúsi er björt að sögn Sturlaugs. „Við munum dæla út enda- laust af nýjum og spennandi bjór svo lengi sem við fáum tækifæri til þess. Markmið okkar hefur verið að kynna fjölbreytileika bjórsins og búa til bestu bjórana. Ég held að við höfum staðið okkur ágætlega.“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.