Fréttatíminn


Fréttatíminn - 12.10.2012, Page 52

Fréttatíminn - 12.10.2012, Page 52
Sítróna Sítrónan er sannkölluð bragðs- prengja sem fer vel með fiski og kjúk- lingi og peppar einnig upp bragðlausari rétti eins og salat, sjávarrétti og baunir. 40 heilsa Helgin 12.-14. október 2012  Mataræði Bættu við trefjuM Nú er tími fyrir trefjar  Mataræði Bættu Bragð án hitaeininga Leyndarmálin í eldhúsinu – Lifið heil ÍS L E N S K A /S IA .I S /L Y F 6 12 46 0 9/ 12 www.lyfja.is Lægra verð í LyfjuStrepsils jarðarberja Áður: 1.299 kr. Nú: 1.099 kr. 15% afsláttur Gildir í október 2012. Bodyflex Strong vinnur gegn stirðleika og verkjum í liðamótum og styrkir heilbrigði burðarvefja líkamans. 2 hylki tvisvar á dag í tíu daga. Síðan er hægt að minnka skammt í 2 hylki á dag. Inniheldur hvorki laktósa, ger, glúten né sætuefni. Bodyflex Strong www.birkiaska.is Birkilauf (Betulic) hefur góð áhrif á bæði vökva- jafnvægi líkamans og húð, örvar starfsemi nýrna og þvagfæra. Hraðar efnaskiptum og losar vatn úr líkamanum, dregur úr bólgum og afeitrar líkamann (detox). Birkilaufstöflur Bætir skammtímaminnið. Nýtist fólki sem er undir álagi og fæst við flókin verkefni. Hentar vel fyrir eldri borgara, lesblinda og nemendur í prófum. Dregur úr streitu, eykur ró og bætir skap. Minnistöflur Þeir sem eru í átaki með mataræði sitt eru sífellt að leita að uppskriftum sem gleðja magann en vigtina jafnvel enn meira. Þeir lenda hins vegar oft í vand- ræðum því bragðlaukarnir gleðjast ekki eins mikið. Því er vel hægt að bæta úr með nokkrum leynitrixum sem breyta hvaða bragðlausa mat sem er í eitthvað allt annað og meira. Kryddjurtir Ferskar kryddjurtir eru galdralyf í eldhúsinu. Þær framkalla þetta litla „extra“ við matinn þannig að það er eins og sá sem eldaði hann hafi lagt sig sérstaklega mikið fram í þetta skiptið. Að auki eru þær hollar og vítamínríkar – og bara svo fallegar. Sinnep Sinnep er til í mörgum útfærslum, allt frá gamla góða pylsusinnepinu og þessu gula, sæta yfir í bragðsterkt Dijon og gúrme heilkorna eðalsinnep. Eitt er víst að sinnep stendur alltaf fyrir sínu og gerir kraftaverk fyrir samlokur og hamborgara, svo ekki sé minnst á steikina og svínakjötið. Sterkar sósur Fáeinir dropar af sterkri sósu fá bragðlaukana til að hoppa hæð sína og umbreyta hvaða mat sem er í hvað sem þú vilt. Að auki sýna rannsóknir fram á að sterkur matur dregur úr svengdartilfinningu og hjálpar til í baráttunni við aukakílóin. Edik Fjölmargar tegundir af ediki eru á boðstólum og er sniðugt að prófa sig áfram með þær. Skarpa bragðið af edikinu fer vel með ýmsu grænmeti. Prófa má balsamic á ofnbakað grænmeti, hvítvínsedik á gúrkusalat eða eplaedik á rifnar gulrætur. Trefjar eru góðar. Þær eru vinur okkar. En hvers vegna? Jú, trefjar, sem finnast í ávöxtum, grænmeti, heilkorni og baunum, hjálpa til við að halda melting- unni gangandi. Gleymum þó ekki öllu hinu, sem trefjar gera fyrir líkamann. Hvers vegna eru trefjar snilld? Þetta náttúrulega undraefni, lækkar kólesteról og dregur úr hættunni á hjartaáföllum og heilablóðföllum auk þess sem það eykur heilbrigði meltingarkerfis- ins. Allt þetta er frábært, en eitt best geymda leyndarmál trefjanna er hvernig þær stuðla að því að fólk grennist – það er að segja, þeir sem þurfa á því að halda. Þær gera okkur fyrr södd, endast lengur í maganum og hægja á melt- ingunni þannig að okkur finnst við lengur södd. Að auki flytja þær fitu í gegnum meltingarkerfið þannig að upptaka hennar verður minni. Ennfremur innihalda trefjaríkar fæðutegundir að jafnaði færri hita- einingar en trefjasnauðar. Hvernig fáum við trefjar? Konur ættu að miða að því að neyta 21-25 gramma af trefjum á dag og karlar 30-38. Sem betur fer er ekki nauðsynlegt að úða í sig All-Bran því trefjar finnast víða, í hafra- graut, ávöxtum með hýði (svo sem eplum og perum), appelsínum, káli, ertum og baunum, maís og flestu grænmeti og í heilkorni. -sda

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.